Flýtilyklar
Brauðmolar
B.J. Daniels
-
Morðgáta
Vindurinn barði hann sundur og saman og hann var nærri því búinn að missa hattinn út í buskann. Waco Johnson gekk að gamla brunninum. Vindurinn hafði blásið fjalirnar af þannig að hann stóð nú opinn. Það var fullt af yfirgefnum býlum í Montana. Býlum sem voru hægt og rólega að hverfa ásamt þeim sem höfðu búið þar. Hann stoppaði nokkrum skrefum frá brunninum. Hann fann fyrir hrolli þrátt fyrir heitan sumardaginn. Hann leit á húsið sem stóð við hliðina á brunninum. Það sást bara í einn glugga, hinir voru huldir gróðri. Trén sveigðust í vindinum og vörpuðu köldum skugga á grafreitinn við hliðina á húsinu og hliðið að garðinum ískraði í vindinum. Það var eitthvað að angra hann, eitthvað sem hann átti að muna. Hann vissi ekki hvað það var. Hann kveið því sem hann myndi finna. Hann gekk nær brunninum sem var að hruni kominn og hulinn gróðri. Hann sá hvar einhver hafði troðið niður gróðurinn til þess að líta ofan í hann. Gæti það hafa verið sá sem hringdi þetta inn nafnlaust? Hann velti fyrir sér hvernig hann hafi séð brunninn, því hann var vel falin.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuspil
Þröngur fjallavegurinn endaði við stóra bjargbrún. Ford Cardwell hafði ekki gleymt því. Þegar hann áttaði sig á því að hann hafi farið þennan veg þá vissi hann að það var ástæða fyrir því. Það var svo auðvelt að halda bara áfram, komast í burtu, eyða þessum sársauka. Hann brunaði niður veginn. Hann hélt hann yrði betri þegar hann kæmi heim. Hann hélt hann gæti gleymt öllu og orðið aftur maðurinn sem hann var. Hjartslátturinn jókst þegar hann nálgaðist brúnina. Það var nú eða aldrei. Orðin sem hann heyrði þegar hann var yngri endurómuðu í höfði hans. Hann sá sjálfan sig standa á hlöðuloftinu og horfa niður á hrúgu af heyi. Að stökkva eða ekki. Það var nú eða aldrei. Hann var stutt frá brúninni þegar síminn hans hringdi. Hann ýtti snöggt á bremsurnar. Kannski voru þetta bara eðlileg viðbrögð eða kannski vildi hann í rauninni lifa. Jeppinn rann til þegar hann bremsaði og stoppaði alveg við brúnina. Hann leit út um gluggann og fann hjartað slá hraðar. Bara nokkrir sentimetrar í viðbót og hann hefði ekki getað stoppað. Síminn hans hringdi aftur. Ætli þetta sé merki? Eða er þetta bara tilviljun? Hann setti jeppann í bakgír og spólaði aftur á bak.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vægðarleysi
Eins og vofa staulaðist konan út úr myrkrinu og í bjarmann frá bílljósunum hans. Hún var með rifið lak utan um sig. Það bærðist í vindinum ásamt límbandinu sem dinglaði niður úr olnbogum hennar og öðrum ökklanum. Hann sá hana líta upp eins og hún hefði ekki orðið pallbílsins vör fyrr en á elleftu stundu. Kvöldgolan lék um dökkt hárið og svipti hulunni af náfölu andlitinu. Augun horfðu á hann andartak áður en hann snögghemlaði. Það heyrðist ískur í hemlum og reykjarlyktin af hjólbörðunum barst að vitum hans þegar hann stöðvaði bílinn. Eitt augnablik sat hann skelfingu lostinn, horfði fram fyrir sig og sá engan. Ekkert nema mannlausa götuna skammt frá heimili sínu. Hann stökk út úr bílnum, sannfærður um að hann hefði ekið á hana og hún lægi alblóðug á malbikinu. En hann hafði hvorki fundið né heyrt dynk. Hafði honum hugsanlega tekist að sneiða framhjá henni? Hafði þetta kannski alls ekki verið kona? Næstu andartök stóð hann kyrr á götunni með bíldyrnar opnar og vélina í gangi. Hann var hræddur við það sem hann kynni að sjá og enn hræddari við það sem hann sæi kannski ekki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Launsátur
JoRay „Jinx” McCallahan gekk hröðum skrefum inn á skrifstofu lögreglustjórans. Harvey Bessler leit undrandi upp frá skjölunum sem hann var að vinna að. –Leyfðu mér að geta, T.D? sagði hann og andvarpaði. –Hvað á ég að gera við hann? Ég er að skilja við hann. Ég er með nálgunarbann á hann, eins og það geri eitthvað gagn. Ég er búin að hrekja hann af landareigninni með byssu. Þarf ég að skjóta andskotann svo hann haldi sig í burtu? –Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í okkur þegar hann brýtur nálgunarbannið og við komum og sækjum hann. –Og hann losnar nokkrum klukkutímum seinna alveg bálreiður og staðráðinn í að gera líf mitt óbærilegt. Harvey kinkaði kolli til samúðar. –Því miður þá höfum við ekkert annað til þess að halda honum. Nema við gómum hann við að gera eitthvað ólöglegt. Lögreglustjórinn benti henni á að setjast niður og settist svo sjálfur niður og horfði á hana yfir gleraugun sín. –Hvernig líður þér annars? Hún hnussaði og settist niður. Hún hafði komið reglulega á skrifstofuna hans síðan hún var krakki.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Járnvilji
Hank Savage pírði augun þegar búgarður fjölskyldunnar kom í ljós. Sólin skein á óhreina framrúðuna á pallbílnum hans. Hann stöðvaði bílinn, hallaði sér fram á stýrið og virti fyrir sér Cardwell-búgarðinn. Búgarðurinn virtist ekki hafa breyst mikið. Tvílyfta húsið þar sem hann hafði alist upp var nákvæmlega eins og forðum. Minningar kviknuðu um útreiðartúra, virkissmíði í skóginum við lækinn, fjölskylduna sitjandi við stóra eldhúsborðið á morgnana, sólskinið og hláturinn. Hann sá og skynjaði allt sem hann hafði gefið upp á bátinn, allt sem hann hafði flúið og misst. –Er langt síðan? spurði kynþokkafulla, dökkhærða konan í farþegasætinu. Hann kinkaði kolli, ýtti kúrekahattinum upp á ennið og velti því fyrir sér hvern fjandann hann væri að gera þarna. Þetta var slæm hugmynd, jafnvel sú versta sem hann hafði nokkurn tíma fengið. –Ertu farinn að efast? Hann hafði varað hana við stóru fjölskyldunni sinni en hún sagst myndu spjara sig. Hann var ekki svo viss um það. Hann hræddist fátt og var stoltur af því. Hann hikaði til að mynda ekki við að sitja naut. Í starfi sínu sem línumaður
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Illur ásetningur
Um leið og Fiona fann bréfið í sokkaskúffunni hans Chase þá vissi hún að þetta þýddi eitthvað slæmt. Hún fann óttann flæða um líkamann þannig að hún átti erfitt með andardrátt og hjartað sló á ógnarhraða. Hún studdi sig við kommóðuna og reyndi að telja sjálfri sér trú um að þetta væri ekki svo slæmt. En umslagið var ljós fjólublátt og þetta var augljóslega kvenmannsrithönd. Það sem verra var, Chase hafði haldið bréfinu leyndu. Það var engin önnur ástæða fyrir því að bréfið var í sokkaskúffunni hans. Hann hafði ekki viljað að hún sæi það vegna þess að það var frá annarri konu. Nú óskaði hún þess að hún hefði ekki verið að hnýsast. Hún hafði notað aukalykilinn sem hún lét búa til og stolist inn. Hún fann að hann hafði verið að draga sig frá henni upp á síðkastið. Hún hafði fengið þessa tilfinningu oft áður en hún ætlaði ekki að leyfa þessum manni að kremja hjarta sitt. Hún ætlaði heldur ekki að leyfa annarri konu að taka hann frá sér. Þess vegna varð hún að komast að því af hverju hann hafði ekki hringt í hana, svarað skilaboðum hennar og af hverju hann forðaðist hana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vetrarkoss
Allt byrjaði þetta með kossi.
Þannig mundi Chloe Clementine atburðarásina að minnsta kosti. Það var vetrarkoss, en sá er ekkert líkur sumarkossi. Í ísköldu loftinu snertast heitar varir og kalla fram fiðring er þær mætast í fyrsta sinn.
Chloe taldi að þennan koss myndi hún muna allt þar til hún dæi úr elli. Um þennan koss og kúrekann sem hún kyssti var hana að dreyma þegar síminn hringdi. Koma hennar til Whitehorse eftir margra ára fjarveru hafði vakið þessar minningar upp af værum blundi.
Hún stundi. Hana langaði til að sofa lengur og halda áfram að rifja þessa yndislegu minningu upp.
Síminn hringdi aftur. Ef þetta var einhver af systrum hennar að hringja fyrir allar aldir skyldi sú fá orð í eyra.
–Hvað? hreytti hún út úr sér í símann án þess að kanna hver væri að hringja. Hún var viss um að það væri Annabelle, yngsta systir hennar, sem var árrisul mjög.
–Halló?
Þetta var kunnugleg karlmannsrödd. Eitt augnablik hélt hún að hún hefði töfrað kúrekann fram með því að hugsa um kossinn.
–Þetta er Justin.
Justin?
Hún settist upp í rúminu. Ótal hugsanirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Harðskeytti verndarinn
TJ St. Clair þoldi ekki símafundi, aðallega ekki þennan símafund.
–Ég veit að það er erfitt að bókin þín skuli koma út fyrir jól, sagði Rachel, markaðssamræmingaraðilinn, og rödd hennar hljómaði hol í hátalaranum í síma TJ í litlu íbúðinni hennar í New York.
–Ég þarf samt ekki að segja þér hversu mikilvægt það er að kynna hana eins og hægt er þessa vikuna svo þú fáir söluna þar sem þú vilt fá hana, bætti Sherry frá útgáfu og kynningardeildinni við.
TJ hélt ró sinni og svaraði ekki strax. –Ég ætla heim til að vera með systrum mínum yfir jólin, ég hef ekki séð þær í marga mánuði. Hún ætlaði að segja að hún vissi hvað það var mikilvægt að koma bókinni á framfæri en satt að segja var hún oft í vafa um hvort stór hluti við burðanna hafði eitthvað að segja, svo að ekki sé minnst á samfélagsmiðlana. Ef lesendur eyddu jafnmiklum tíma á samfélagsmiðlum og TJ hafði þurft að gera efaðist hún um að þeir hefðu tíma til að lesa bækur.
–Er þetta út af hótunarbréfunum sem þú hefur fengið? spurði Clara, umboðsmaðurinn hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gamalt leyndarmál
Hún ók rándýra silfurlitaða sportbílnum niður
fjallið í áttina að djúpa gljúfrinu sem hýsti
Missouriána og þakkaði fyrir það að snjórinn var
í fjöllunum en ekki á veginum. Hún vissi ekki
hvað hún hefði gert ef það hefði verið ísing á veginum því hún hafði ekki séð snjódekk síðan hún
fór frá Montana.
Hún var að verða komin niður að ánni þegar hún sá pallbíl með hestakerru sem stóð rétt utan við veginn. Púlsinn tók kipp við tilhugsunina um að sjá aðra mannveru... og fá kannski svolítið bensín. Ef hún kæmist bara til Whitehorse...
En þegar hún kom nær sást enginn nálægt bílnum eða kerrunni. Hvað ef bíllinn hafði verið skilinn eftir og ökumaðurinn væri ekki nálægur.
Kannski væri bensínbrúsi aftur í bílnum eða... ertu orðin svo langt leidd að þú myndir stela bensíni?
Sem betur fór þurfti hún ekki að svara þessari spurningu því hún sá kúreka sem stóð hinu megin við bílinn. Léttirinn hvarf strax þegar hún áttaði sig á því að þau voru einu manneskjurnar í allri þessari víðáttu.
Engan kjánaskap. Hverjar eru líkurnar á að kúrekinn sé raðmorðingi, nauðgari, mannræningi, axarmorðingi... Vélin hökti eins og hún væri að taka síðustu andvörpin þegar hún hægði á sér en hún hafði ekki um annað að velja. Hún hafði ekki
séð bíl síðasta klukkutímann og ekkert fólk, baraEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bleiki borðinn
Niðri í dalnum ljómuðu jólaljósin. En þarna í efri byggðum bæjarins, sem fyrrum voru eitt ríkasta hverfi í heimi, minnti fátt á jólin.
Boone ýtti kúrekahattinum upp á ennið og stundi þungan. Hann óttaðist að upplýsingarnar sem lögfræðingur fjölskyldunnar hafði fengið væru annaðhvort rangar eða að brögð væru í tafli. Fólk hafði áður reynt að græða á harmleik McGraw fjölskyldunnar.
Hann hafði hins vegar lofað Travers, föður sínum, að hann myndi fylgja vísbendingunni og elta slóðina, enda þótt hann væri mjög efins um að finna systur sína, Jesse Rose, sem hafði verið rænt úr vöggunni sinni fyrir aldarfjórðungi.
Boone leit á hrörlegu bygginguna þar sem Knightrannsóknarþjónustan átti að vera til húsa. Jim Waters, fyrrverandi lögmaður fjölskyldunnar, hafði talað við einkaspæjara að nafni Hank Knight í síma nokkrum sinnum.
Knight hafði spurt að ýmsu sem vakti grun Waters um að spæjarinn vissi meira en hann vildi vera láta. Waters hafði á hinn bóginn aldrei hitt manninn, þannig að það eina sem hann gat látið Boone í té var símanúmer og heimilisfang.
Síminn var ekki tengdur lengur og aldargamla múrsteinsbyggingin virtist vera auð og yfirgefin. Í sumum gluggum gat að líta rykug söluskilti og í öðrum aðeins ryk. Engin ljós voru kveikt, enda átti Boone svo sem ekki von á því að neinn væri að vinna svona seint.
Hann ætti kannski að fá sér herbergi á móteli og koma aftur morguninn eftir. Hann bjóst reyndar ekki við því að neitt yrði öðruvísi þá. Ferðalagið langa frá Whitehorse tilEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.