Amanda Stevens

Sporlaust
Sporlaust

Sporlaust

Published Júní 2021
Vörunúmer 386
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það var tunglmyrkvi yfir furuskógunum í austanverðu Texasríki kvöldið sem hvarfið átti sér stað. Gamla fólkið kallaði hann fyrirboða. Tom Brannon hafði litið á hann sem einskæra óheppni.
Hann hafði gleymt vasaljósinu sínu þegar hann þaut út úr húsinu og þrammaði meðfram stöðuvatninu í daufu skini
blóðmánans, í veikri von um að þegar hann kæmi heim væru telpurnar heilar á húfi í svefnherbergi systur hans.
Fimmtán ár voru liðin frá þessu afdrifaríka kvöldi, en enn fór hrollur um Tom þegar máninn roðnaði og furuilmur barst
með golunni af vatninu.
Hann stóð fyrir utan skrifstofur lögreglustjóraembættisins og horfði til himins. Hann ætti að gleyma tunglinu og fara aftur að vinna. Mörg knýjandi verkefni biðu hans, til að mynda niðurskurður og aukin glæpatíðni, auk kvartananna sem virtust margfaldast með degi hverjum.
Lögreglustjórar í dreifbýlinu höfðu nóg að gera.
Honum varð hugsað til Ellie, systur sinnar, aleinnar á Bergmálsvatni. Marga kílómetra frá bænum. Marga kílómetra
frá næstu mannabyggð. Einu sinni hafði hann spurt hana hvort hún yrði aldrei einmana, en hún hafði hnussað og sagt að einangrunin héldi sér heilli á geði. Þar að auki væri aðeins tuttugu mínútna akstur í bæinn, þar sem hún fengi allan þann félagsskap sem hún vildi.
Hún virtist vera sátt við lífið þessa dagana, en Tom velti því fyrir sér hvort hún fengi enn martraðir. Hvort hún lægi undir

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is