Alice Sharpe

Talinn af
Talinn af

Talinn af

Published 1. des. 2014
Vörunúmer 308
Höfundur Alice Sharpe
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Þremur mánuðum síðar
Farsíminn hennar Jessicu hringdi þar sem hún sat við skrifborðið og fór yfir stærðfræðipróf. Hún hrökk í kút og kyngdi
kekki á meðan hún tók símann úr vasa jakkans sem hékk á stólnum. Eftir allan þennan tíma ætti símhringing ekki að valda þessum viðbrögðum, en samt var raunin þessi og þannig yrði það eflaust áfram. Að minnsta kosti þar til lík hans fyndist. Eða þar til
hún kæmist að sannleikanum.
Hún svaraði. –Já? Rödd hennar var lág því hún þekkti ekki
númerið sem birst hafði á skjánum og það reyndi alltaf á
taugarnar. Hve oft hafði hún ímyndað sér að fá fréttir um Alex
frá einhverjum ókunnum? Næstum eins oft og hún hafði ímyndað
sér að fá símtal frá honum sjálfum einhvers staðar í annarri
heimsálfu, þar sem hann hafði ákveðið að byrja nýtt líf án hennar.
Það var vandinn þegar eiginmaður manns hvarf. Maður vissi ekki
hvort hann væri dáinn eða lifandi; maður lifði í óvissu og upplausn. Allar fréttir voru betri en engar.
Sá sem hringdi var sölumaður sem vildi vita hvort ekki þyrfti
að fara yfir ástand pípulagna hjá henni. Hún var fljót að losa sig
við náungann. Sannleikurinn var sá að heimilið hennar var líka í
óvissu. Ef ekki væri fyrir Billy Summers og þrautseigju hans
þegar kom að viðhaldinu, léti hún líklega allt grotna niður í
kringum sig.
Og því varð að ljúka. Hún varð að taka sig taki. Kannski var
kominn tími til að hugsa um að selja húsið, kaupa minni íbúð.
Gæti hún það? Ekki enn. En spurningin leitaði á hana... hvað
myndi hún gera ef Alex birtist skyndilega?
Sólin skein inn um háa gluggana og það var of heitt þarna
9
inni. Hún krosslagði handleggina á skrifborðinu og hallaði sér
fram, lokaði augunum. Svefnleysið á næturnar kom henni oft

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is