Flýtilyklar
BLACKHAWK
-
Brotlending
Hún var svo sannarlega falleg kona og framúrskarandi rannsakandi, og greinilega á leið til New York alveg eins og Vincent.
–Besti lögregluþjónninn í Ancorage, hvorki meira né minna, sagði hann.
–Hvern andskotann ert þú að gera hér?
spurði hún og lagði lítinn bakpoka á gólfið við fætur sér.
Hún krosslagði hendur og horfði út um gluggann. Óánægjan í málrómi hennar varð ekki misskilin.
–Er nú Blackhawk farið að elta mig?
–Þarf þess?
Blackhawk sá skjólstæðingum sínum fyrir fyrsta flokks búnaði til öryggisgæslu, þar á meðal myndavélum, hitaskynjurum, hreyfiskynjurum og fleiru. Allt sem skjólstæðingurinn þurfti á að halda lögðu Sullivian Bishop og starfslið hans til. Vincent var aðallega í tæknideildinni en myndi ekki hika við að takast á við hvaða mál sem væri ef
Shea væri viðloðandi það.
Hún lét ekki mikið á styrkleikum sínum bera og það hafði Vincent þótt spennandi í fari hennar þegar þau höfðu unnið saman að rannsóknum undanfarið og vakið forvitni hans um hana. Aftur á móti hafði hún með semingi látið sig hafa að vinna meðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eldlínan
Eiginmaður þinn er á lífi, Kate.
Kate Monroe, sem starfaði sem sálgreinandi hjá öryggisþjónustunni Blackhawk, starði á spegilmynd sína í brotnum myndaramma sem lá á gólfinu. Var virkilega heilt ár liðið? Hún hafði ekki stigið fæti inn í þetta hús eftir árásina. Hún
var of óttaslegin til þess að draga byssukúlurnar úr veggjunum og of tilfinningasöm til þess að setja það á söluskrá. Allt hafði breyst þessa einu kvöldstund fyrir ári.
Hún hélt fast um stórt brúnt umslag. Hún gat engan veginn leitt sannleikann hjá sér. Declan hafði sem sagt ekki látist, eins og henni hafði verið tjáð þegar hún sjálf var að jafna sig af skotsárum sínum á spítalanum. Hann hafði lifað
af. Hann hafði horfið. Hann hafði skilið hana eftir eina.
Það brakaði og brast í glerbrotum undir sólunum á skóm hennar og þá náði hún áttum á ný og nú sá hún myndina aftur í réttu ljósi. Þarna voru hún og Declan að dansa saman í brúðkaupsveislunni, umkringd skælbrosandi veislugestum.
Hún leit undan og steig yfir rammann. Leynilögreglumaður hjá Blackhawk hafði fundið fullnægjandi sönnun, ljósmynd af Declan sem dagsett var fyrir einum mánuði og tekin var í miðbæ Anchorage. Hann hafði fært henni þessa mynd í
umslaginu og hún hafði starað á hana fjúkandi ekkert að segja. Myndin var ósvikin. Declan var á lífi og hún átti skilið að fá að vita hvers vegna hann hafði ekki komið heim til sín.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Blekkingar
Gráu augun horfðu fast á hana. Liturinn var óvenjulegur. Yfirleitt voru augun græn, en það fór eftir því hverju hann klæddist.
Hann lagði lófana á borðið og hallaði sér fram. Stæltir og sterklegir vöðvar hnykluðust undir stuttermabolnum. Aftur fékk hún gæsahúð. Hélt hann virkilega að hann gæti birst upp úr þurru eftir allan þennan tíma og eftir allt sem hann hafði á samviskunni?
–Ekki kalla mig því nafni.
Engu skipti þótt hún hefði margoft séð fyrir sér að hún myndi standa andspænis honum eftir alla þessa mánuði. Hún hafði alltaf syrgt hann svolítið.
Hún kreppti hnefana undir borðinu. Hún varð að hafa stjórn á sér. Hann var ekki maðurinn sem hún taldi hann hafa verið.
Hjartað sló ört og reiðin óx, en hún gat ekki snert hann. Ekki á þann hátt sem máli skipti.
Hann hafði séð til þess þegar hún var yfirheyrð æ ofan í æ eftir hvarf hans. Hann hafði kostað hana ferilinn sem hún hafði byggt upp í tíu ár.
Nú vildi enginn ráða hana í vinnu nema Blackhawk. Það var of áhættusamt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Háskalegt leyndarmál
Berettaskammbyssan í axlarslíðrinu minnti hann á til hvers hann var þangað kominn og forðaði honum frá því að horfa á baugana undir grænu augunum. Hann hefði ekki átt að koma. Þau áttu of mikið sameiginlegt úr fortíðinni. Það yrði of auðvelt að láta heillast af henni í annað sinn.
–Hefurðu ekki her manns til að hjálpa þér við rannsóknirnar? bætti hann við.
Daufur bjarminn frá vasaluktinni hennar færðist yfir harðviðargólfið á yfirgefna húsinu.
Hún hafði látið hann fá heimilisfangið í gegnum símann og sagt að að enginn mætti veita honum eftirför af því að hún ætti ekki að vera þarna. Samkvæmt því sem tengiliður hans sagði hafði herlögreglan falið henni að rannsaka þjófnað á vopnasendingu frá ElmendorfRichardsonherstöðinni. Hvað var hún þá að gera þarna? Hún hafði sagt yfirmanninum að
hún væri í herstöðinni en í rauninni átti hún á hættu að verða ákærð fyrir innbrot í miðborginni.
–Ég er ekki hér vegna opinberrar rannsóknar, sagði hún, leit út um gluggann og tók fastar um vasaljósið.
Var hún taugaóstyrk? Það var ekki líkt henni. Að minnsta kosti ekki þeirri Glennon sem hann hafði þekkt á sínum tíma.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
HÖRKUTÓLIÐ
–Þú hefur nákvæmlega fimm sekúndur til að leysa frá skjóðunni, sagði Sullivan Bishop og renndi fingrinum eftir gikknum á byssunni.
–Ég er óvopnuð.
Konan rétti hendurnar upp að öxlum en hreyfði sig ekki að öðru leyti. Falleg var hún, en fallegar konur lugu best. Það hafði reynslan kennt honum. Og þessi granna, dökkhærða kona sem stóð í miðri skrifstofunni hans var einhver sú laglegasta sem hann hafði séð.
Hún var áreiðanlega vopnuð.
–Ég vil tala við þig. Mér datt í hug að þetta væri besti staðurinn til þess.
Hann tvísté og hjartað sló ört er hann herti takið á Glockskammbyssunni sinni. Hvað var langt síðan hann hafði hugsað um Jane Reise, hinn fræga saksóknara hersins? Níu mánuðir?
Meira?
Það skipti ekki máli. Enginn óviðkomandi sprangaði inn í aðalstöðvar Blackhawköryggis þjónustunnar og út aftur án þess að þurfa að svara fyrir gjörðir sínar.
Jane þurfti að svara fyrir býsna margt.
–Og datt þér ekkert betra í hug en að brjótast inn í öryggisþjónustuna mína eftir lokun?
Hvernig í fjáranum komstu inn?
Sullivan nálgaðist hana hægt og rólega meðan hann lagði við hlustir. Hvernig hafði hún komist framhjá öryggiskerfinu hans?
Blackhawk bauð úrvals öryggisþjónustu, til dæmis myndavélar, hitaskynjara, hreyfiskynjara og svo framvegis. Það sem viðskiptavinurinn vildi útvegaði fyrirtækið honum.
Stundum bauð það upp á persónulega vernd, rannsókn, endurheimt og stuðning. Þjónustan var alhliða. En í augnablikinu fann hann á sér að Jane væri ekki þangað komin til að auka öryggisgæsluna heima hjá sér.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.