Annie O'Neil

Suðrænn seiður
Suðrænn seiður

Suðrænn seiður

Published Febrúar 2023
Vörunúmer 419
Höfundur Annie O'Neil
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Fram að þessu hafði lífið ekki gefið Rebeccu Stone ástæðu til að trúa á losta við fyrstu sýn, hvað þá ást. Heilbrigð skynsemi var henni fremur að skapi. En þennan dag fór hún að trúa. Á lostann, að minnsta kosti. Henni var funheitt á næmustu svæðum líkamans eins og hún væri táningsstelpa að bíða eftir að fá koss frá aðalsöngvara strákahljómsveitar. Það var magnað, ekki síst vegna þess að fáeinum sekúndum áður höfðu hormónarnir hagað sér eins og venjulega hjá hinum þrjátíu og sjö ára gamla enska lækni, sem var raunsær að eðlisfari og í ástarsorg. Hún leit niður á geirvörturnar sínar. Jamm. Þær fundu þetta greinilega. Sjávarhitinn var fullkominn og ekki hægt að kenna honum um stinninguna. Léttu bárurnar undir brimbrettinu hennar höfðu ekki neikvæð áhrif heldur. Þær voru að minnsta kosti skárri en þeytivindan í þvottavélinni hennar. Hana hafði hún reyndar bara prófað einu sinni. Í tilraunaskyni, að sjálfsögðu. Allt fyrir vísindin. Hún horfði aftur yfir á ströndina og leitaði að manninum sem hafði kveikt svona eftirminnilega í henni. Þarna var hann. Ja, hérna! Að vísu var hann allfjarri henni og hún gleraugnalaus, þannig að órarnir léku í rauninni stærra hlutverk en veruleikinn. Ef guðirnir voru hávaxnir, svarthærðir, með gullna húð og flúr á réttum stöðum var hún tilbúin að taka á móti þeim.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is