Flýtilyklar
Ást og undirferli
Útlaginn
Lýsing
Dane Trask stóð aftast í hópnum og fylgdist með konunni sem var að ávarpa blaðamennina og borgarana. Fólkið stóð fyrir framan höfuðstöðvar úrvalssveitanna nálægt innganginum að Svartagljúfri í Gunnison-þjóðgarðinum. Lágvaxin, grönn kona í einkennisbúningi úrvalssveitanna hafði bundið dökka hárið í hnút í hnakkanum. Það fór henni ágætlega af því að hún var mjög fíngerð. Faith Martin, lögreglufulltrúi, minnti á ballettdansmey í dulargervi. Nokkrir lokkar sem vindurinn hafi kippt úr hnútnum milduðu yfirbragð hennar enn frekar. Hún reyndi að breiða yfir mýkt sína með því að standa bein í baki og tala með valdsmannslegri rödd. Þegar hún talaði lagði fólk við hlustir. Einnig Dane Trask. –Við erum enn að leita að Dane Trask og yrðum þakklát fyrir upplýsingar frá almenningi sem gætu orðið til þess að hann fyndist, heill á húfi, sagði hún. Nokkrir úrvalssveitarmenn og foringi þeirra, sem stóðu fyrir aftan Martin á málmpallinum sem reistur hafði verið við bygginguna, tvístigu og voru greinilega eirðarlausir. Allir höfðu þeir leitað að Dane svo vikum skipti. Hvað myndu þeir segja ef þeir vissu að hann stóð þarna á sólbökuðu bílaplaninu, tæpa fimmtíu metra frá þeim
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók