Ást og undirferli

Þakkarskuld
Þakkarskuld

Þakkarskuld

Published Mars 2019
Vörunúmer 61
Höfundur Janie Crouch
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Ég veit ekki hvenær hann byrjaði að leka, en ástandið var orðið slæmt þegar Chloe vakti mig í morgun.
Það var eins og hin nítján mánaða gamla Chloe vildi staðfesta frásögnina, því að hún byrjaði að hjala á handleggnum á móður sinni og klappa saman lófunum. Hún vildi greinilega komast niður á gólf til að leika við Ashton, en Summer var ekki á þeim buxunum.
–Þetta er ekkert mál, sagði Ashton.
Reyndar var þetta töluvert mál. Hann yrði of seinn í vinnu sína á þjálfunarmiðstöð sérsveitar Ómega. Það gerði svo sem ekki mikið til, enda var sveitin bara við æfingar þennan dag, en ef félagar hans kæmust að því að hann væri seinn
fyrir vegna þess að Summer Worrall notaði hann sem viðgerðarmann einn ganginn enn myndu þeir stríða honum miskunnarlaust.
Aftur.
Þeir könnuðust allir við Summer og Chloe.
Eiginmaður Summer hafði fallið í valinn fyrir tæpum tveimur árum, þegar samningaviðræður í gíslatökumáli höfðu farið út um þúfur. Síðan hafði siðblindingi rænt henni fyrir átta mánuð­ um í tengslum við annað mál sem sérsveit við­ bragðsdeildar Ómega vann að. Sérsveitin var skipuð úrvalsfólki frá hinum ýmsu löggæslustofnunum landsins.
Enginn gerði því athugasemdir við það að

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is