Flýtilyklar
Amy Ruttan
Endurfundir læknanna
Lýsing
–Þú þarft ekki að gera þetta.
–Ég verð. Það var planið. Pearl hélt áfram að pakka niður í töskurnar sínar, barðist við tárin sem sviðu í augun. Hún ætlaði ekki að gráta fyrir framan hann.
–Af hverju? spurði Calum, ringlaður.
–Við vorum sammála um að gifta okkur vegna barnsins. Barnið er farið, ég ætla því að halda áfram með mínar áætlanir. Ég ætla að þiggja starfið sem mér var boðið. Hún vonaði að röddin skylfi ekki á meðan hún pakkaði niður.
Calum hafði alltaf sagt að þau myndu giftast vegna barnsins.
Eftir að þau hefðu lokið kandidatstímanum sínum, um það leyti sem Pearl varð ófrísk, hafði honum boðist starf hérna í San Francisco. Pearl hafði boðist starf í New York. Hún hafði upprunalega hafnað því vegna þess að hún var ófrísk, en núna var það til umræðu.
Hún hafði alltaf verið efins um hjónaband. Hann þekkti foreldra hennar, hafði hitt móður hennar, svo hann skildi af hverju hún vildi ekki giftast. Eða skildi í það minnsta af hverju það var enginn tilgangur með því núna þegar barnið var farið.
Þegar Pearl varð ófrísk hafði hún verið hrædd. Hjónaband hafði virst eins og öryggisnet. Það hafði virst hið rétta að gera á þeim tíma.
Hún elskaði Calum, en þegar þau hófu samband sitt fyrir rúmu ári höfðu þau bæði gert það ljóst frá upphafi að starfsframi þeirra væri í fyrsta sæti.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók