Ást og undirferli

Umsátur
Umsátur

Umsátur

Published Ágúst 2020
Vörunúmer 78
Höfundur Lena Diaz
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Sérsveitarfulltrúinn Blake Sullivan stóð á bak við mosavaxna trjábolina og fylgdist grannt með gráu, niðurníddu hlöðunni í gegnum riffilkíkinn.
Skotmarkið var lítið annað en skuggi í gluggaopinu á hlöðuloftinu sem líklega hafði verið glerlaust frá því löngu áður en Blake fæddist.
Hvernig í ósköpunum meintum árásarmanni hafði tekist að koma sér upp á hlöðuloftið án þess að gegnummorkinn stiginn þangað upp molnaði undan honum var ofvaxið skilningi Blake. Það var eiginlega mesta furða að þessi
niðurnídda bygging skyldi ekki vera löngu hrunin í vindhviðunum sem algengt var að blésu nið­ur úr fjöllunum á þessu svæði. Mildur andvarinn þessa stundina skapaði hinsvegar fullkomnar aðstæður til þess að ná góðu skoti.
Blake færði fingurinn hægt og rólega eftir köldu riffilskaftinu og tók um gikkinn en á sama andartaki heyrðist hávært tíst og síðan hvellt blísturshljóð skammt frá. Þetta hljómaði vissulega eins og kornhæna sem var algeng tegund
hér í fjöllunum og Tennesseefylki almennt en Blake vissi þó betur. Hljóðið kom frá foringja sérsveitarinnar, Dillon Gray, sem vildi greinilega ná athygli hans. Blake gat hinsvegar ekki litið af riffilkíkinum því það gæti þýtt að hann missti sjónar á meintum afbrotamanni uppi á hlöðuloftinu.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is