Flýtilyklar
Brauðmolar
Amanda Stevens
-
Launbrögð
Avery Bolt dró útidyrnar að stöfum á eftir sér og smeygði sér inn í skuggana til þess að geta svipast um í holi neðri
hæðarinnar í gamla húsinu. Hún varð að fara afar gætilega. Eitt feilspor gæti reynst banvænt ef húseigandinn
var vopnaður.
Góða stund stóð hún hreyfingarlaus í myrkrinu og lagði við hlustirnar. Dauðaþögn var í húsinu að undanskildu
suðinu í lofkælingarkerfinu og taktföstu tifi í gamalli afaklukku einhversstaðar skammt í burtu. Ekkert sem benti
til annars en að íbúi hússins væri steinsofandi. Að lokum áræddi Avery að lýsa með litla pennaljósinu út í myrkrið
og lét augun reika yfir víðáttumikið holið. Húsgögnin litu öll sem eitt út fyrir að vera rándýrir forngripir. Öryggis-
kerfi var hvergi sýnilegt. Það var vissulega heppilegt fyrir hana en þó fremur undarlegt í þessu hverfi sem varð að
teljast í fínni kantinum á mælikvarða bæjarins.
Tunglskinið flóði í gegnum glerið í frönsku dyrunum þar sem hún hafði komið inn. Það stirndi á marmarann
í arninum í geislum þess.
Avery læddist á tánum yfir gljáfægt viðargólfið að tvöföldum dyrum sem reyndust liggja inn í minni gestastofu.
Gluggatjöldin voru dregin fyrir gluggana og því kolsvarta myrkur þar inni. Avery staðnæmdist í dyragættinni þegar
geisli vasaljóssins hafnaði á tveimur glitrandi augum.
Hún hrökk við en áttaði sig síðan á að þarna voru tugir postulínsbrúða sem störðu blindandi út í myrkrið að baki
glerinu í ævagömlum glerskáp. Skósíðu blúndukjólarnir og máluðu andlitin löðuðu hana nær og AveryEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lukkupeningurinn
Langt inni í helli nálægt Black Creek í Flórída hafði beinagrind karlmannsins NN legið falin í næstum þrjá áratugi. Réttarmannfræðingurinn sem lögreglustjórinn á staðnum hafði hringt í reiknaði með að hinn látni hefði verið tæplega þrítugur þegar hann dó. Hann hafði verið hávaxinn, grannur og rétthentur, með góðar tennur og sterk bein. Og hann hafði verið myrtur á hrottalegan hátt. Sleginn í hnakkann og stunginn í brjóstið oftar en einu sinni. Óhóflegt, hugsaði Eve Jareau og gretti sig í huganum þar sem hún stóð og virti fyrir sér beinagrindina, sem hafði verið lögð gætilega á bakið á stálborðið. Hún fékk gæsahúð og það kom henni á óvart. Hún var ekki ókunnug dauðanum. Á þeim sex árum sem hún hafði starfað hjá lögreglunni í Black Creek hafði hún séð fólk sem hafði beðið bana í skotárásum, umferðarslysum eða af náttúrulegum orsökum. Hún skildi ekki af hverju þessar óþekktu líkamsleifar höfðu svona mikil áhrif á hana. Ef til vill var það umhverfið. Byggingin sem hýsti réttarmannfræðistofuna var gömul og það brakaði í henni hér og þar. Þrátt fyrir ljósin í loftinu virtist sífelldur skuggi hvíla yfir borðunum með veðruðu beinunum og hillunum með munum til mannfræðirannsókna. Ekki bætti rigningin, sem buldi á gluggunum, úr skák. Hrollur fór um Eve og hún leit á yfirmann sinn, lögreglustjórann Nash Bowden, sem stóð hinum megin við borðið. Hann leit ekki upp, hvort sem hann varð var við augnaráð hennar eða ekki.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Grimmdarverk
Bæði upplitaði, blái bíllinn og eigandi hans, hin holdgranna og hörkulega Reggie Lamb, voru farin að láta á sjá. Hún pírði augun og leit yfir hóp komufarþeganna á Tallahassee alþjóðaflugvellinum. Sólin og lífið höfðu markað djúp för í húð hennar og ljósu krullurnar voru orðnar gráar. Hún var bara 49 ára en leit út fyrir að vera minnst áratug eldri. Eða svo fannst Theu Lamb sem fylgdist með henni úr hópnum. Svo skammaðist hún sín fyrir dómhörkuna. Hún hafði ekki lagt ferðina á sig til að veltu sér upp úr göllum móður sinnar heldur af því nú hafði annað barn horfið í bænum Black Creek í Flórída og Thea hafði flogið frá Washington DC til að hjálpa við leitina. Black Creek. Heiti heimabæjar hennar passaði ágætlega inn í þungbúið landslagið við landamæri Flórída og Georgíu. Svæðið var það syðsta í Sólskinsríkinu en Thea hefði frekar kallað það myrkt en sólríkt. Stór svæði skógarþykknis breiddu úr sér ofan á neðanjarðarneti hella og uppspretta. Þetta var staður sem þaggaði niður óp og faldi bein að eilífu. Lykt af mosa og eðju, þefurinn úr martröðum hennar, sótti á Theu svo hún dró andann djúpt og kæfði hann með flugvélaútblæstrinum. Fyrra barnið sem hvarf, fyrir 28 árum, hafði verið Maya, tvíburasystir hennar. Henni hafði verið rænt úr herberginu sem þær sváfu báðar í. Minningarnar um þá nótt sóttu að henni og hún þurfti að minna sjálfa sig á að hún væri fullorðin
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Undir smásjá
Ellý Brannon annaðist útvarpsþátt sem tók við símtölum frá hlustendum í beinni útsendingu. Síðustu þrjú kvöld hafði hún fengið óljós og óskýr símtöl frá nafnlausum hlustanda. Sambandið var mjög lélegt svo hún heyrði varla rödd hans, hvað þá það sem hann hafði að segja. En það var eitthvað ógnvekjandi við tímasetningu þessara símtala og undirtóninn sem skynja mátti með öllum hljóðtruflununum. Ellý sat í öruggu skjóli hljóðstofunnar sem var fullkomlega hljóðeinangruð. Yfirleitt naut hún þess að hlusta á óvenjulegar og skringilegar frásagnir hlustenda sinna. Umræðuefnin voru alls konar. Allt frá yfirnáttúrulegum viðburðum til alls kyns samsæra í stjórnmálum. En ólíkt flestu öðru útvarpsfólki sem stjórnaði spjallþáttum þá neitað Ellý að notast við útsendingarstjóra jafnvel þótt að þættinum hennar, Miðnætti við Echo Lake, væri nú útvarpað á sextíu útvarpsstöðvum vítt og breitt um landið. Ellý hagræddi hljóðnemanum, leit á klukkuna á veggnum og þrýsti svo á hnapp og heilsaði næsta hlustanda. Enn á ný mátti heyra truflanir. –Gott kvöld, þú ert í beinni hjá Ellý Brannon. Skyndilega hurfu truflanirnar og þá mátti greinilega heyra kvenmannsrödd hvísla. –Hann er að koma… Ellý reyndi að láta þetta ekki raska ró sinni. –Það eru svo miklar truflanir á línunni. Getur þú fært þig fjær útvarpstækinu? Röddin dó smám saman út og aftur heyrðist ekkert nema truflanir. Ellý reyndi að stilla tækin og útiloka truflanirnar. –Ertu þarna ennþá? Ekkert. Aðeins dauðaþögn. Hendur Ellýjar nötruðu og hún vissi ekki almennilega hvers
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Græðgi
Nikki Dresden var fegin að hafa ekki bara tekið með sér töskuna sína, heldur einnig vöðlurnar. Líkið flaut á maganum skammt frá bakkanum. Hún reyndi að hugsa sem minnst um krókódílana og snákana sem leyndust inni á milli dúnhamranna sem uxu upp úr grunnu vatninu.
Rotnunarþefur barst að vitum hennar er hún óð út í vatnið og hún þakkaði sínum sæla fyrir að vera með tösku í bílnum sem innihélt föt til skiptanna og strigaskó. Hún var ekki feimin við að afklæðast. Samfestingurinn, sem hún var í þessa stundina, yrði settur í sorpsekk og síðan í loftþéttar umbúðir áður en hann yrði annaðhvort fluttur í þvottahúsið á rannsóknarstofunni eða settur í öflugu þvottavélina hennar á pallinum. Nikki hafði snemma lært í starfi sínu sem réttarmeinafræðingur og líkskoðari Nancesýslu að ef þefur dauðans komst inn í ökutæki var hann þar dögum og jafnvel vikum saman. Nú gerði hún varúðarráðstafanir varðandi alla þætti vinnu sinnar.
Þess vegna hafði hún einmitt varið nokkrum mínútum í að skrifa hjá sér athugasemdir og teikna umhverfið þegar hún kom á staðinn, áður en hún klæddi sig í vinnufötin. Blæbrigði skiptu máli og ekki á minnið treystandi. Jafnvel ljósmyndir gátu gefið villandi hugmynd.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sporlaust
Það var tunglmyrkvi yfir furuskógunum í austanverðu Texasríki kvöldið sem hvarfið átti sér stað. Gamla fólkið kallaði hann fyrirboða. Tom Brannon hafði litið á hann sem einskæra óheppni.
Hann hafði gleymt vasaljósinu sínu þegar hann þaut út úr húsinu og þrammaði meðfram stöðuvatninu í daufu skini
blóðmánans, í veikri von um að þegar hann kæmi heim væru telpurnar heilar á húfi í svefnherbergi systur hans.
Fimmtán ár voru liðin frá þessu afdrifaríka kvöldi, en enn fór hrollur um Tom þegar máninn roðnaði og furuilmur barst
með golunni af vatninu.
Hann stóð fyrir utan skrifstofur lögreglustjóraembættisins og horfði til himins. Hann ætti að gleyma tunglinu og fara aftur að vinna. Mörg knýjandi verkefni biðu hans, til að mynda niðurskurður og aukin glæpatíðni, auk kvartananna sem virtust margfaldast með degi hverjum.
Lögreglustjórar í dreifbýlinu höfðu nóg að gera.
Honum varð hugsað til Ellie, systur sinnar, aleinnar á Bergmálsvatni. Marga kílómetra frá bænum. Marga kílómetra
frá næstu mannabyggð. Einu sinni hafði hann spurt hana hvort hún yrði aldrei einmana, en hún hafði hnussað og sagt að einangrunin héldi sér heilli á geði. Þar að auki væri aðeins tuttugu mínútna akstur í bæinn, þar sem hún fengi allan þann félagsskap sem hún vildi.
Hún virtist vera sátt við lífið þessa dagana, en Tom velti því fyrir sér hvort hún fengi enn martraðir. Hvort hún lægi undirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Morðingi bíður færis
Stóra húsið við Tradd stræti hafði ekki breyst mikið frá því Arden Mayfair flutti að heiman fjórtán árum áður. Fallega
píanóið safnaði enn ryki í öðrum enda stofunnar og á marmarahillunni yfir arninum héldu löngu liðnir forfeður sinn hefðbundna vörð. Síðdegissólarinnar varð tæplega vart í gegnum þykka viðarhlerana sem voru fyrir öllum gluggum. Bergmálið af fótataki Arden fylgdi henni í gegnum tvöföldu dyrnar inn í stofuna. Erfiðar minningar leituðu á huga hennar þegar hún horfði út yfir garðinn og hún var því fljót að snúa sér í hina áttina. Út í garðinn treysti hún sér ekki til að fara strax. Hún gæti reyndar sleppt því alfarið með því að fara aftur á morgun.
Veggir hússins voru þegar farnir að þrengja óþægilega mikið að henni. Arden dró djúpt andann og horfðist í augu við forfeður sína á veggjunum. Hún hafði aldrei óttast þá látnu. Það voru eftirlifandi ættingjar sem ásóttu hana í draumum hennar.
Þetta glæsilega hús með öllum bogunum og veröndunum hafði áður verið stolt ömmu hennar og gleði. Þegar Arden hugsaði til baka til bernskuáranna... áður en morðið var framið... stóðu garðsamkvæmi, veglegar veislur og fjölmenn samkvæmi upp úr í minningunum. Einnig notalegar morgunstundir í leikherberginu og síðdegisstundir við sundlaugina. Þegar rigndi hafði móðir hennar stundum skipulagt veiðiferðir og feluleiki fyrir gestina. Einhverju sinni hafði Arden tekist að fela sig svo vel að hún fannst ekki fyrr en seint og um síðir og var þá steinsofandi. Eftir uppgerðarskammir móður sinnar mundi húnEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ótvíræðar sannanir
Regnið buldi á regnhlífinni og Catherine March varð því ekki vör við fótatak fyrir aftan sig en var þó sífellt að líta um öxl.
Ekkert óvenjulegt að sjá í þetta skiptið heldur. Hún var sannfærð um að henni var veitt eftirför. Hún greikkaði ósjálfrátt sporið eftir gangstéttinni sem var hættulega hál í rigningunni. Nei, hún mátti ekki láta þessa vitleysu ná tökum á sér. Hver í ósköpunum ætti að veita henni eftirför? Hún lifði kyrrlátu og látlausu lífi og varði flestum stundum í rannsóknastofunni eða einhverri kennslustofu háskólans. Fjölmargar löggæslustofnanir í Charleston og nágrenni í suðurhluta Karólínufylkis leituðu reglulega ráða hjá henni. Að hún væri byssuglöð og heilluð af rannsóknum skelfilegra morðmála var tilbúningur fjölmiðla frá upphafi til enda.
Catherine rannsakaði hvorki glæpi né eltist við afbrotamenn.
Starf hennar fólst í því að rannsaka, greina og upplýsa um orsakir dauða fórnarlamba slíkra manna. Flest þeirra mála sem hún tók að sér að rannsaka voru óleyst morðmál og starf hennar snerist um rannsóknir á beinagrindum sem tíminn, rándýr, veður og vindar höfðu séð um að hreinsa allt hold af.
Verkefni hennar þessar vikurnar var að gera tillögur að útliti fjórtán einstaklinga en beinagrindur þeirra höfðu fundist á
landareign í útjaðri Charleston. Fyrrum eigandi húsnæðisins, Delmar Gainey, hafði varið síðustu fimm árum lífsins á hjúkrunarheimili og síðustu tvo áratugina fyrir þann tíma hafði hann verið bundinn við hjólastól. Áður en hann lenti í slysi sem olli því að hann lamaðist fyrir neðan mitti hafði hann hinsvegar myrt þessar fjórtán konur og steypt lík þeirra inn í veggi hússins eða grafið þau í garðinum.
Líkamsleyfar fórnarlamba hans hefðu að öllum líkindum leynst þarna um alla framtíð ef ekki hefði verið fyrir nýjanEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gæpahneigð
Rannsókna lögreglukonan Adaline Kinsella smeygði sér undir lögregluborðann og ýtti upp útidyrahurð niðurnídda hússins sem opnaðist með háværu ískri. Hrollur hríslaðist niður eftir baki hennar þegar undarleg tilfinning endurlits greip hana Hún mundi ekki eftir að hafa komið hingað en það var eitthvað sem hreyfði við minni hennar.
Þetta er nú meiri vitleysan, sagði Addie við sjálfa sig. Hún var bara þreytt. Fimm daga gönguferð, sund og kajakróður í
öllum útgáfum af veðurfari höfðu tekið sinn toll og eiginlega hafði verið kominn tími á að taka sér frí í fríinu. Í tæpa viku hafði hún einangrað sig í kofa frænku sinnar og frænda við stöðuvatnið, símasambandslaus og án nets. Dagarnir höfðu runnið saman í eitt og fyrstu dagana hafði henni fundist hún hafa himinn höndum tekið þarna í fjöllunum. Á fimmtudeginum hafði eirðarleysi hinsvegar byrjað að gera vart við sig og á föstudag hafði hún vaknað eldsnemma, hlaðið farangrinum í bílinn og haldið til baka til Charleston. Þangað kom hún um hádegisbilið og þá mættu henni æpandi fyrirsagnir fjölmiðla og iðandi annríki á lögreglustöðinni vegna skelfilegs fundar.
Sá fundur hafði leitt hana hingað í þetta ævaforna hús. Fyrrum eigandi þess, einsetumaður að nafni Delmar Gainey, hafði látist á hjúkrunarheimili fimm árum áður og húsið síðan staðið autt þar til það var keypt á uppboði fyrir skömmu. Starfsmenn sem séð höfðu um að sýna húsið áhugasömum kaupendumEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ástaræði
Óvenjulegt orðbragð hennar í réttarsal hafði ekki einungis stefnt fyrirfram unnu máli í tvísýnu heldur fimm ára saksóknaraferli hennar líka. Dómarinn hafði hótað að dæma hana fyrir lítilsvirðingu við réttinn og yfirmaður hennar hótað að víkja henni frá störfum um tíma ef hún léti ekki lítið fyrir sér fara í nokkra daga.
–Þú ert þreytt, hafði hann sagt og það hafði vottað fyrir samúð í röddinni. –Álagið á þessari skrifstofu sligar okkur fyrr eða síðar og þú gerir sjálfri þér engan greiða með því að vinna myrkranna á milli. Hvað er langt síðan þú hefur tekið þér frídag, hvað þá almennilegt leyfi?
Farðu nú burt áður en ég neyðist til að grípa til róttækra aðgerða.
Ava hafði drattast heim. Hún hafði ætlað að drekka og bölva það sem eftir var dags. En móðir hennar hafði alltaf sagt að iðjuleysi væri versti óvinur hennar, jafnvel verri en ýkt viðbrögð, hneykslun og sjálfseyðilegging.
Ava vissi að það myndi ekki stoða neitt að liggja í sjálfsvorkunn heima hjá sér í heila viku. Þess vegna hafði hún rótað í ruslinu uns hún fann boðskortið og svarað því á síðasta augnabliki. Loks hafði hún pakkað ofan í tösku og farið á flugvöllinn þennan sama dag áður en hún fengi tóm til að skipta um skoðun.
Maðurinn með spjaldið brosti og tók upp töskuna hennar. –Er þetta allt og sumt? Bara ein taska?
–Já. Ég heiti Ava.
–Noah Pickett.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.