Annie Claydon

Hjartalæknirinn
Hjartalæknirinn

Hjartalæknirinn

Published September 2015
Vörunúmer 330
Höfundur Annie Claydon
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Klukkan var hálfsjö að morgni og ströndin var yfirgefin, fyrir
utan nokkra skokkara og einn mann á göngu með hundinn sinn.
Eftir heita og erfiða nótt var hafgolan afar svalandi.
–Þú lítur út eins og eitthvað sem hefur skolað upp á land.
Euan Scott settist á veðraðan stól sem beið hans á veröndinni. Það var afar freistandi að loka augunum. –Já, ég veit.
Ef það er eitthvað betra líður mér...
–Enn verr? Það brakaði í viðnum þegar David Watson hallaði sér fram í sínum stól og virti Euan betur fyrir sér. –Hvað
gerðist?
–Ein stúlkan á stöðinni, Kirsty... Euan deplaði augunum,
reyndi að losna við myndina af gullnu hári og bláum vörum
Kirsty úr huganum. –Hún tók of stóran skammt í gær.
David hristi höfuðið. –Hvernig er líðan hennar?
–Hún þraukar. Hjartað hætti þrisvar sinnum að slá og það
voru blæðingar í höfuðkúpunni. Foreldrar hennar eru hjá henni.
–Fjandinn. Og henni gekk svo vel...
Euan vildi ekki hugsa um það. Hann vildi ekki heldur hugsa
um hvernig Kirsty yrði þegar hún vaknaði. Ef hún vaknaði.
–Já. Hann nuddaði á sér andlitið og reyndi að reka burt þær
hugsanir. Það voru aðrir krakkar sem þörfnuðust hans og hann
mátti ekki brotna niður vegna eins. –Hvað er á dagskránni
þessa vikuna?
–Fyrst ferð þú heim og sefur.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is