Ást og undirferli

Tómarúm
Tómarúm

Tómarúm

Published Mars 2018
Vörunúmer 3. tbl. 2018
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Reynslan hafði kennt Andreu McNeil að treysta fyrstu hughrifum þegar hún hitti karlmann. Hún hafði lært að lesa skaplyndi og tilhneigingar úr líkamsburði og augum. Þögnin sagði jafn mikið um þá og orðin, hvort sem þeir voru hetjur eða stórglæpamenn.
Af manninum, sem nú stóð fyrir framan hana, geisluðu styrkur og kvíði. Herðarnar voru breiðar og báru vitni um þrjósku. Festuleg hakan sömuleiðis. Ljósa hárið var stuttklippt og vel snyrt, andlitið nauðrakað og líkamsstaðan teinrétt, enda þótt hann væri klæddur gallabuxum, gönguskóm og skyrtu en ekki hermannabúningi. Hann hreyfði sig á þokkafullan hátt eins og veiðimaður og þegar hún horfði í brúnu augun sá hún stolt, hugrekki og mikla sorg.
–Ég vil bara að þú hjálpir mér að muna andlitið á manninum sem drap vin minn, sagði hann áður en hún hafði boðið honum
sæti á sófanum andspænis stólnum hennar á litlu skrifstofunni skammt frá aðalstrætinu í
bænum Durango í Coloradó.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is