Flýtilyklar
Brauðmolar
Annie O'Neil
-
Suðrænn seiður
Fram að þessu hafði lífið ekki gefið Rebeccu Stone ástæðu til að trúa á losta við fyrstu sýn, hvað þá ást. Heilbrigð skynsemi var henni fremur að skapi. En þennan dag fór hún að trúa. Á lostann, að minnsta kosti. Henni var funheitt á næmustu svæðum líkamans eins og hún væri táningsstelpa að bíða eftir að fá koss frá aðalsöngvara strákahljómsveitar. Það var magnað, ekki síst vegna þess að fáeinum sekúndum áður höfðu hormónarnir hagað sér eins og venjulega hjá hinum þrjátíu og sjö ára gamla enska lækni, sem var raunsær að eðlisfari og í ástarsorg. Hún leit niður á geirvörturnar sínar. Jamm. Þær fundu þetta greinilega. Sjávarhitinn var fullkominn og ekki hægt að kenna honum um stinninguna. Léttu bárurnar undir brimbrettinu hennar höfðu ekki neikvæð áhrif heldur. Þær voru að minnsta kosti skárri en þeytivindan í þvottavélinni hennar. Hana hafði hún reyndar bara prófað einu sinni. Í tilraunaskyni, að sjálfsögðu. Allt fyrir vísindin. Hún horfði aftur yfir á ströndina og leitaði að manninum sem hafði kveikt svona eftirminnilega í henni. Þarna var hann. Ja, hérna! Að vísu var hann allfjarri henni og hún gleraugnalaus, þannig að órarnir léku í rauninni stærra hlutverk en veruleikinn. Ef guðirnir voru hávaxnir, svarthærðir, með gullna húð og flúr á réttum stöðum var hún tilbúin að taka á móti þeim.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskylda í Róm
Þá erum við komin. Varir Leon strukust við háls Lizzy, kunnugleg snerting hans og röddin með hreimnum höfðu sömu áhrif á taugakerfi hennar og flugeldasýningin sem þau höfðu rétt í þessu stungið af frá. Hættuleg. Heillandi. Nógu kraftmikil til að vekja upp þúsund minningar sem henni hafði rétt svo tekist að troða ofan í kassa þessi ár sem voru liðin frá því þau sáust síðast. Hún reyndi að ýta þeim aftur frá sér, örvæntingarfull í þeirri trú sinni að fortíðin skipti ekki máli. Að þessi síðasti tilviljanakenndi fundur þeirra væru örlögin að stýra henni, krefjast þess að Lizzy játaði fyrir Leon að hann væri eini maðurinn sem hún hefði nokkurn tímann elskað. Játning sem myndi vafalaust senda hann hlaupandi aftur heim til hinna sjö hæða Rómar. Það voru liðin fimm ár síðan leiðir þeirra lágu síðast saman. Það kom varla á óvart miðað við að hún starfaði í Sydney en hann í Róm, og líf þeirra, persónulegt eða faglegt, hafði aldrei skarast eins og það hafði gert einu sinni áður hér í New York á starfsnámsárum þeirra sem skurðlæknar. Ekki einn tölvupóstur. Ekki eitt símtal. Engin skilaboð. Ekkert. En hún þekkti hann ennþá nógu vel til að vita að ef hún segðist elska hann myndi það setja tafarlausan punkt við hvað svo sem var að fara að gerast bakvið þessar hótelherbergisdyr. Og guð hjálpi henni, hún vildi fara inn í þetta herbergi. Hún vildi hann. Hann renndi fingurgómunum eftir beru viðbeini hennar. Hún þurfti ekki meira til að gefa frá sér lága stunu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hugarangur
Kirri leit upp eftir háa skýjakljúfnum og ljómaði. Ótrúlegt. Nýi vinnustaðurinn hennar næstu sex vikurnar var hreint út sagt stórkostlegur. Nýsköpunarmiðstöð lækna uppfyllti allar vonir hennar, að minnsta kosti utan frá. Hún var gríðarhár minnisvarði um frumkvöðlastarf í læknavísindum. Kannski sæju læknarnir þarna það sem bróðir hennar kom ekki auga á. Draumar gátu rætst ef fólk lagði nógu hart að sér. Engu skipti þótt það rigndi eins og hellt væri úr fötu og hún liti út eins og drukknandi rotta? Hún var ekki komin til að ganga í augun á fólki, heldur koma heilanum í gang. Hún var komin til Atlanta í Georgíu! Vorið var rakt og hlýtt, gjörólíkt því sem tiðkaðist í Sydney í Ástralíu, þar sem fólk velti því fyrir sér á þessum árstíma hvort það ætti að hita upp húsin sín eða ekki. Ef allt færi samkvæmt áætlun myndu rannsóknir hennar blómstra um leið og ferskjurnar í Georgíuríki. Hún andaði að sér Georgíuloftinu. Það var gjörólíkt saltri golunni heima. Það var blómailmur af því. Jasmína? Geitatoppur? Hún hafði sex vikur til að komast að því. Ef hún kæmist þá nokkurn tíma út úr rannsóknarstofunni. Þar voru víst saman komnir miklir spekingar og sennilega þyrfti að draga hana út þegar rannsóknarskiptináminu lyki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sonur dýralæknisins
Ellie lyfti litla loðboltanum upp að andliti sínu og knúsaði hann.
Hvolpatími eftir erfiða aðgerð var alltaf endurnærandi. –Hver er besti pínu ponsu hvolpurinn?
Kolsvarti labradorinn tyllti loppunni á nefið á henni og sleikti kinn hennar með pínulitlu bleiku tungunni. Þrátt fyrir að hún hefði átt milljón hvolpastundir eins og þessa var hjarta Ellie samt sem áður að rifna á saumunum.
–Þú ert svo sannarlega sá sætasti.
Eins og til að mótmæla fóru allir hinir hvolparnir, skrautleg blanda af gylltum, rauðum, svörtum og einum súkkulaðibrúnum, að klifra upp og detta niður fótleggi hennar, og keppast um knús.
Fjögurra vikna gamlir og fullir af lífi. Fullkomið got tíu hvolpa sem náði yfir allt litróf labradorsins. Þetta var síðasta got
Esmeröldu, heittelskaðrar labradortíkur Ellie, þó hún vissi að hún væri ekki fullkomlega hlutlaus var hún sannfærð um að það væri fyrir bestu.
Hún tók annan upp og andaði að sér yndislegum hvolpailminum. Mmm... Fullkomið. Hún gat ekki beðið eftir að Mav kæmi heim úr brimbrettaskólanum. Hlátur sonar hennar í sambland við hvolpaknús... hreint himnaríki.
–Smá hvolpameðferð í gangi?
Ellie leit upp og sá læriföður sinn til langs tíma brosa til hennar. –Ha! Þú stóðst mig að verki, Henry.
–Erfið aðgerð?
–Mjög. Hún sagði honum frá Golden retriver hundinum sem hafði slasast þegar hann hrasaði á meðan hann hélt á stóru priki.
–Og munnholið?
–Það var gríðarlegt magn af flísum á tungunni og í munninum. Ein stór föst í hálsinum, grey kallinn. Hann er sofandi núna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.