Flýtilyklar
Brauðmolar
Amy Ruttan
-
Milljarðamæringurinn
Fjandi kalt. Doktor Henry Blake gretti sig yfir fyrstu snjókornunum sem svifu um í loftinu. Hann hataði kuldann. Hann hataði ferska loftið, skógana og vindkælinguna og hann gretti sig yfir skýjuðum himninum, vonaði að hann gæti brætt hvert einasta fjandans snjókorn sem féll til jarðar. Af hverju er ég aftur hérna? Og þá mundi hann greinilega af hverju hann var kominn aftur til Colorado í bitrum febrúarkuldanum. Hann mundi af hverju hann hafði verið dreginn í burtu frá sínu hlýja, fallega heimili við ströndina í Los Angeles... til að takast á við vandamál að beiðni föður síns. Hann hafði fæðst í Aspen, Colorado. Það var þar sem faðir hans var fylkisstjóri og sat í stjórnum margra sjúkrahúsa í fylkinu. Þrátt fyrir að þetta væri fæðingarstaður Henry eyddi fjölskylda hans ekki miklum tíma hérna. Foreldrar hans voru efnað heldra fólk og kom bara til Aspen þegar snjórinn var ferskur svo þau gætu umgengist ríka og fræga fólkið. Foreldrar hans kusu frekar Denver, DC eða New York. Hvar sem hinir valdamiklu vinir þeirra héldu til voru foreldrar hans ekki langt undan. Þar sem hann hafði alltaf verið skilinn eftir einn. Aleinn í stóru húsi í Denver. Aleinn í heimavistarskóla á jólunum. Aleinn og hræddur.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Endurfundir læknanna
–Þú þarft ekki að gera þetta.
–Ég verð. Það var planið. Pearl hélt áfram að pakka niður í töskurnar sínar, barðist við tárin sem sviðu í augun. Hún ætlaði ekki að gráta fyrir framan hann.
–Af hverju? spurði Calum, ringlaður.
–Við vorum sammála um að gifta okkur vegna barnsins. Barnið er farið, ég ætla því að halda áfram með mínar áætlanir. Ég ætla að þiggja starfið sem mér var boðið. Hún vonaði að röddin skylfi ekki á meðan hún pakkaði niður.
Calum hafði alltaf sagt að þau myndu giftast vegna barnsins.
Eftir að þau hefðu lokið kandidatstímanum sínum, um það leyti sem Pearl varð ófrísk, hafði honum boðist starf hérna í San Francisco. Pearl hafði boðist starf í New York. Hún hafði upprunalega hafnað því vegna þess að hún var ófrísk, en núna var það til umræðu.
Hún hafði alltaf verið efins um hjónaband. Hann þekkti foreldra hennar, hafði hitt móður hennar, svo hann skildi af hverju hún vildi ekki giftast. Eða skildi í það minnsta af hverju það var enginn tilgangur með því núna þegar barnið var farið.
Þegar Pearl varð ófrísk hafði hún verið hrædd. Hjónaband hafði virst eins og öryggisnet. Það hafði virst hið rétta að gera á þeim tíma.Hún elskaði Calum, en þegar þau hófu samband sitt fyrir rúmu ári höfðu þau bæði gert það ljóst frá upphafi að starfsframi þeirra væri í fyrsta sæti.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Neistaflug í Vegas
Las Vegas, Nevada.
Hún var ekki alveg klár á því hvernig hún kom sér hingað.
–Og tekur þú, Emily West, læknir, Ryan Gary, lækni, sem löggildan eiginmann þinn?
–Jább! sagði hún hátt og skýrt, og hún pírði augun til að sjá betur Elvis eftirhermuna sem stóð fyrir framan hana. Hún skildi
ekki af hverju hann var svona hallandi.
Þetta er það vitlausasta sem ég hef á ævinni gert.
Að minnsta kosti hélt hún það, en Emily var ekki alveg með skýra hugsun eins og staðan var. Hún leit á manninn sem stóð
við hliðina á henni skælbrosandi.
Hún vissi ekki hvernig hún endaði í giftingarkapellu með vinsælasta, kynþokkafyllsta, mest heillandi taugalækninum í heiminum, en það var allt í lagi. Yfirleitt, þá átti hún í vandræðum með kvíða í flestum samskiptum sínum. Það hafði verið erfitt að mæta á fyrirlesturinn hans um samvaxna tvíbura og tala síðan við hann eftir fyrirlesturinn til að segja honum hvað henni fannst mikið til hans koma.
Eftir að sambandið endaði á milli þeirra Robert, annar skurðlæknir, vegna öfundar í starfi, átti hún alls ekki von á því að
Ryan byði henni í drykk. Hún sagði við sjálfa sig að hún ætti ekki að gera þetta, en taldi að einn drykkur með samstarfsmanni væri ekki það versta í stöðunni.
Það voru næstu fimm drykkir sem voru slæm ákvörðun, en því lengur sem þau spjölluðu saman, því rólegri varð hún.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Norðurljós
Hún vildi hvorki sjá hann né hugsa um hann.
Hún hefði átt að fara fyrir löngu, en vildi ekki láta hamingju Thomasar flæma sig úr vinnunni. Sannleikurinn var hins vegar sá að ef hún færi ekki burt myndi hann alltaf halda henni í einhvers konar heljargreipum.
Thomas hafði verið leiðbeinandi hennar þegar hún var aðstoðarlæknir. Hann hafði verið til staðar þegar pabbi hennar dó. Hann hafði kennt henni allt sem hún kunni. Og hún hafði haldið að hann elskaði hana.
Svo hafði hún komist að því að hann var í tygjum við aðra konu. Betty hafði slitið sambandinu, en Thomas áfram verið yfirmaður hennar, líka á skurðstofunni. Hún hafði verið föst í vítahring. Hjartað í henni var kramið, pabbi hennar farinn yfir móðuna miklu og hún illa haldin af efasemdum um sjálfa sig.
Thomas hafði notfært sér hana.
Hún var bjálfi.
Nú leit hún í kringum sig á flugvellinum og velti því fyrir sér hvort hún hefði verið asni að segja upp stöðu sinni hjá einum virtasta spítala á austurströnd Bandaríkjanna og halda til Reykjavíkur.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Tvö hjörtu
–Hann er fífl. Mér líkar ekki við hann. Ég ætla sko aldrei að vinna með honum, hvað þá giftast honum!
Það sem Iolana sagði ekki var Andrew Tremblay læknir er kannski asni, en hann er ótrúlega kynþokkafullur og það eina sem mig langar er að stökkva á hann og kyssa hann eða kyrkja hann.
Litli bróðir hennar þurfti samt ekki að heyra þann hluta.
Enginn þurfti reyndar að heyra það.
Þá myndi mannorð hennar skaddast. Mannorðið sem hún hafði haft mikið fyrir að byggja upp eftir að David skildi við hana í sárum fyrir tveimur árum. Hún þurfti að hafa óflekkað mannorð. Það var nógu slæmt að hún var dóttir yfirskurðlæknisins.
Það þýddi að hún varð að leggja mun meira á sig til að sanna sig.
Hún fékk enga frípassa.
–Svona nú, Lana. Hann er besti íþróttalæknirinn og sá sem veit mest um brimbretti. Hann ætlar að koma mér í meistaradeildina eftir tvo mánuði. Ég þarf á honum að halda.
–Ekki að ræða það, Keaka. Ekki að ræða það.
Iolana brosti með sjálfri sér þegar hún notaði havaíska nafn Jack því hún vissi að það fór í taugarnar á honum. Þó að hann notaði það þegar hann var að keppa á brimbretti.
Jack hleypti brúnum, krosslagði handleggina og starði á hana.
–Það þýðir ekkert að nota dauðastöruna á mig, Keaka. Ég fann hana upp.
Iolana gekk framhjá honum. Hún hafði sjálf kennt honum dauðastöruna. Hún hafði nánast ein séð um að ala Jack upp eftir að móðir þeirra fór.
–Pabbi sækir um græna kortið fyrir hann sem vinnuveitandi hans.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stjörnulæknirinn
Þú getur þetta.
Hún endurtók þetta í sífellu. Hún var ekki vön að tala við sjálfa sig á almannafæri en henni leið betur við það eitt að segja þetta upphátt.Já, einmitt.
Nú, þar sem hún stóð fyrir framan stórfenglegan innganginn að Cumberland Mills Memorial spítalanum var samt eins og allt loft færi úr henni. Þetta var spítalinn þar sem hún hafði hafið sinn feril sem læknir, áður en hún fékk virta stöðu í München fyrir sjö árum.
Ekkert hafði breyst. Hún lokaði augunum og andaði að sér sætum blómailmi mangólíutrjánna. Anganin fékk hana til að hugsa til sumranna þar sem hún hljóp berfætt í grasinu og föður síns sem sat í rólusætinu á veröndinni og spilaði á gítar á meðan hún lék sér.
Skörðótt minning um mann, sem hafði yfirgefið hana og móður hennar fyrir löngu, var tengd við þessa angan.
Hún andvarpaði og hristi þessa hugsun af sér. Það var ekkert pláss fyrir svona hugsanir í dag. Ekkert pláss fyrir minningar.
Það var samt erfitt. Hvar sem hún fór í Nashville var hún minnt á drauga fortíðarinnar. Á þær ákvarðanir sem hún hafði tekið og þá sem hún hafði skilið eftir í sárum. Af hverju hún hafði lofað sjálfri sér að snúa ekki til baka.
En hér var hún. Aftur á byrjunarreit.
Þú ert hér vegna mömmu. Þú ert ekki að byrja upp á nýtt.
Nú þegar hún var komin aftur til staðarins þar sem hún ólst upp fannst henni það samt vera eins og annað tækifæri. Eins og karmað væri að segja henni að hún hafi tekið rangar ákvarðanir og hefði ákveðið að láta hana byrja allt að nýju.
Hún varð að minna sjálfa sig á að allt var breytt. Hún var breytt.
Hún var sterkari. Þegar hún hafði byrjað þarna hafði hún verið svo óörugg með sjálfa sig að hún hafði sett upp grímu og varnarmúraEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Birtir af degi
Aðeins eitt námskeið eftir.
Tveir mánuðir til viðbótar. Það var allt og sumt.
Samantha Doxtator dró djúpt andann og leit á verkefnaskrána. Hún þurfti bara að leiðbeina einum bráðatækni í þjálfun
og þá gæti hún hætt þjálfarastarfinu hjá Health Airog farið í
flugþjálfunina þeirra í Thunder Bay.
Thunder Bay var draumurinn hennar. Hún hafði keypt hús
þar. Henni hafði loks tekist að veita syni sínum það líf sem
hann átti skilið og það besta af öllu var að hún myndi vinna við
að fljúga og bjarga mannslífum.
Hún gekk til verkefnastjórans, Lizzie Bathurst, sem var að
dreifa skýrslum um verðandi bráðatækna til leiðbeinandanna.
–Góðan daginn, Lizzie.
Lizzie svaraði ekki en það var ekkert óvanalegt.
–Hverjum á ég svo að leiðbeina í þessum síðastatíma mínum?
Samantha klappaði, spennt, saman höndunum.
Hún var tilbúin að flytja til Thunder Bay. Meirihluti fjölskyldu hennar hafði flutt þangað þegar faðir hennar lést. Þar
gæti Adam sonur hennar alist upp með frænkum og frændum.
Hann myndi hafa garð til að leika sér í, í stað þess að leika sér
á palli fyrir utan íbúð á fyrstu hæð.
Adam gæti hlaupið og leikið sér úti eins og hún hafði gert
þegar hún var barn að alast upp í sveitinni.
Adam hafði kannski ekki föður sinn lengur en hann myndVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óvænt þungun
–Sjáðu þennan!
–Hvern? spurði Ingrid og leit yfir myrkvaðan barinn þar sem
hún og bestu vinkonur hennar á sjúkrahúsinu voru að fagna
stöðu hækkun hennar.
–Þennan. Við endann, sagði Philomena og flautaði til áhersluauka. –Ég er viss um að hann gæti látið mig mala í alla nótt.
Ingrid sneri sér í sætinu til að sjá á hvern vinkona hennar
benti. Þegar hún sá karlmanninn sem hafði breytt krabbameinslækninum virta, dr. Philomenu Reminsky í kött, svelgdist henni
næstum á drykknum sínum.
Maðurinn var hár, stæltur og í hermannafötum, sat við enda
barsins og virtist hafa allar konur staðarins á eftir sér. Hann var
snoðaður en hún sá á augabrúnunum að hann var dökkhærður.
Líklega væri hann enn glæsilegri með síðara hár. Engu að síður
fór honum það vel að vera snoðaður.
Maðurinn virtist vera fáskiptur.
Það var eitthvað sem sagði umheiminum að abbast ekki upp á
hann, samt virtist það laða kvenfólk að.
Það voru nokkrir aðrir hermenn á barnum en hann var einn,
horfði á sjónvarpið í horninu og virtist ekki taka eftir neinu í
kringum sig.
Tók ekki eftir neinu eða var sama.
Ingrid elskaði háa, dökka og fámála menn.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Frost og funi
–Við höfum fullkomnar aðstæður hér á Bayview Grace og á
meðal starfsfólks okkar eru sumir af bestu skurðlæknum landsins. Dr. Virginia Potter gnísti tönnum en brosti svo sínu besta
brosi til stjórnarinnar og fjárfestanna.
Hún þoldi ekki þennan hluta starfsins en sem yfirmaður
skurðdeildarinnar neyddist hún til að sinna því. Hún vildi frekar
skíta sig út, vinna með hinum neyðarlæknunum, en hún var vön
smjaðrinu. Að vinna fyrir styrkjum og vera á listum ótal skólastjóra hafði kennt henni að sannfæra fólk. Þannig hafði hún
komist í gegnum skólann. Barnæska hennar hafði vissulega ekki
búið hana undir það.
Virginia saknaði þess samt að bjarga mannslífum. Hún fékk
enn tíma á skurðstofunni en alls ekki eins mikinn og hún vildi.
Þetta er það sem þú vildir, sagði hún við sjálfa sig. Það var
frami eða fjölskylda. Enginn millivegur. Faðir hennar hafði
sannað það fyrir henni. Hann hafði eytt meiri tíma með fjölskyldunni í stað þess að rísa upp í starfi. Vegna þess, og af því
að hann hafði lent í slysi, hafði honum strax verið sagt upp
þegar verksmiðjan færði sig suður á bóginn. Virginia hafði lært
á því. Til að ná árangri, gat maður ekki átt bæði.
Það voru gildin sem faðir hennar hafði kennt henni. Að reyna
alltaf það besta, að teygja sig til toppsins. Það var fórn sem maður
þurfti að færa. Það var staðan sem hún vildi.
Að gera ekki sömu mistök í lífinu og hann hafði gert. Tryggja
þak yfir höfuðið og mat á borðið. Það var það sem henni hafði
verið kennt að væri merki árangurs.
Aðrir eiga bæði.Hún ýtti þeirri hugsun frá sér. Nei. Hún vildi
ekki fjölskyldu. Hún gat ekki misst fleiri. Hún ætlaði ekki aðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.