Flýtilyklar
Bræðurnir
Varmenni
Lýsing
–Ég vil fara til mömmu, kveinaði strákurinn. Maðurinn kom í símann. –Lily? Hélstu virkilega að þú fengir að sjá hann aftur? –Þetta er ekki Lily. mælti Chance. –Ég er vinur Charlies. Ert þú Jeremy Block? –Hvaða máli skiptir það? –Drengurinn er í uppnámi. Hvað er um að vera? –Ekkert sem þér kemur við, sagði Block og rauf sambandið. Enginn númerabirtir var á símanum á búgarðinum svo að Chance valdi kóða til að komast að því úr hvaða númeri hafði verið hringt. Hann skrifaði númerið á miða og hringdi svo í það. Hann fékk samband við símsvara, þar sem Block sagði hringjandanum hryssingslega að skilja eftir nafn og númer, en af svæðisnúmerinu sá Chance að Charlie var í Boise eða í grennd við þá borg. Hann hringdi í gamlan fjölskylduvin, rannsóknarlögregluþjóninn Robert Hendricks, og sagði honum frá símtalinu. –Láttu mig fá númerið, sagði Hendricks. –Þú verður að bjarga stráknum, sagði Chance. Kendricks þagði andartak. –Gerard sagði mér að þú vildir ekkert vita af Lily Kirk eftir að hún fór frá búgarðinum. Var það misskilningur hjá honum? –Nei. En nú er Charlie í hættu og þá horfir málið öðruvísi við. –Hann er ekki í hættu, sagði Hendricks hægt. Chance rétti úr sér? –Ha? Hvernig geturðu fullyrt það? Ertu búinn að gleyma Jodie Brown og það sem hann gerði við Kinsey af því að hann hélt að hún væri Lily?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.