Flýtilyklar
Brauðmolar
Alice Sharpe
-
Fjársjóðurinn
–Já, það er ég, sagði hún. –Ég vissi það. Hann rétti fram höndina. Bros hans var heillandi. –Gary Dodge sagði mér að svipast um eftir glæsilegri, ljóshærðri konu. –Þú hlýtur að vera Frank Hastings, sagði hún. Hana langaði til að skella upp úr og ranghvolfa augunum en hún sat á sér. Hún vissi vel að hún var þreytuleg og útkeyrð að sjá. –Kallaðu mig Frankie, sagði hann og sleppti hendi hennar. –Má ég setjast? Hún kinkaði kolli og hann settist andspænis henni. Hún hafði séð mynd af honum og vissi því að hann var aðlaðandi, en myndin hafði hvorki komið orkunni til skila sem einkenndi hann né kvikri forvitninni í augunum. Vonir hennar um að hafa yfirhöndina gagnvart honum minnkuðu til muna þegar hann horfði á hana og leyndi því ekki að hann var að vega hana og meta. Hún vissi að hann átti gríðarstóran búgarð í miðju Idaho ríki ásamt föður sínum og bræðrum. Hann var sólbrúnn, trúlega af útiverunni, en samt var hann ekkert sérlega kúrekalegur. Það þótti henni merkilegt. Hann brosti aftur, líkt og hann vissi að hann væri undir smásjánni hjá henni. Ósjálfrátt bar hún hann saman við sinn fyrrverandi. Hún horfði í gaupnir sér og skammaðist sín. Það þýddi ekkert að hugsa um gamla kærasta. Hún varð að einbeita sér að máli ömmu sinnar. –Er eitthvað að? spurði hann. Hún hristi höfuðið. –Nei. –Þakka þér fyrir að fallast á að hitta mig, sagði hann. Í sama bili kom þjónn aðvífandi. Frankie pantaði sér krabbakökur og salat án þess að hafa litið á matseðilinn. Kate bað
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skálkaskjól
Sierra Hyde faldi geispann á bak við krepptan hnefann og hélt á hvítvínsglasinu í hinni þar sem hún sat við langa mahóníborðið á barnum. Tónlistin, básarnir innar í salnum og stóru speglarnir... henni fannst hún hafa komið hingað áður en athygli hennar var þó fyrst og fremst bundin kvenmanni sem sat einsömul í dimmum bás innst í salnum. Konan var Natalia Bonaparte, þrjátíu og þriggja ára gömul og starfaði sem atvinnuráðgjafi. Tíð augnatillit á demöntum skreytt úr sem hún bar um úlnliðinn benti til þess að náunginn, sem hún hafði mælt sér mót við, væri seinn fyrir en það vissi Sierra fyrir. Hún var þarna stödd til að ná ljósmynd af náunganum og konunni saman. Samkvæmt skjólstæðingi Sierru, Savönnuh Papadakis, yrði sá náungi brátt fyrrverandi eiginmaður Savönnuh. Það var eins gott að rétti náunginn léti sjá sig því það var orðið ansi þreytandi að fylgja Nataliu eftir þótt það hefði einungis staðið yfir í tvo daga. Á þeim stutta tíma hafði hún þurft að sækja hvert öldurhúsið á fætur öðru þar sem Natalia reyndist vera ansi virk á félagslega sviðinu. −Má bjóða þér annan? spurði barþjónninn. Sierra leit undrandi á glasið í hönd sér og sá að það var hálftómt. –Við skulum láta engiferöl duga, svaraði hún. Ef heppnin væri með henni léti eiginmaður skjólstæðings hennar sjá sig fljótlega þannig að hún næði nokkrum ljósmyndum af þeim skötuhjúunum saman og gæti síðan drifið sig heim. Hún þurfti á góðum nætursvefni að halda eftir að hafa hangið yfir kvenmanninum á diskóteki hálfa nóttina á undan. Barþjónninn hellti engiferöli í glas handa henni og í sömu andrá voru útidyrnar að kránni opnaðar. Tveir ungir piltar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Varmenni
–Ég vil fara til mömmu, kveinaði strákurinn. Maðurinn kom í símann. –Lily? Hélstu virkilega að þú fengir að sjá hann aftur? –Þetta er ekki Lily. mælti Chance. –Ég er vinur Charlies. Ert þú Jeremy Block? –Hvaða máli skiptir það? –Drengurinn er í uppnámi. Hvað er um að vera? –Ekkert sem þér kemur við, sagði Block og rauf sambandið. Enginn númerabirtir var á símanum á búgarðinum svo að Chance valdi kóða til að komast að því úr hvaða númeri hafði verið hringt. Hann skrifaði númerið á miða og hringdi svo í það. Hann fékk samband við símsvara, þar sem Block sagði hringjandanum hryssingslega að skilja eftir nafn og númer, en af svæðisnúmerinu sá Chance að Charlie var í Boise eða í grennd við þá borg. Hann hringdi í gamlan fjölskylduvin, rannsóknarlögregluþjóninn Robert Hendricks, og sagði honum frá símtalinu. –Láttu mig fá númerið, sagði Hendricks. –Þú verður að bjarga stráknum, sagði Chance. Kendricks þagði andartak. –Gerard sagði mér að þú vildir ekkert vita af Lily Kirk eftir að hún fór frá búgarðinum. Var það misskilningur hjá honum? –Nei. En nú er Charlie í hættu og þá horfir málið öðruvísi við. –Hann er ekki í hættu, sagði Hendricks hægt. Chance rétti úr sér? –Ha? Hvernig geturðu fullyrt það? Ertu búinn að gleyma Jodie Brown og það sem hann gerði við Kinsey af því að hann hélt að hún væri Lily?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Banaráð
Kinsey Frost var hæstánægð með nýja heimilið sitt í New O rleans, sama hvernig veðrið hegðaði sér. Frá því að hún fluttist til borgarinnar fyrir nokkrum árum höfðu alls kyns stormar og stórviðri skekið hana, en hún hafði eiginlega bara notið allra látanna. Hins vegar voru tilfinningarnar blendnar á þessum sumardegi þegar loftrakinn var svo mikill að jaðraði við úða og enga golu var að fá af Mississippifljóti. Til að bæta gráu ofan á svart var gangstéttin full af fólki, tíminn af skornum skammti og bakið aumt eftir daglangt stigaklifur. Kinsey var að því komin að hóa í leigubíl, en hún átti skammt ófarið heim. Því miður hafði hún bara klukkustund til að fara í steypibað, skipta um föt og fara aftur í listhúsið þaðan sem hún var að koma. Tíminn var naumur og hún ákvað að þegar hún væri búin að þvo sér og hafa fataskipti skyldi hún keyra að listhúsinu í stað þess að ganga eins og venjulega. Til að hugsa um eitthvað annað en eymdarástand sitt fylgdist hún með vegfarendum á stéttinni. Hún var listamaður og hafði því ætíð áhuga á fólki, jafnvel baksvipnum á því. Beint fyrir framan hana gekk kona sem hafði bundið hárið í hnút og stungið í hnútinn rauðum prjónum af einhverju tagi. Þar fyrir framan örkuðu tveir kaupsýslumenn í jakkafötum og deildu um eitthvað sem var þeim greinilega mikið hjartans mál. Þarna var líka kona sem leiddi tvær litlar telpur, sem ef til vill voru tvíburar. Lengra í burtu sá Kinsey glitta í brúnan kúrekahatt. Eigandinn reyndist vera hávaxinn, dökkhærður maður, klæddur svörtu leður vesti, gallabuxum og svörtum stígvélum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Svikráð
Skylar Pope tók járnhliðið við bakdyrnar að listhúsi frænku sinnar úr lás og opnaði það. Þetta
hafði hún gert flesta morgna síðustu sex vikur.
Næst kom röðin að glerhurðinni og viðvörunarkerfinu. Síðan fór hún inn. Það glumdi í nýbónuðu viðargólfinu er hún gekk á hælaskónum
gegn um vinnustofuna og inn í sjálft galleríið og
kveikti ljósin í leiðinni.
Hún gekk rakleiðis að aðaldyrunum og tók þær
úr lás. Svo fór hún út á gangstéttina í Traterg með
felliskilti þar sem afgreiðslutími listhússins var
auglýstur. Hún skalf er kaldur vetrarvindurinn
næddi um fæturna á henni og upp undir pilsið.
Að þessu loknu fór hún aftur inn á vinnustofuna, fór úr yfirhöfninni og setti hana og hliðartöskuna sína í læstan skáp. Hún greiddi sér og
lagaði fjólubláa og gula kjólinn, sem hún hafði
lokið við að sauma kvöldið áður. Flíkina hafði
hún hannað sjálf og var ánægð með árangurinn.
Skylar saumaði næstum öll föt sín sjálf. Eleanor
frænka hennar hafði ekki beðið hana um að klæðast skárri fötum í vinnunni. Það eitt var skýrt
merki þess hversu veik hún var orðin.
Næst opnaði Skylar fjárhirsluna og tók út
skeljar, prýddar gimsteinum, sem hún stillti upp í
glugganum ásamt nokkrum glerstyttum og fáeinum öðrum verðmætum munum. Hún dáðist að
ljóma þeirra og gæðum.
Vel sterkt kaffi að hætti heimamanna í
Kanistan, sem var lítið ríki á Balkanskaga, var
næst á dagskrá. Meðan það var að renna á könnuna opnaði Skylar bleiku pappaöskjuna sem hún
hafði komið með úr bakarínu. Hún innihélt smákökur með sultufyllingu, sem voru skreyttar
gulln um og rauðum blómum. ÞVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Athvarf í Montana
Julie Chilton strauk rökum lófunum við pilsið
sitt og dró andann djúpt að sér. Þegar hún talaði,
titraði röddin töluvert. –Ég þarf að segja þér
nokkuð.
Yfirmaður hennar, James Killigrew prófessor,
benti á stól fyrir framan glerskrifborðið sitt. –Þú
virðist vera í uppnámi, Julie. Fáðu þér sæti.
Hann var hár maður og undirstrikaði útlit
menntamannsins með tvídjökkum og gleraugum. Hátt ennið teygði sig upp í hvítt og úfið hár
en það var röddin, framar öllu, sem krafðist
athygli. Eðalvín gat búið yfir sól, ávöxtum og
jörð. Rödd hans bjó yfir visku, öryggi og
forvitni. Engin furða að hann ætti auðvelt með
að auka tekjurnar fyrir kennslu í stjórnmálavísindum, með fyrirlestrum og sjónvarpsþáttum.
Það var sá hluti lífs hans sem Julie hafði verið
ráðin til að sinna og hún elskaði starfið. Jæja,
hafði elskað það þar til fyrir tveimur vikum...
–Ég veit ekki hvar ég á að byrja, viðurkenndi
hún.
Hann spennti greipar og brosti hvetjandi til
hennar. Hún hefði gefið nær hvað sem er til að
forðast þessa stund, en það var ekki um neitt að
velja. Hættu að tefja.
–Fyrir tveimur vikum settist maður við hlið
mér í strætó á leiðinni heim, sagði hún. –Hann
sýndi mér skilríki og fór að tala, röddin var svo
lág að ég þurfti að leggja mig fram til að heyra
hana. Það var ljóst að hann vissi hver ég var og
fyrir hvern ég vann.
–Strætó? En sérstakt. Hvað sagði hann?
–Hann sagðist vera alríkisfulltrúi sem stýrði
sérstakri deild sem sérhæfði sig í að rannsaka
pen ingabrask.
Hvítar augabrúnir Killigrews skutust upp á
ennið. –Hvað sagðirðu?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ógnir fjallanna
Hann var í jakkafötum, en sat á grýttum árbakka
þar sem áin rann í sjóinn. Hún flæddi yfir fætur
hans, en þeir voru svo dofnir að hann fann ekki fyrir
því. Hann dró fæturna á þurrt og litaðist um.
Hann sá fjöll og tré, kletta og vatn. Sólin var
lágt á lofti. Hvar var hann? Hvernig komst hann
hingað? Hann leit upp með ánni og sá foss. Síðan
leit hann á rifnu jakkafötin sín, sárin og skrámurnar
á húðinni.
Hafði hann fallið fram af fossbrúninni?
Hver var hann? Hvað hét hann?
Hann hlaut að vera með einhvers konar skilríki á
sér.
Í blautum vösunum fann hann ekkert annað en
smámynt. En undir jakkanum kom í ljós axlarslíður
og í því var hálfsjálfvirk byssa.
Hvað var hann að gera með skammbyssu þarna
úti á víðavangi? Ósjálfrátt kannaði hann byssuna.
Hún var hlaðin og tilbúin fyrir...
Tilbúin fyrir hvað?
Hann mundaði vopnið og horfði niður eftir
ströndinni. Lítill fugl tyllti sér á stein. Hann kom
auga á lítinn rekaviðardrumb og miðaði á hann.
Þegar hann hleypti af flaug fuglinn upp, felmtri
sleginn. Drumburinn splundraðist.
Byssan var í lagi.
Hvellurinn bergmálaði upp með ánni og hann
hrökk við er hann uppgötvaði að hann hafði gefið
upp staðsetningu sína mjög nákvæmlega, líkt og um
ögrun eða áskorun væri að ræða. Hárin risu á höfði
hans. Oft var í holti heyrandi nær.
Hann svimaði þegar hann stóðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Saman á ný
Engin ljós? Af hverju?
Íbúð vinnuveitanda hennar var aðliggjandi herbergi Lauru og hún tók kunnugleg skrefin í flýti,
hjartað sló hratt af áhyggjum út af frú Priestly. Gamla
konan var ekki góð til heilsunnar og það var ómögulegt að vita hvað hafði gerst eftir álag kvöldsins.
Það leit út fyrir að rúmið væri mannlaust. Laura
hafði áhyggjur af hjartaáfalli eða mjaðmabeinsbroti
og horfði yfir persnesku motturnar. –Frú Priestly?
Röddin svaraði og það vottaði fyrir streitu.
–Hérna, við gluggann.
Laura sá loksins í rýran líkama frú Priestly sem
sat í stól með útsýni yfir garðinn bak við húsið sem
stóð nálægt ánni. Í dagsbirtu var útsýnið í miklu
uppáhaldi hjá frú Priestly.
En þetta var um miðja nótt og ekki heldur dæmigerða haustnótt, ekki einu sinni fyrir Idaho. Það
hafði hvesst fyrr um kvöldið og það eina sem sást nú
út um gluggann voru iðandi skuggar af greinum og
runnum sem vindurinn feykti til. –Þú hefðir ekki átt
að fara á fætur án þess að kalla á mig til að hjálpa
þér, sagði Laura mjúklega. –Til þess er ég hérna.
Frú Priestly greip í handlegginn á Lauru. –Ég
held að ég hafi séð morð.
–Hvað segirðu! Hvar?
Gamla konan benti með hnýttum fingri á gluggann. –Þarna úti, við gosbrunninn. Sérðu lík?
Laura rýndi út í nóttina en skuggarnir voru of
dimmir. –Nei. Sérð þú það?
Frú Priestly teygði fram álkuna en hristi loks
höfuðið. –Nei, ekki núna.
–Segðu mér frá því sem gerðist, sagði Laura hvetjandi, vonaði að frú Priestly myndi sannfærast um að
þetta hefði verið martröð ef hún segði frá atburðum.
–Jæja, ég gat bara ekki sofið. Þú veist hvernig
það er þegar hugurinn er endalaust á ferð og flugi og
maður óskar þess að hafa ekki sagt þetta eða hitt?
–Ó já, sagði Laura og kraup með erfiðismunum
við hliðina á stól gömlu konunnar. –Já, ég þekki
tilfinninguna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Talinn af
Þremur mánuðum síðar
Farsíminn hennar Jessicu hringdi þar sem hún sat við skrifborðið og fór yfir stærðfræðipróf. Hún hrökk í kút og kyngdi
kekki á meðan hún tók símann úr vasa jakkans sem hékk á stólnum. Eftir allan þennan tíma ætti símhringing ekki að valda þessum viðbrögðum, en samt var raunin þessi og þannig yrði það eflaust áfram. Að minnsta kosti þar til lík hans fyndist. Eða þar til
hún kæmist að sannleikanum.
Hún svaraði. –Já? Rödd hennar var lág því hún þekkti ekki
númerið sem birst hafði á skjánum og það reyndi alltaf á
taugarnar. Hve oft hafði hún ímyndað sér að fá fréttir um Alex
frá einhverjum ókunnum? Næstum eins oft og hún hafði ímyndað
sér að fá símtal frá honum sjálfum einhvers staðar í annarri
heimsálfu, þar sem hann hafði ákveðið að byrja nýtt líf án hennar.
Það var vandinn þegar eiginmaður manns hvarf. Maður vissi ekki
hvort hann væri dáinn eða lifandi; maður lifði í óvissu og upplausn. Allar fréttir voru betri en engar.
Sá sem hringdi var sölumaður sem vildi vita hvort ekki þyrfti
að fara yfir ástand pípulagna hjá henni. Hún var fljót að losa sig
við náungann. Sannleikurinn var sá að heimilið hennar var líka í
óvissu. Ef ekki væri fyrir Billy Summers og þrautseigju hans
þegar kom að viðhaldinu, léti hún líklega allt grotna niður í
kringum sig.
Og því varð að ljúka. Hún varð að taka sig taki. Kannski var
kominn tími til að hugsa um að selja húsið, kaupa minni íbúð.
Gæti hún það? Ekki enn. En spurningin leitaði á hana... hvað
myndi hún gera ef Alex birtist skyndilega?
Sólin skein inn um háa gluggana og það var of heitt þarna
9
inni. Hún krosslagði handleggina á skrifborðinu og hallaði sér
fram, lokaði augunum. Svefnleysið á næturnar kom henni oftVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brögð í tafli
Munnvikin á Lonnie sigu. –Hvað áttu við með hvað
er þetta? Þetta eru listmunir.
–Er einkasamsafnið þitt haugur af gömlum, brotnum
leirpottum? spurði annar mannanna háðslega. Nú var
Lonnie að verða reiður. Eftir öll þessi ár hafði hann loks
ákveðið að segja frá safninu sínu og voru þetta viðbrögðin? Hann benti á ferkantaða fígúru í glerkassa.
–Þetta er sjaldgæf eftirlíking af manni frá Mið-Ameríku. Næstum því 5000 dollara virði. Hann benti á
annan kassa. –Og þessi drykkjarflaska er frá Anasazimenningarþjóðinni í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Ég
borgaði þrjú þúsund fyrir hana. Kassinn þarna er fullur
af gripum frá Mississippi Indíánum. Hvaða safn sem er
myndi vilja fá hvaða hlut sem er af þessu.
–Hvar fékkstu þá?
Þetta kom frá besta vini hans í hópnum sem horfði á
Lonnie eins og hann væri svikahrappur.
–Hér og þar.
–Á svarta markaðnum?
Lonnie yppti öxlum.
–Hvað um þetta?
Lonnie sneri sér við til að dást að forsögulegri, útskorinni steinskál. Handfangið var grófgerð eftirlíking
af mannshöfði sem vísaði frá skálinni sjálfri, hauskúpan
var þakin þunnu lagi af gulli.
–Þetta eru nýjustu innkaupin mín, sagði Lonnie
hróðugur. –Staðbundin, héðan frá Wyoming. Enginn
veit frá hvaða ættbálki en hún er gömul. Forsöguleg. Ég
borgaði líka fúlgu fyrir hana.
–Var það einhver heimamaður sem seldi þér hana?
Hver?
Lonnie hristi höfuðið. –Nei, nei, ég segi ekki frá því.
Hann lofaði mér samt fleiri gripum. Sagðist ætla dýpra,
hvað sem það þýðir.
Það var eins og það kólnaði snögglega í herberginu,
eins og norðlægur vindur hefði allt í einu blásið yfir snævi
þakinn tind Klettafjalla. Lonnie leit af öðrum mann inum á
hinn. Augnaráð hvorugs þeirra lét nokkuð uppi.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.