Flýtilyklar
Brauðmolar
Angi Morgan
-
Öll sund lokuð
–Það var gaman að sjá ykkur. Góða nótt.
Síðustu afmælisgestirnir veifuðu úr bílum sínum.
Tracey Cassidy stóð í dyrunum og veifaði í kveðjuskyni til fólks sem hún þekkti naumast.
Tvö pör af smáhandleggjum héldu um lærin á henni. Fjögurra og hálfs árs gamlir eigendurnir kreistu þau og rumdu af áreynslu.
–Af hverju eruð þið á fótum ennþá? Ég kyssti ykkur góða nótt fyrir þremur tímum.
–Til hamingju með afmælið, sögðu tvíburarnir báðir í einu.
Jackson og Sage flissuðu, en gleðin varð skammvinn. Skyndilega heyrðist brothljóð úr eldhúsinu. Svipur beggja lýsti í senn undrun og fullvissu yfir því að pabbi þeirra hefði komið sér í meiri háttar vandræði.
–Nú fær pabbi að kenna á því, sagði Sage og kinkaði kolli svo að brúnu lokkarnir hennar dingluðu til og frá.
–Fljót. Tracy klappaði þeim á bossann og benti á dyrnar. –Farið upp áður en majórinn gómar ykkur. Þið vitið að þið fáið viðbótarhúsverk ef til ykkar sést hérna niðri.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Byssubrandur
–Tilvonandi fyrrverandi eiginmaður þinn valdi sennilega þennan stað af því að hann veit að hér myndirðu aldrei borða, sagði Darren.
–Þú telur hitaeiningarnar, ekki síst núna þegar þú þarft að endurheimta línurnar. Fötin hennar voru enn sömu stærðar og þau sem hún hafði klæðst þegar þau hlupust á brott fyrir átta mánuðum. Raunar hafði hún verið í þessum fötum í óopinberu brúðkaupsferðinni þeirra til Parísar. –Það ætti enginn að geta neytt Sissy Jorgenson til að koma á svona stað, sagði Janna. –Þú ættir að biðja lögregluna um að sækja dótið þitt... og jafnvel köttinn. Pabbi Xanders á lögregluna. Fór það í taugarnar á henni að þau skyldu tala eins og þau skildu hvernig lífi hún hafði
lifað áður en hún giftist? Hún hafði verið fyrirsæta á unglingsárunum og síðan gift inn í glæpaklíku. Þau gátu ekki gert sér það í hugarlund. Þeim þótti heillandi að skipta um stað í hverri viku, dvelja á hverju hótelinu á fætur öðru, ferðast og skemmta sér sýknt og heilagt. Jafnvel gleðskapurinn varð leiðigjarn. Sömu fésin kvöld eftir kvöld. Engir afslöppunardagar fyrir framan sjónvarpið, enginn lærdómur, engin skyndipöntun á pitsu og bjór. Engin stökk út í búð að kaupa mjólk og brauð, sem voru hvort eð er aldrei á matseðlinum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Augu snáksins
–Dan, þú veist að Garrison þarf aðstoð við að losna úr þessari klípu og hreinsa nafn sitt, sagði hún. Hún gat hjálpað honum og myndi gera það um leið og hún hafði smjaðrað sig út úr fangageymslunni. –Ég veit bara að þú ert í uppnámi og hefur fulla ástæðu til þess, sagði roskni lögreglustjórinn í Dallamsýslu og læsti rimlahurðinni. –Gott og vel, þú vinnur, Dan. Ég strengi þess heit sem varalögreglustjóri að ég fer ekki til Austin. Hún krosslagði löngutöng og vísifingur. –Þú mátt ekki við því að missa mig núna. Hver á að sjá um að allir gálausu unglingarnir fari sér ekki að voða? –Þú ert besti lögregluþjónninn í bænum, ég deili ekki við þig um það. Ég er bara að gera það sem vinur þinn, vegalögregluþjónninn, lagði til. Hún gekk að klefadyrunum til þess að Dan gæti losað af henni handjárnin. –Það var óþarfi að setja mig í járn. –Það er ekki satt, heillin, og það veistu, sagði Dan og gaf henni merki um að snúa sér við. –Ef ég hefði ekki komið þér að óvörum værirðu ekki hér. Hann tók af henni járnin og hún neri á sér úlnliðina, alls hugar fegin. Nú var hún frjáls. Eða næstum því. Hún leit á veggina í kytrunni, sem umluktu hana á þrjá vegu. –Þér getur ekki verið alvara með að halda mér hérna. Hve lengi?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Vernd
Hægri handar högg, undir höku, tvö högg í rifbeinin. Hann varðist þeim öllum og hörfaði. Hann var óvopnaður, hafði farið í einkaveisluna sem einn af þjónunum. Hvar voru öryggisverðirnir eða mennirnir á neðri hæðinni? Hafði enginn heyrt skotin? Fleiri öskur. Gegnum lokuðu hurðina við stigapallinn. Hann velti sér á þykku gólfteppinu, barðist við að losa sig. Hann hafði verið á leiðinni í þetta herbergi með sangria á bakka þegar hann heyrði skotunum hleypt af innar í húsinu. Hann hafði sent yfirmanni sínum skilaboð um skotin. Hann hafði engan með sér núna en hvar voru menn Tenoreno? Glösin þrjú voru mölbrotin á hvíta gólfteppinu og rauðir blettir í kring. Ef hann kæmist til dyra... –Heyrðu maður, það er einhver í vandræðum. Af hverju vildi þessi öryggisvörður ekki leyfa honum að komast til kvennanna? Hann náði að slæma hnénu upp undir hökuna á manninum. Augun ranghvolfdust og maðurinn hneig niður. Spark í kjálkann tryggði að hann var meðvitundarlaus. Tvö skothljóð bak við lokuðu hurðina. Nístandi óp. Hann leitaði að vopni á manninum á gólfinu. Ekkert. Lykill að hurðinni í síðasta vasanum. Hann stakk lyklinum í skrána, sneri og ruddist inn.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Varðliðinn
Texas varðliðinn Mitchell Striker hafði unnið að leynilegu verkefni sem bifvélavirki þarna í Marfa síðustu sex mánuðina. Einum of langur tími að eigin áliti en enginn hafði spurt hann álits. Hann sá ekki nokkurn skapaðan hlut í þessari stellingu og einbeitti sér því að hljóðunum í kringum sig. Fótatak einhvers sem dró fæturna. Pappír sem féll í gólfið. Andardráttur. Spenna lá í loftinu. Hann skildi ekki hvernig á því stóð að hann hafði dottið... sem var sennilega vegna þess að hann hafði ekki dottið. Hann hafði verið barinn í höfuðið. Stóll stall í gólfinu og æstar raddir heyrðust í kjölfarið. −Þú þurftir ekki að berja hann með skrúflyklinum. Mitch stirðnaði þegar hann heyrði röddina. Þetta var dóttir Ryland, eiganda verkstæðisins. Hvernig stóð á því að hún var ekki heima hjá syni sínum svona seint um kvöld? −Hvað ef hann hefur slasast alvarlega? −Það væri ágætt. Við sögðum þér að halda honum frá verkstæðinu um hríð. Hvað er hann líka að vilja hingað um miðja nótt? Hefur þú kannski farið á bak við okkur allan tímann? Karlmannsrödd með svolitlum Norður ríkjahreim. Þessi náungi var allavega hvorki frá Texas né annars staðar héðan að sunnan. −Hann starfar sem bifvélavirki hérna á verkstæðinu og sefur í bakherberginu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Búgarðseigandinn
−Þú þarft ekki lengur á honum að halda, félagi. Náunginn hélt byssuhlaupinu þétt við gagnauga hans og sló fast í bakið á Nick. Nick hafði ekki séð þá sem tóku þau til fanga almennilega fyrr en núna. Hvar í fjáranum er Beth? Ef fulltrúi eiturlyfjaeftirlitsins hafði dottið aftur af baki, þá væri honum allteins trúandi til að brjálast. Eða mögulega verða drepinn. Hvað ef hún var slösuð eða eitthvað enn verra? Guð forði honum frá hvorutveggja. –Hvað er í gangi? spurði hann og reyndi að hljóma kæruleysislega. −Er þér eitthvað brátt um að drepast? −Það er ekki eins og það sé í fyrsta skipti. Endur batinn er mun erfiðara ferli. −Svo þú hefur áður orðið fyrir skoti? Hvernig náunginn dró i-ið benti til þess að hann ætti ættir að rekja til Suðurríkjanna. Náunginn tvísté og byssuhlaupið rakst harkalega í gagnauga Nick. –Hlustaðu nú vel á það sem ég segi. Núna fylgir þú mér að hrossinu þínu og vísar mér leiðina í burtu frá þessum guðsvolaða stað. Er það skilið? Að öðrum kosti kála ég þér strax. Þrýstingnum við gagnaugað létti hvergi og Nick fann hvernig náunginn andaði niður í hálsmál hans þegar hann leit um öxl sem hann gerði reglulega. Hverjum var hann að svipast eftir? Beth eða félaga sjálfs sín? Þau Beth höfðu veitt eftirför í það minnsta tveim hestum frá búðum smyglaranna sem þau höfðu rekist á af tilviljun. Rykskýið lengra uppeftir gilinu var sennilega eftir félaga náungans.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Smyglhringurinn
Henni fannst yfirleitt hundleiðinlegt að heyra um rannsóknir á Marfa-ljósunum. Fjölmargir ferðamenn höfðu skrifað pósta um að þeir hefðu séð eitthvað en enginn sem mark var á takandi hafði vottað neitt. Ferðamenn voru sífellt að pósta einhverju. Vissu þeir ekki að þetta var fyrirbæri sem var ekki ósvipað norðurljósunum? Það höfðu allir heyrt um norðurljósin, var það ekki? Háskólanemendurnir, sem voru að skoða fyrirbærið frá McDonald stjörnuskoðunarstöðinni, urðu æstir og heimtuðu að komast að til að horfa á himininn þar sem ekkert var að gerast. Eftir þrjár kvöldskoðanir í viðbót án þess að nokkuð gerðist, yrðu allir vissir um að ljósin sem sáust hefðu verið afturljós á bílum á þjóðveginum og myndu vilja taka sér frí um helgina til að djamma. Henni leiddist. Kvöldið í kvöld var ekkert öðruvísi en önnur kvöld. Það gerðist ekkert í eyðimörkinni í vesturTexas nema það að þar var hægt að horfa á stjörnur. Hún naut þess meira en hún saknaði vina og fjölskyldu. Meira að segja pabbi hennar, geimfarinn, skildi ekki þessa ánægju hennar af því að horfa upp í heiðan næturhiminn. Andrea hefði ekki átt að vera að stara gegnum sjónauka á fjarlægan alheim en Sharon, samstarfskona hennar, hafði beðið hana um að leysa sig af í rannsókn háskólanemanna. Sharon langaði að eiga frí til að fara á sjóðheitt stefnumót með kærastanum Logan. Sharon hafði reyndar verið hérna í þrjár nætur í röð því það var hluti af verkefni hennar í skólanum. Andreu var sama. Hún þurfti hvort eð var að breyta svefnmynstrinu og sofa á daginn.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Hættulegar minningar
–Byssa!
Levi Cooper ríkislögreglumaður snéri sér í heilan hring og litaðist
um eftir manneskjunni sem hafði hrópaði þetta og til að fá staðfestingu
á að um byssu væri að ræða. Hann sá ekkert en hann gat ekki
farið að hætta lífi Jolene. Hann færði sig.
–Allir niður!
Þeir fáu sem viðstaddir voru jarðarförina heyrðu viðvörunina og
dreifðust í allar áttir. Allir nema hið raunverulega skotmark.
Hann hljóp því af stað. Hann rann og hrasaði á leið sinni niður
hæð ina, óð drullu í hellidembu og hljóp til að bjarga lífi hennar.
Hann sá að Jolene Atkins stóð enn undir tjaldhimninum sem útfarar
þjónustan hafði komið upp. Stóð enn við hlið kistu föður síns og
axlir hennar hristust eins og hún væri að gráta.
Hún leitaði ekki skjóls.
Levi ýtti blómaskreytingu til hliðar til að komast fyrr til hennar.
Hann hefði átt að hlusta á skynsemina og vera hjá henni allan tímann.
Hann heyrði skot. Valmöguleikar? Annað hvort að fleygja sér í moldina
eða hlaupa eins og þeir sem hann sá útundan sér. Hann henti sér
fram til að ná Jolene niður með sér.
Hann stökk af öllum krafti og lenti harkalega ofan á henni. Hann
reyndi að snúa sér eins og hann mögulega gat til að taka af henni
höggið. Þau runnu eftir gervigrasinu og út í moldina.
Kransar hrundu ofan á kistuna.
Rósir og önnur blóm duttu ofan á þau.
Regnið skall á þeim eins og ísnálar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.