BLACKHAWK

Blekkingar
Blekkingar

Blekkingar

Published Mars 2021
Vörunúmer 85
Höfundur Nicole Severn
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Gráu augun horfðu fast á hana. Liturinn var óvenjulegur. Yfirleitt voru augun græn, en það fór eftir því hverju hann klæddist.
Hann lagði lófana á borðið og hallaði sér fram. Stæltir og sterklegir vöðvar hnykluðust undir stuttermabolnum. Aftur fékk hún gæsahúð. Hélt hann virkilega að hann gæti birst upp úr þurru eftir allan þennan tíma og eftir allt sem hann hafði á samviskunni?
–Ekki kalla mig því nafni.
Engu skipti þótt hún hefði margoft séð fyrir sér að hún myndi standa andspænis honum eftir alla þessa mánuði. Hún hafði alltaf syrgt hann svolítið.
Hún kreppti hnefana undir borðinu. Hún varð að hafa stjórn á sér. Hann var ekki maðurinn sem hún taldi hann hafa verið.
Hjartað sló ört og reiðin óx, en hún gat ekki snert hann. Ekki á þann hátt sem máli skipti.
Hann hafði séð til þess þegar hún var yfirheyrð æ ofan í æ eftir hvarf hans. Hann hafði kostað hana ferilinn sem hún hafði byggt upp í tíu ár.
Nú vildi enginn ráða hana í vinnu nema Blackhawk. Það var of áhættusamt.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is