Amy Ruttan

Stjörnulæknirinn
Stjörnulæknirinn

Stjörnulæknirinn

Published Nóvember 2017
Vörunúmer 356
Höfundur Amy Ruttan
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þú getur þetta.
Hún endurtók þetta í sífellu. Hún var ekki vön að tala við sjálfa sig á almannafæri en henni leið betur við það eitt að segja þetta upphátt.

Já, einmitt.
Nú, þar sem hún stóð fyrir framan stórfenglegan innganginn að Cumberland Mills Memorial spítalanum var samt eins og allt loft færi úr henni. Þetta var spítalinn þar sem hún hafði hafið sinn feril sem læknir, áður en hún fékk virta stöðu í München fyrir sjö árum.
Ekkert hafði breyst. Hún lokaði augunum og andaði að sér sætum blómailmi mangólíutrjánna. Anganin fékk hana til að hugsa til sumranna þar sem hún hljóp berfætt í grasinu og föður síns sem sat í rólusætinu á veröndinni og spilaði á gítar á meðan hún lék sér.
Skörðótt minning um mann, sem hafði yfirgefið hana og móður hennar fyrir löngu, var tengd við þessa angan.
Hún andvarpaði og hristi þessa hugsun af sér. Það var ekkert pláss fyrir svona hugsanir í dag. Ekkert pláss fyrir minningar.
Það var samt erfitt. Hvar sem hún fór í Nashville var hún minnt á drauga fortíðarinnar. Á þær ákvarðanir sem hún hafði tekið og þá sem hún hafði skilið eftir í sárum. Af hverju hún hafði lofað sjálfri sér að snúa ekki til baka.
En hér var hún. Aftur á byrjunarreit.
Þú ert hér vegna mömmu. Þú ert ekki að byrja upp á nýtt.
Nú þegar hún var komin aftur til staðarins þar sem hún ólst upp fannst henni það samt vera eins og annað tækifæri. Eins og karmað væri að segja henni að hún hafi tekið rangar ákvarðanir og hefði ákveðið að láta hana byrja allt að nýju.
Hún varð að minna sjálfa sig á að allt var breytt. Hún var breytt.
Hún var sterkari. Þegar hún hafði byrjað þarna hafði hún verið svo óörugg með sjálfa sig að hún hafði sett upp grímu og varnarmúra

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is