Flýtilyklar
Angi Morgan
Smyglhringurinn
Lýsing
Henni fannst yfirleitt hundleiðinlegt að heyra um rannsóknir á Marfa-ljósunum. Fjölmargir ferðamenn höfðu skrifað pósta um að þeir hefðu séð eitthvað en enginn sem mark var á takandi hafði vottað neitt. Ferðamenn voru sífellt að pósta einhverju. Vissu þeir ekki að þetta var fyrirbæri sem var ekki ósvipað norðurljósunum? Það höfðu allir heyrt um norðurljósin, var það ekki? Háskólanemendurnir, sem voru að skoða fyrirbærið frá McDonald stjörnuskoðunarstöðinni, urðu æstir og heimtuðu að komast að til að horfa á himininn þar sem ekkert var að gerast. Eftir þrjár kvöldskoðanir í viðbót án þess að nokkuð gerðist, yrðu allir vissir um að ljósin sem sáust hefðu verið afturljós á bílum á þjóðveginum og myndu vilja taka sér frí um helgina til að djamma. Henni leiddist. Kvöldið í kvöld var ekkert öðruvísi en önnur kvöld. Það gerðist ekkert í eyðimörkinni í vesturTexas nema það að þar var hægt að horfa á stjörnur. Hún naut þess meira en hún saknaði vina og fjölskyldu. Meira að segja pabbi hennar, geimfarinn, skildi ekki þessa ánægju hennar af því að horfa upp í heiðan næturhiminn. Andrea hefði ekki átt að vera að stara gegnum sjónauka á fjarlægan alheim en Sharon, samstarfskona hennar, hafði beðið hana um að leysa sig af í rannsókn háskólanemanna. Sharon langaði að eiga frí til að fara á sjóðheitt stefnumót með kærastanum Logan. Sharon hafði reyndar verið hérna í þrjár nætur í röð því það var hluti af verkefni hennar í skólanum. Andreu var sama. Hún þurfti hvort eð var að breyta svefnmynstrinu og sofa á daginn.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.