Flýtilyklar
Angi Morgan
Öll sund lokuð
Lýsing
–Það var gaman að sjá ykkur. Góða nótt.
Síðustu afmælisgestirnir veifuðu úr bílum sínum.
Tracey Cassidy stóð í dyrunum og veifaði í kveðjuskyni til fólks sem hún þekkti naumast.
Tvö pör af smáhandleggjum héldu um lærin á henni. Fjögurra og hálfs árs gamlir eigendurnir kreistu þau og rumdu af áreynslu.
–Af hverju eruð þið á fótum ennþá? Ég kyssti ykkur góða nótt fyrir þremur tímum.
–Til hamingju með afmælið, sögðu tvíburarnir báðir í einu.
Jackson og Sage flissuðu, en gleðin varð skammvinn. Skyndilega heyrðist brothljóð úr eldhúsinu. Svipur beggja lýsti í senn undrun og fullvissu yfir því að pabbi þeirra hefði komið sér í meiri háttar vandræði.
–Nú fær pabbi að kenna á því, sagði Sage og kinkaði kolli svo að brúnu lokkarnir hennar dingluðu til og frá.
–Fljót. Tracy klappaði þeim á bossann og benti á dyrnar. –Farið upp áður en majórinn gómar ykkur. Þið vitið að þið fáið viðbótarhúsverk ef til ykkar sést hérna niðri.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók