Flýtilyklar
B.J. Daniels
Vetrarástir
Lýsing
Veðrið virtist vera að versna. Hann sá ekki nema nokkra metra fram fyrir húddið á bílaleigubílnum. Áður hafði hann komið auga á Gallatinfljótið vinstra megin við sig. Hægra megin voru háir hamraveggir þar sem vegurinn lá í gegnum fjallaskarðið. Hér var lítið annað en dökk, snævi þakin barrtré, þverhníptir klettar, frosið fljótið og glerháll vegurinn.
–Velkomin á norðurhjara veraldar, sagði hann við sjálfan sig og rýndi út um framrúðuna til að reyna að sjá veginn og halda sig á honum. Hann kenndi bræðrum sínum um, ekki um veðrið heldur um að hann þyrfti að vera hérna. Þeir höfðu krafist þess að hann kæmi til Montana til að vera við opnun fyrsta Texasbræðra grillhússins í Montana. Þeir höfðu frestað viðhafnaropnuninni þangað til hann var orðinn nægilega hress til að komast.
Þó opnunin væri ekki fyrr en 1. janúar hafði frænka hans, Dana, beðið hann að koma og verja jólunum á búgarðinum.
Þú verður að koma, Austin, hafði hún sagt. Ég lofa að þú sérð ekki eftir því.
Það urgaði í honum núna. Hann hafði ekki komið til Montana síðan foreldrar hans skildu og móðir hans fór með hann og bræður hans til Texas. Hann hafði verið of ungur til að muna mikið eftir þessu. En hann gat ekki neitað Dönu.
Hann hafði heyrt of margt gott um hana frá bræðrum sínum.
Auk þess átti hann ekki annars úrkosti eftir að hafa misst af brúðkaupi bróður síns, Tags, í júlí.
Þegar hann hægði enn meira á sér í enn einni beygjunni skók vindurinn bílaleigubílinn hans og snjór þyrlaðist fyrir framrúðuna. Í augnablik sá hann ekkert. Enn verra var að honum fannst hann fara of hratt í beygjuna. En hann var hræddur við að stíga á bremsuna því það var það eina sem Tag, bróðir hans, hafði varað hann við að gera.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók