Flýtilyklar
Ást og undirferli
Þagnarmúrinn
Lýsing
Samantha Vinvent gretti sig þegar hurðin á kaffihúsinu skall að stöfum fyrir aftan hana. Hún horfði út yfir dimma, mannlausa götuna í leit að bílnum sínum. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir því hve langt í burtu hún hafði lagt honum. Hitastigið hafði fallið umtalsvert frá því að hún kom á kaffihúsið. Kvöldloftið var býsna napurt. Hún gekk út á stéttina og vafði treflinum þéttar að sér til að verjast vindinum. Samantha hafði varið deginum í að skrifa á vinsælu bloggsíðuna sína, Einhver veit eitthvað, sem fjallaði um gömul, óleyst glæpamál. Tíminn hafði hlaupið frá henni. Nú voru verslanir lokaðar og flestir íbúar smábæjarins Gattenburg í Illinois farnir í háttinn. Ísköld golan feykti dökkleita hárinu hennar til og smaug inn fyrir opna ullarkápuna svo að hrollur fór um Samönthu. En það var ekki bara kuldinn sem henni þótti óþægilegur. Hún var enn í uppnámi vegna tölvuskeytis sem hún hafði fengið frá gamalli skólasystur sinni, Övu Jennings. Þær höfðu verið vinkonur í miðskóla og Samantha orðið heimagangur hjá fjölskyldu hennar á unglingsárunum. Ava bað Samönthu um að rannsaka dularfullt andlát bróður síns, Jacobs, en lögreglan hafði lýst því yfir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók