Flýtilyklar
Ást og undirferli
Umsátrið
Lýsing
Þau voru öll vopnuð við athöfnina og í veislunni á eftir, enda ekki nema um tveir mánuðir frá því einhver vitfirringur hafði ruðst inn í kirkjuna og reynt sitt besta til að eyðileggja síðasta brúðkaup sem haldið var innan hópsins. Sá hafði sem betur fer náðst og til allrar hamingju hafði engan gestanna sakað en þau voru sér öll afar meðvituð um að ekkert þeirra eða ástvina þeirra voru óhult á meðan Damien Freihof, heilinn á bak við þessa uppákomu ásamt ótalmörgum öðrum atlögum gegn Omega deildinni síðasta árið, gekk enn laus. Af þeim sökum var hver einasti fulltrúi sem viðstaddur var brúðkaup Brandon Han og Andreu Gordon vopnað ur þó að ekki bæri á því.
Roman Weber var vopnaður tveimur byssum, annarri undir aftanverðu buxnahaldinu og hinni við innanverðan ökklann. Hann hafði reyndar ekki verið viðstaddur síðasta brúðkaup innan Omega hópsins en ástæða þess var sú að hann hafði þá legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í sprengingu sem Freihof hafði komið fyrir. Annar fulltrúi deildarinnar
hafði látið lífið í sprengingunni. Roman var því ekki beinlínis upplagður fyrir að fá sér í glas, hlæja, dansa eða gleðjast með þeim
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók