Flýtilyklar
Brauðmolar
Alice Sharpe
-
Heim á búgarðinn
Cody Westin hélt um símtólið með vinstri
hendinni um leið og hann settist við skrifborðið.
–Segðu mér nákvæmlega hvar þú fannst
hana, sagði hann og hlustaði á upplýsingarnar
frá einkaspæjaranum.
–Já, ég kem, sagði Cody og beindi dökkum
augum sínum að stóra glugganum sem veitti útsýni yfir fjallstindana í Wyoming. Hann leit á
veggklukkuna. –Ég fer innan klukkustundar.
Ég hitti þig þar. Svo hnyklaði hann brýrnar.
–Smyth? Ekki týna henni.
Hann sleit símtalinu og reis á fætur. Eftir að
hafa staðið kyrr í smástund gekk hann að hliðarborði og hellti sér dálitlu viskíi í glas, skellti því
í sig í einum sopa og lokaði augunum þegar
vökvinn brenndi hálsinn á leiðinni niður.
Adam, bróðir hans, sem vann á búgarðinum
með Cody og föður þeirra, var á Hawaii í gönguferð um óbyggðirnar og ekki hægt að ná í hann í
síma. Það þýddi að Cody yrði að tala við hinn
bróður sinn, Pierce. Símtal einkaspæjarans hefði
ekki getað komið á verri tíma... verið var að undirbúa allt fyrir kýrburð, sem hæfist eftir mánuð.
–Fjölskyldan gengur fyrir, tautaði hann. Það
hentaði illa þegar maður bjó á búgarði. Hjörðin
þurfti líka að ganga fyrir.
Pierce átti helming í fyrirtæki og vann núna
erlendis. Hann gæti tekið sér frí vegna neyðartilfellis ef hann vildi. Það var vandamálið. Vildi
hann það?
Hann varð að gera það. Einhver varð að
stjórna þar sem faðir þeirra gat það ekki. Búgarð urinn rak sig ekki sjálfur.
Blautt trýni snerti höndina á honum svo hann
vissi að Bonnie var komin inn á skrifstofuna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Voðaverk
Eftir að hafa rennt augunum yfir biðsvæðið, gekk Nate Matthews
löngum skrefum lengra inn í flugstöðina í Shatterhorn, Nevada.
Kona sem stóð við afgreiðsluborð brosti kvíðin til hans þegar
hún leit upp frá tölvunni sinni. Líklega var þetta ömurlega febrúarveður að skemma áætlanirnar.
–Ég er dálítið seinn, útskýrði hann. –Ég átti að hitta vini hérna
en sé þá ekki. Geturðu sagt mér hvort þeir séu komnir?
–Í þessu veðri? Varla, sagði hún. –Engar einkaflugvélar hafa
lent síðasta klukkutímann. Við skulum sjá. Hvað heita vinir þínir?
–Jessica og Alex Foster frá Blunt Falls, Montana. Hann flýgur
Cessnu sem hann á sjálfur.
Hún leit á tölvuskjáinn, blaðaði svo í pappírum og fór að tala
við mann sem sat við skrifborð á bak við glervegg. –Herra Foster
sendi inn flugáætlunina sína en það eru engin gögn um að hann
hafi lent. Þú virðist hafa komið á undan honum. Ég myndi þó
varla búast við honum í kvöld. Veðrið versnar hratt, sérstaklega
uppi í háloftunum.
Nate hallaði sé að afgreiðsluborðinu eitt augnablik. Bílferðin
hafði ekki gengið áfallalaust; reyndar hafði hann verið heppinn að
lifa af þegar dekk sprakk og hann lenti næstum í árekstri. Svo
hafði hann komist að því að varadekkið var líka sprungið. Að fá
dráttarbíl, koma bílnum til Vegas og láta gera við dekkið hafði
tekið tíma. Alex og Jessica hefðu átt að lenda áður en stormurinn
kom.
Maðurinn fyrir aftan hann ræskti sig og Nate vék frá afgreiðsluborðinu. Hann fann rólegt horn og hringdi heim til Alex,
til að athuga hvort nokkuð hefði komið upp á. Jessica svaraði.
–Er allt í lagi? spurði hann eftir að hafa kynnt sig.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lífvörður hennar
Hanna sneri sér snöggt við. Þrjár konur og gamall maður fyrir aftan hana í röðinni á litla markaðnum brostu ýmist eða litu út eins og þeim leiddist. Enginn tvísté eða leit undan. –Ungfrú Marks, sagði ungi afgreiðslumaðurinn svo athygli Hönnu beindist aftur að honum. Hann nikkaði að debetkortinu sem hún hélt á. Matvörurnar voru komnar í taupoka og allt tilbúið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Myrkur hugans
Simon Task var á hraðferð út úr bæ, sem hann var þegar búinn að gleyma hvað hét, þegar skær litur á vinstri hönd vakti athygli hans. Hann ók út í vegarkantinn og mölin spýttist undan hjólunum er hann bremsaði. Hann snéri sér við í sætinu og rýndi út um afturgluggann. Þarna var það... bleik og appelsínugul maríubjalla... eins og þessar sem festar eru á bílaloftnet. Hvað var hún að gera þarna í brotajárnshaug?
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.