Flýtilyklar
B.J. Daniels
Óboðinn gestur
Lýsing
Hún stansaði rétt fyrir innan dyrnar til að svipast
um í íbúðinni og tryggja að hún hefði ekki
gleymt einhverju. Hér var ekkert með tilfinningalegt
gildi, ekki frekar en annar staðar þar
sem hún hafði búið. Og þannig yrði það ekki
heldur á næsta stað, hugsaði hún. Hún hafði
lært fyrir löngu síðan að tengjast engu.
Barið var að dyrum og hún hrökk í kút. Hún
fraus, gætti þess að gefa ekki frá sér neitt hljóð.
Var þetta eigandinn, herra McNally, að reyna að
fá leiguskuldina greidda? Hún hefði átt að fara
fyrr.
Aftur var bankað. Hún velti fyrir sér að bíða
bara þar til hann gæfist upp en leigubíllinn
hennar var þegar að bíða niðri. Hún yrði að tala
sér leið út úr byggingunni. Það var ekki eins og
þetta væri í fyrsta skipti sem hún lenti í
klemmu.
Hún opnaði dyrnar, tilbúin að gera hvað sem
þyrfti til að komast út í leigubílinn.
Þetta var ekki herra McNally.
Sendill stóð þarna með brúnt umslag,
klemmuspjald og penna.