Flýtilyklar
Brauðmolar
Ann McIntosh
-
Nótt á Ítalíu
Ekki var auðvelt fyrir Kendru Johnson að finna stíginn til Tordigliano-strandar, en til allrar hamingju vísuðu Lejla og Ahmed Graovac henni veginn. –Efsti hlutinn af stígnum er yfirleitt ekki sýndur á kortum, útskýrði Ahmed þegar þau gengu niður mjóa og grýtta slóðina. –Hann er eins konar strönd heimamanna og vinsæll meðal bátaeigenda. Fáir ferðamenn koma hingað, jafnvel á háannatímanum. Nákvæmlega þannig stað hafði Kendra beðið Graovacsystkinin um að finna handa sér þegar hún kynntist þeim í Napólí og fór að spjalla við þau. Samkvæmt hennar reynslu var miklu betra að fara þangað sem heimamenn vöndu komur sínar. Þá fékk maður raunverulega og skýra mynd af svæðinu eða landinu. Hún hafði hins vegar ekki átt von á því að systkinin tækju sér frídag í miðri viku til að sýna henni umhverfið. –Það er lítið að gera núna, svaraði Lejla þegar Kendra spurði hvort hún þyrfti ekki að vinna þennan dag. –Eigandi kaffihússins þar sem ég vinn verður sjálfsagt feginn að þurfa ekki að borga mér. En þegar ferðamennirnir fara að koma vinn ég myrkranna á milli. –Og ég vil bæta enskuna mína, gall í Ahmed. Hann brosti breitt. –Ég þarf að æfa mig áður en ég fer að vinna. Þannig stóð á því að hún var á gangi eftir mjóum stíg sem hlykkjaðist frá aðalveginum niður að sjó. Hátt grasið beggja vegna straukst við fætur hennar og fersk vorgolan lék um vangana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Læknirinn í Karíbahafi
Þó að læknirinn Mina Haraldson hefði ekki búist við að heyra dyrabjölluna hringja tók hún varla eftir því. Hún reis upp af púðanum í sófanum og starði annars hugar á sjónvarpið, þar sem bjarmi frá þætti sem hún mundi ekki eftir leiftraði um stofuna hennar. Þykk heilaþokan var enn þyngri en bútasaumsteppið sem hún hafði breitt yfir sig til að fá frið fyrir umheiminum. Hana minnti óljóst að eitthvað óvenjulegt hefði gerst, en ekki vissi hún hvað það var. Ekki fyrr en bjallan gall að nýju. Hún þurfti hvorki að fara til dyra eða sjá hver þetta væri. Hún hafði hvorki pantað mat né neitt annað. Foreldrar hennar höfðu talið að þeirra væri ekki lengur þörf og farið til Flórída eins og þau gerðu jafnan á veturna. Bróðir hennar var heima hjá sér í Bresku-Kólumbíu. Það vissi hún vegna þess að hún hafði verið neydd til að hljóma glaðlega kvöldið áður þegar þau áttu sitt hefðbundna föstudagssímtal. Ef henni hefði mistekist að sannfæra Braden um að sér liði vel hefði hann sagt eitthvað. Hún hlaut að hafa staðið sig vel. Hann hafði kvatt án þess að reyna að yfirheyra hana og trúað orðum hennar um að allt væri í stakasta lagi. Fyrst læknisferill hennar var á enda ætti hún ef til vill að íhuga að gerast leikari. Einhentur leikari var að minnsta kosti fýsilegri kostur en einhentur skurðlæknir. Hún myndi skrifa það á listann yfir framtíðaráform sín, ef hún gerði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ástarblossi
Ef það var eitthvað sem doktor Francisco Carvahlo hafði vit á fyrir utan læknisfræðilega sérþekkingu sína á lýtalækningum, var það tíska, og formlegur klæðnaður doktor Krystu Simpson fékk hann nærri því til að gráta.
Það var ekki að hann liti út fyrir að vera ódýr. Þvert á móti hafði hún líklega borgað ágætis summu fyrir kjólinn, og hönnun hans var óaðfinnanleg, með mjúklegri fellingu við hálsmálið og samantekið mitti.
Nei. Hann gat ekkert fundið að kjólnum sem slíkum, þó hann væri úr tísku, en á doktor Simpson var hann örstutt frá
því að vera viðurstyggð.
Í fyrsta lagi var hann að minnsta kosti einu númeri of stór og hékk á henni eins og poki. Í öðru lagi eyðilagði fölgrænn litur kjólsins litarhaft hennar, sem var brúnt með ríkum koparlitum undirtóni og freknum, og gerði hana gulleita.
Til að toppa þetta allt saman myndu skórnir hennar hæfa betur konu þrisvar sinnum eldri, með plattfót og staðfasta óbeit á öllu kvenlegu eða í tísku.
Hver gekk í klunnalegum flatbotna skóm við fínan kjól?
Það gerði doktor Simpson greinilega.
Það hjálpaði ekki til að hún stóð við hliðina á fallegri konu í glæsilegum, blágrænum kjól með einum axlarhlíra sem klæddi hana óendanlega vel. Francisco þekkti hana ekki og gerði ráð fyrir að hún væri einn af erlendu sérfræðingunum. Við hina hlið hennar var doktor Flávia Maura, virtur sérfræðingur íEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.