Amanda Stevens

Lukkupeningurinn
Lukkupeningurinn

Lukkupeningurinn

Published Mars 2023
Vörunúmer 407
Höfundur Amanda Stevens
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Langt inni í helli nálægt Black Creek í Flórída hafði beinagrind karlmannsins NN legið falin í næstum þrjá áratugi. Réttarmannfræðingurinn sem lögreglustjórinn á staðnum hafði hringt í reiknaði með að hinn látni hefði verið tæplega þrítugur þegar hann dó. Hann hafði verið hávaxinn, grannur og rétthentur, með góðar tennur og sterk bein. Og hann hafði verið myrtur á hrottalegan hátt. Sleginn í hnakkann og stunginn í brjóstið oftar en einu sinni. Óhóflegt, hugsaði Eve Jareau og gretti sig í huganum þar sem hún stóð og virti fyrir sér beinagrindina, sem hafði verið lögð gætilega á bakið á stálborðið. Hún fékk gæsahúð og það kom henni á óvart. Hún var ekki ókunnug dauðanum. Á þeim sex árum sem hún hafði starfað hjá lögreglunni í Black Creek hafði hún séð fólk sem hafði beðið bana í skotárásum, umferðarslysum eða af náttúrulegum orsökum. Hún skildi ekki af hverju þessar óþekktu líkamsleifar höfðu svona mikil áhrif á hana. Ef til vill var það umhverfið. Byggingin sem hýsti réttarmannfræðistofuna var gömul og það brakaði í henni hér og þar. Þrátt fyrir ljósin í loftinu virtist sífelldur skuggi hvíla yfir borðunum með veðruðu beinunum og hillunum með munum til mannfræðirannsókna. Ekki bætti rigningin, sem buldi á gluggunum, úr skák. Hrollur fór um Eve og hún leit á yfirmann sinn, lögreglustjórann Nash Bowden, sem stóð hinum megin við borðið. Hann leit ekki upp, hvort sem hann varð var við augnaráð hennar eða ekki.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is