Flýtilyklar
Angi Morgan
Vernd
Lýsing
Hægri handar högg, undir höku, tvö högg í rifbeinin. Hann varðist þeim öllum og hörfaði. Hann var óvopnaður, hafði farið í einkaveisluna sem einn af þjónunum. Hvar voru öryggisverðirnir eða mennirnir á neðri hæðinni? Hafði enginn heyrt skotin? Fleiri öskur. Gegnum lokuðu hurðina við stigapallinn. Hann velti sér á þykku gólfteppinu, barðist við að losa sig. Hann hafði verið á leiðinni í þetta herbergi með sangria á bakka þegar hann heyrði skotunum hleypt af innar í húsinu. Hann hafði sent yfirmanni sínum skilaboð um skotin. Hann hafði engan með sér núna en hvar voru menn Tenoreno? Glösin þrjú voru mölbrotin á hvíta gólfteppinu og rauðir blettir í kring. Ef hann kæmist til dyra... –Heyrðu maður, það er einhver í vandræðum. Af hverju vildi þessi öryggisvörður ekki leyfa honum að komast til kvennanna? Hann náði að slæma hnénu upp undir hökuna á manninum. Augun ranghvolfdust og maðurinn hneig niður. Spark í kjálkann tryggði að hann var meðvitundarlaus. Tvö skothljóð bak við lokuðu hurðina. Nístandi óp. Hann leitaði að vopni á manninum á gólfinu. Ekkert. Lykill að hurðinni í síðasta vasanum. Hann stakk lyklinum í skrána, sneri og ruddist inn.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.