Flýtilyklar
B.J. Daniels
Leyndarmál hennar
Lýsing
Zane Chisholm varð hissa þegar barið var að dyr- um. Hann hafði eytt hlýjum sumardeginum á hestbaki, að smala nautgripum. Nú vildi hann bara komast úr stígvélunum og fara snemma í háttinn. Síst af öllu vildi hann félagsskap.
En sá sem bankaði virtist ekki ætla að hætta því í bráð. Þar sem hann bjó á enda moldarvegs fékk hann sjaldan óboðna gesti... nema bræður
sína fimm. Það þrengir hringinn, hugsaði hann þegar hann gekk að glugganum og leit út.
Bíllinn sem stóð fyrir utan var lítill, límónu- grænn og með númeraplötu merktri ríkisháskól- anum í Montana. Greinilega ekki einn bræðra hans, hugsaði hann og glotti. Enginn af Chisholm-karlmönnunum léti sjá sig í svona stelpulegum bíl. Sérstaklega ekki límónugræn- um.
Skrýtnara var þó að sjá ungu ljóskuna sem barði að dyrum. Hún hlaut að vera villt og í leit að leiðbeiningum. Eða að selja eitthvað.
Forvitni hans var vakin og hann fór til dyra. Þegar dyrnar opnuðust sá hann að augu hennar voru blá og andlitið gullfallegt. Hún var í rauðum, þröngum kjól sem féll yfir líkamann eins og vatn. Konan var glæsileg.