Annie Claydon

Nýtt líf dýralæknisins
Nýtt líf dýralæknisins

Nýtt líf dýralæknisins

Published Febrúar 2021
Vörunúmer 395
Höfundur Annie Claydon
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Drew Trevelyan mjakaði sér út úr bílnum, staldraði andartak við til að anda sjávarloftinu djúpt að sér. Hann hafði alltaf verið hrifinn af tærleika morgunsins hérna, af því hvernig hafið virtist teygjast enn lengra en skjólgóð víkin í flóanum sem glitraði af litum sem breyttust sífellt. Þegar bygging nýja dýraspítala Dolphin Cove hafði staðið yfir hafði hann oft komið hingað, bara til að sitja í hálftíma áður en hann fór til starfa í litla rýminu sem hann deildi með Ellie Stone...
Drew brosti. Margt hafði breyst á undanförnum vikum. Hann hafði snúið aftur heim til Dolphin Cove eftir mánuði á sjúkrahúsi og í endurhæfingu, og komist að því að sá sem leysti hann af hafði farið. Gamall vinur hans og fyrrverandi unnusti Ellie, Lucas Williams, hafði verið eini möguleiki Drew á afleysingu og það eina sem Drew gat gert var að horfa hjálparvana á uppnámið sem það olli. Mun gleðilegri þróun mála varð til þess að Drew varð að minna sig á að kalla Ellie núna Ellie Stone-Williams, ekki Ellie Stone.
Spítalinn hafði samt ekkert breyst og morgnarnir voru jafn friðsælir hérna og þeir höfðu verið þegar þau Ellie fluttu inn fyrir tveimur árum. Á löngum tíma höfðu byggingarnar aðlagast umhverfinu, mosi var farinn að vaxa á steinunum sem voru uppistaða tæknimiðstöðvarinnar og skurðstofunnar á hinum enda tíu ekra svæðisins. Hérna hafði viðarrammi aðalbyggingarinnar

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is