Flýtilyklar
Annie O'Neil
Sonur dýralæknisins
Lýsing
Ellie lyfti litla loðboltanum upp að andliti sínu og knúsaði hann.
Hvolpatími eftir erfiða aðgerð var alltaf endurnærandi. –Hver er besti pínu ponsu hvolpurinn?
Kolsvarti labradorinn tyllti loppunni á nefið á henni og sleikti kinn hennar með pínulitlu bleiku tungunni. Þrátt fyrir að hún hefði átt milljón hvolpastundir eins og þessa var hjarta Ellie samt sem áður að rifna á saumunum.
–Þú ert svo sannarlega sá sætasti.
Eins og til að mótmæla fóru allir hinir hvolparnir, skrautleg blanda af gylltum, rauðum, svörtum og einum súkkulaðibrúnum, að klifra upp og detta niður fótleggi hennar, og keppast um knús.
Fjögurra vikna gamlir og fullir af lífi. Fullkomið got tíu hvolpa sem náði yfir allt litróf labradorsins. Þetta var síðasta got
Esmeröldu, heittelskaðrar labradortíkur Ellie, þó hún vissi að hún væri ekki fullkomlega hlutlaus var hún sannfærð um að það væri fyrir bestu.
Hún tók annan upp og andaði að sér yndislegum hvolpailminum. Mmm... Fullkomið. Hún gat ekki beðið eftir að Mav kæmi heim úr brimbrettaskólanum. Hlátur sonar hennar í sambland við hvolpaknús... hreint himnaríki.
–Smá hvolpameðferð í gangi?
Ellie leit upp og sá læriföður sinn til langs tíma brosa til hennar. –Ha! Þú stóðst mig að verki, Henry.
–Erfið aðgerð?
–Mjög. Hún sagði honum frá Golden retriver hundinum sem hafði slasast þegar hann hrasaði á meðan hann hélt á stóru priki.
–Og munnholið?
–Það var gríðarlegt magn af flísum á tungunni og í munninum. Ein stór föst í hálsinum, grey kallinn. Hann er sofandi núna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók