Flýtilyklar
Brauðmolar
Annie Claydon
-
Nýtt líf dýralæknisins
Drew Trevelyan mjakaði sér út úr bílnum, staldraði andartak við til að anda sjávarloftinu djúpt að sér. Hann hafði alltaf verið hrifinn af tærleika morgunsins hérna, af því hvernig hafið virtist teygjast enn lengra en skjólgóð víkin í flóanum sem glitraði af litum sem breyttust sífellt. Þegar bygging nýja dýraspítala Dolphin Cove hafði staðið yfir hafði hann oft komið hingað, bara til að sitja í hálftíma áður en hann fór til starfa í litla rýminu sem hann deildi með Ellie Stone...
Drew brosti. Margt hafði breyst á undanförnum vikum. Hann hafði snúið aftur heim til Dolphin Cove eftir mánuði á sjúkrahúsi og í endurhæfingu, og komist að því að sá sem leysti hann af hafði farið. Gamall vinur hans og fyrrverandi unnusti Ellie, Lucas Williams, hafði verið eini möguleiki Drew á afleysingu og það eina sem Drew gat gert var að horfa hjálparvana á uppnámið sem það olli. Mun gleðilegri þróun mála varð til þess að Drew varð að minna sig á að kalla Ellie núna Ellie Stone-Williams, ekki Ellie Stone.
Spítalinn hafði samt ekkert breyst og morgnarnir voru jafn friðsælir hérna og þeir höfðu verið þegar þau Ellie fluttu inn fyrir tveimur árum. Á löngum tíma höfðu byggingarnar aðlagast umhverfinu, mosi var farinn að vaxa á steinunum sem voru uppistaða tæknimiðstöðvarinnar og skurðstofunnar á hinum enda tíu ekra svæðisins. Hérna hafði viðarrammi aðalbyggingarinnarEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Langþráð fjölskylda
Tré skyggðu á bekkinn og gerðu hann að notalegum stað að sitja á þenna heita sumardag. En Rainu Eliott leið langt frá því notalega.
Frá útsýnisstað sínum á litlu gróðursælu torgi umkringdu þriggja hæða átjándu aldar húsum sem flestum hafði verið breytt í skrifstofur, gat hún séð dyrnar á höfuðstöðvum Watchlight sjóðsins. Hún hafði fylgst með þeim síðasta klukkutímann og reynt að safna kjarki til að ganga inn.
Það var ekki svo erfitt að biðja góðgerðasamtök um hjálp, var það? Það var gott fólk sem vann fyrir góðgerðasamtök. Fólk sem hafði skilning. En þegar ein þessara góðu og skilningsríku manneskja reyndist vera fyrrverandi eiginmaður varð allt mun flóknara.
Ef hún hefði komið til að óska aðstoðar fyrir sjálfa sig hefði þetta verið einfalt. Raina hefði hikað við dyrnar og gengið síðan burt. En hún hafði lofað að gera sitt besta fyrir Anyu og á þessu augnabliki var Watchlight-sjóðurinn ekki eingöngu besti kosturinn, hann var eini kosturinn.
–Kallarðu sjálfa þig móður? muldraði hún við sjálfa sig. Að geta kallað sig móður var nokkurn veginn það eina góða sem hafði gerst undanfarin ár, því fylgdi vanalega ánægjutilfinning og löngun til að taka Anyu í fangið og faðma hana þétt að sér.
Og ef hún ætlaði að kalla sig móður varð hún að gera hvað sem var fyrir barnið sitt, hversu erfitt sem það væri. Hún hafði lokið við að fylla umsóknarform sjóðsins út og orðið sér úti um öll fylgiskjölin sem óskað var eftir. Afhendingin sjálf var einfaldlega spurning um að skila pappírunum af sér í móttökunni.
Hún dró stórt, brúnt umslag upp úr töskunni sinni og starði á utanáskriftina.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Auðkýfingurinn
Gabriel DeMarco opnaði augun. Það virtust vera nægileg afköst þennan daginn svo að hann lokaði þeim strax aftur.
–Hvernig líður þér?
Kvenmannsrödd flæddi yfir hann eins og volgt hunang. Röddin var fögur og blíðleg, en ákveðin. Rödd sem tekið var eftir.
–Ég gæti sofnað aftur, sagði hann, en hugsaði svo með sér að sennilega væri það ekki það sem röddin vildi að hann gerði.
Röddin var eins og kall skógardísar, sem ekki varð hundsað.
–En ég gæti líka vaknað.
Honum heyrðist röddin brosa. –Af hverju vaknarðu ekki? Þú ert á sjúkrahúsi.
Var það? Einhvern veginn angraði það hann ekki eins mikið og ætla mætti. Honum leið vel og það fór ágætlega um hann.
Engu var líkara en að hann svifi á ský. Hann reyndi að opna augun og þá skar birta sér leið inn í heilann á honum svo að hann fann til í höfðinu. Hann yrði að hafa þau lokuð enn um sinn.
–Hvaða sjúkrahúsi?
Það skipti svo sem engu máli, en ef hann talaði kynni röddin að halda að hann ætlaði að fara að ráðum hennar.
–Konunglega í Westminster. Þú ert í einkaálmunni.
Það hljómaði nokkuð vel. Einhver hlaut að vita hver hann var og að sonur Leos DeMarco, forstjóra eins stærsta lyfjafyrirtækis í Evrópu, gæti borgað fyrir eina nótt á spítala. Hafði hann kannski verið þarna lengur en eina nótt? Hann mundi það ekki.
Gabriel kreppti fingurna, strauk sér um bringuna og hreyfði fæturna. Allt virtist vera í góðu lagi. Hann var ekki kvalinn.
Ástæðan fyrir því að hann lá þarna var áreiðanlega mjög lítilvægEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Allt fyrir Amy
Spítalaslúðrið var svolítið eins og vindurinn: Ófyrirsjáanlegt og átti til að rjúka upp í eina eða aðra áttina. Upplýsingar gátu
hæglega endað í öðrum enda spítalans áður en þær bárust fólkinu sem þær varðaði. Það kom því Chloe Delancourt ekki
sérlega á óvart að hún komst alla leið á kaffiteríuna áður en hún heyrði hluta af fréttum sem vörðuðu hana sjálfa.
–Hvað er þetta sem ég heyrði um kærastann þinn og eitthvert barn?
Einn af læknunum kom til hennar þar sem hún stóð aftast í röðinni.
–Kærastann minn?
Jake var löngu horfinn og ef hann átti barn þá hafði það ekkert með hana að gera.
Petra brosti. –Allt í lagi, hann er þá ekki kærastinn þinn. En þar sem hann er myndarlegur, einhleypur og býr hjá þér þá má
líta á það sem aðgerðarleysi af þinni hálfu.
–Áttu við Jon?
Chloe hafði bara hitt Jonathan Lambert í samtals tíu mínútur frá því hann flutti inn fyrir tveimur vikum.
–Hversu mörgum myndarlegum mönnum býrðu með á þessari stundu?
–Bara þessum eina…
Tíu mínúturnar höfðu dugað til að hún tæki eftir því að hannvar vissulega myndarlegur… og var með dýrðlegt bros… enEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hjartalæknirinn
Klukkan var hálfsjö að morgni og ströndin var yfirgefin, fyrir
utan nokkra skokkara og einn mann á göngu með hundinn sinn.
Eftir heita og erfiða nótt var hafgolan afar svalandi.
–Þú lítur út eins og eitthvað sem hefur skolað upp á land.
Euan Scott settist á veðraðan stól sem beið hans á veröndinni. Það var afar freistandi að loka augunum. –Já, ég veit.
Ef það er eitthvað betra líður mér...
–Enn verr? Það brakaði í viðnum þegar David Watson hallaði sér fram í sínum stól og virti Euan betur fyrir sér. –Hvað
gerðist?
–Ein stúlkan á stöðinni, Kirsty... Euan deplaði augunum,
reyndi að losna við myndina af gullnu hári og bláum vörum
Kirsty úr huganum. –Hún tók of stóran skammt í gær.
David hristi höfuðið. –Hvernig er líðan hennar?
–Hún þraukar. Hjartað hætti þrisvar sinnum að slá og það
voru blæðingar í höfuðkúpunni. Foreldrar hennar eru hjá henni.
–Fjandinn. Og henni gekk svo vel...
Euan vildi ekki hugsa um það. Hann vildi ekki heldur hugsa
um hvernig Kirsty yrði þegar hún vaknaði. Ef hún vaknaði.
–Já. Hann nuddaði á sér andlitið og reyndi að reka burt þær
hugsanir. Það voru aðrir krakkar sem þörfnuðust hans og hann
mátti ekki brotna niður vegna eins. –Hvað er á dagskránni
þessa vikuna?
–Fyrst ferð þú heim og sefur.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heitur snjór
Þrjátíu skref að hliðinu hennar. Neve taldi þau öll. Eftir það
nægðu tíu skref til að færa hana eftir stígnum. Þau reyndust
vera ellefu af því að hún rann til á svellinu og greip í handriðið á veröndinni til að styðja sig. Þung sjúkrataskan hennar
lenti á jörðinni.
Hún veifaði hendinni fyrir framan skynjarann sem tengdur
var við ljósið á veröndinni. Ekkert gerðist. Það var ennþá rafmagnslaust. Gaseldavélin í eldhúsinu myndi þó gefa frá sér
yl og hún hlakkaði til að komast inn. Einmitt þegar hún var
að stinga lyklinum í skrána, hringdi farsíminn hennar. Fjárinn. Ef hún þyrfti að fara aftur út í snjóinn í kvöld...
Þá yrði bara að hafa það. Hún gengi aftur frá húsinu og
vonaði að það tæki ekki tuttugu mínútur að koma bílnum í
gang í það skiptið. Hún sá sjálfa sig fyrir sér að drekka heitt
kakó og láta tærnar þiðna við eldavélina en nú var sú hugmynd að dofna í huga hennar.
–Já, Maisie. Hvað ertu með handa mér?
–Góðar fréttir...
–Er það? Neve hætti á frekari vonbrigði og opnaði útidyrnar, steig inn fyrir og lagði frá sér töskuna á ganginum. Það
var lítið hlýrra hérna en eldhúsdyrnar voru lokaðar gegn
kuldanum í hinum hlutum gamla sveitahússins. –Er óhætt
fyrir mig að fara úr kápunni?
–Ertu ekki enn komin heim?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.