Flýtilyklar
Ann McIntosh
Læknirinn í Karíbahafi
Lýsing
Þó að læknirinn Mina Haraldson hefði ekki búist við að heyra dyrabjölluna hringja tók hún varla eftir því. Hún reis upp af púðanum í sófanum og starði annars hugar á sjónvarpið, þar sem bjarmi frá þætti sem hún mundi ekki eftir leiftraði um stofuna hennar. Þykk heilaþokan var enn þyngri en bútasaumsteppið sem hún hafði breitt yfir sig til að fá frið fyrir umheiminum. Hana minnti óljóst að eitthvað óvenjulegt hefði gerst, en ekki vissi hún hvað það var. Ekki fyrr en bjallan gall að nýju. Hún þurfti hvorki að fara til dyra eða sjá hver þetta væri. Hún hafði hvorki pantað mat né neitt annað. Foreldrar hennar höfðu talið að þeirra væri ekki lengur þörf og farið til Flórída eins og þau gerðu jafnan á veturna. Bróðir hennar var heima hjá sér í Bresku-Kólumbíu. Það vissi hún vegna þess að hún hafði verið neydd til að hljóma glaðlega kvöldið áður þegar þau áttu sitt hefðbundna föstudagssímtal. Ef henni hefði mistekist að sannfæra Braden um að sér liði vel hefði hann sagt eitthvað. Hún hlaut að hafa staðið sig vel. Hann hafði kvatt án þess að reyna að yfirheyra hana og trúað orðum hennar um að allt væri í stakasta lagi. Fyrst læknisferill hennar var á enda ætti hún ef til vill að íhuga að gerast leikari. Einhentur leikari var að minnsta kosti fýsilegri kostur en einhentur skurðlæknir. Hún myndi skrifa það á listann yfir framtíðaráform sín, ef hún gerði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók