Flýtilyklar
Alice Sharpe
Heim á búgarðinn
Lýsing
Cody Westin hélt um símtólið með vinstri
hendinni um leið og hann settist við skrifborðið.
–Segðu mér nákvæmlega hvar þú fannst
hana, sagði hann og hlustaði á upplýsingarnar
frá einkaspæjaranum.
–Já, ég kem, sagði Cody og beindi dökkum
augum sínum að stóra glugganum sem veitti útsýni yfir fjallstindana í Wyoming. Hann leit á
veggklukkuna. –Ég fer innan klukkustundar.
Ég hitti þig þar. Svo hnyklaði hann brýrnar.
–Smyth? Ekki týna henni.
Hann sleit símtalinu og reis á fætur. Eftir að
hafa staðið kyrr í smástund gekk hann að hliðarborði og hellti sér dálitlu viskíi í glas, skellti því
í sig í einum sopa og lokaði augunum þegar
vökvinn brenndi hálsinn á leiðinni niður.
Adam, bróðir hans, sem vann á búgarðinum
með Cody og föður þeirra, var á Hawaii í gönguferð um óbyggðirnar og ekki hægt að ná í hann í
síma. Það þýddi að Cody yrði að tala við hinn
bróður sinn, Pierce. Símtal einkaspæjarans hefði
ekki getað komið á verri tíma... verið var að undirbúa allt fyrir kýrburð, sem hæfist eftir mánuð.
–Fjölskyldan gengur fyrir, tautaði hann. Það
hentaði illa þegar maður bjó á búgarði. Hjörðin
þurfti líka að ganga fyrir.
Pierce átti helming í fyrirtæki og vann núna
erlendis. Hann gæti tekið sér frí vegna neyðartilfellis ef hann vildi. Það var vandamálið. Vildi
hann það?
Hann varð að gera það. Einhver varð að
stjórna þar sem faðir þeirra gat það ekki. Búgarð urinn rak sig ekki sjálfur.
Blautt trýni snerti höndina á honum svo hann
vissi að Bonnie var komin inn á skrifstofuna.