Flýtilyklar
Bræðurnir
-
Fjársjóðurinn
–Já, það er ég, sagði hún. –Ég vissi það. Hann rétti fram höndina. Bros hans var heillandi. –Gary Dodge sagði mér að svipast um eftir glæsilegri, ljóshærðri konu. –Þú hlýtur að vera Frank Hastings, sagði hún. Hana langaði til að skella upp úr og ranghvolfa augunum en hún sat á sér. Hún vissi vel að hún var þreytuleg og útkeyrð að sjá. –Kallaðu mig Frankie, sagði hann og sleppti hendi hennar. –Má ég setjast? Hún kinkaði kolli og hann settist andspænis henni. Hún hafði séð mynd af honum og vissi því að hann var aðlaðandi, en myndin hafði hvorki komið orkunni til skila sem einkenndi hann né kvikri forvitninni í augunum. Vonir hennar um að hafa yfirhöndina gagnvart honum minnkuðu til muna þegar hann horfði á hana og leyndi því ekki að hann var að vega hana og meta. Hún vissi að hann átti gríðarstóran búgarð í miðju Idaho ríki ásamt föður sínum og bræðrum. Hann var sólbrúnn, trúlega af útiverunni, en samt var hann ekkert sérlega kúrekalegur. Það þótti henni merkilegt. Hann brosti aftur, líkt og hann vissi að hann væri undir smásjánni hjá henni. Ósjálfrátt bar hún hann saman við sinn fyrrverandi. Hún horfði í gaupnir sér og skammaðist sín. Það þýddi ekkert að hugsa um gamla kærasta. Hún varð að einbeita sér að máli ömmu sinnar. –Er eitthvað að? spurði hann. Hún hristi höfuðið. –Nei. –Þakka þér fyrir að fallast á að hitta mig, sagði hann. Í sama bili kom þjónn aðvífandi. Frankie pantaði sér krabbakökur og salat án þess að hafa litið á matseðilinn. Kate bað
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skálkaskjól
Sierra Hyde faldi geispann á bak við krepptan hnefann og hélt á hvítvínsglasinu í hinni þar sem hún sat við langa mahóníborðið á barnum. Tónlistin, básarnir innar í salnum og stóru speglarnir... henni fannst hún hafa komið hingað áður en athygli hennar var þó fyrst og fremst bundin kvenmanni sem sat einsömul í dimmum bás innst í salnum. Konan var Natalia Bonaparte, þrjátíu og þriggja ára gömul og starfaði sem atvinnuráðgjafi. Tíð augnatillit á demöntum skreytt úr sem hún bar um úlnliðinn benti til þess að náunginn, sem hún hafði mælt sér mót við, væri seinn fyrir en það vissi Sierra fyrir. Hún var þarna stödd til að ná ljósmynd af náunganum og konunni saman. Samkvæmt skjólstæðingi Sierru, Savönnuh Papadakis, yrði sá náungi brátt fyrrverandi eiginmaður Savönnuh. Það var eins gott að rétti náunginn léti sjá sig því það var orðið ansi þreytandi að fylgja Nataliu eftir þótt það hefði einungis staðið yfir í tvo daga. Á þeim stutta tíma hafði hún þurft að sækja hvert öldurhúsið á fætur öðru þar sem Natalia reyndist vera ansi virk á félagslega sviðinu. −Má bjóða þér annan? spurði barþjónninn. Sierra leit undrandi á glasið í hönd sér og sá að það var hálftómt. –Við skulum láta engiferöl duga, svaraði hún. Ef heppnin væri með henni léti eiginmaður skjólstæðings hennar sjá sig fljótlega þannig að hún næði nokkrum ljósmyndum af þeim skötuhjúunum saman og gæti síðan drifið sig heim. Hún þurfti á góðum nætursvefni að halda eftir að hafa hangið yfir kvenmanninum á diskóteki hálfa nóttina á undan. Barþjónninn hellti engiferöli í glas handa henni og í sömu andrá voru útidyrnar að kránni opnaðar. Tveir ungir piltar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Varmenni
–Ég vil fara til mömmu, kveinaði strákurinn. Maðurinn kom í símann. –Lily? Hélstu virkilega að þú fengir að sjá hann aftur? –Þetta er ekki Lily. mælti Chance. –Ég er vinur Charlies. Ert þú Jeremy Block? –Hvaða máli skiptir það? –Drengurinn er í uppnámi. Hvað er um að vera? –Ekkert sem þér kemur við, sagði Block og rauf sambandið. Enginn númerabirtir var á símanum á búgarðinum svo að Chance valdi kóða til að komast að því úr hvaða númeri hafði verið hringt. Hann skrifaði númerið á miða og hringdi svo í það. Hann fékk samband við símsvara, þar sem Block sagði hringjandanum hryssingslega að skilja eftir nafn og númer, en af svæðisnúmerinu sá Chance að Charlie var í Boise eða í grennd við þá borg. Hann hringdi í gamlan fjölskylduvin, rannsóknarlögregluþjóninn Robert Hendricks, og sagði honum frá símtalinu. –Láttu mig fá númerið, sagði Hendricks. –Þú verður að bjarga stráknum, sagði Chance. Kendricks þagði andartak. –Gerard sagði mér að þú vildir ekkert vita af Lily Kirk eftir að hún fór frá búgarðinum. Var það misskilningur hjá honum? –Nei. En nú er Charlie í hættu og þá horfir málið öðruvísi við. –Hann er ekki í hættu, sagði Hendricks hægt. Chance rétti úr sér? –Ha? Hvernig geturðu fullyrt það? Ertu búinn að gleyma Jodie Brown og það sem hann gerði við Kinsey af því að hann hélt að hún væri Lily?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Banaráð
Kinsey Frost var hæstánægð með nýja heimilið sitt í New O rleans, sama hvernig veðrið hegðaði sér. Frá því að hún fluttist til borgarinnar fyrir nokkrum árum höfðu alls kyns stormar og stórviðri skekið hana, en hún hafði eiginlega bara notið allra látanna. Hins vegar voru tilfinningarnar blendnar á þessum sumardegi þegar loftrakinn var svo mikill að jaðraði við úða og enga golu var að fá af Mississippifljóti. Til að bæta gráu ofan á svart var gangstéttin full af fólki, tíminn af skornum skammti og bakið aumt eftir daglangt stigaklifur. Kinsey var að því komin að hóa í leigubíl, en hún átti skammt ófarið heim. Því miður hafði hún bara klukkustund til að fara í steypibað, skipta um föt og fara aftur í listhúsið þaðan sem hún var að koma. Tíminn var naumur og hún ákvað að þegar hún væri búin að þvo sér og hafa fataskipti skyldi hún keyra að listhúsinu í stað þess að ganga eins og venjulega. Til að hugsa um eitthvað annað en eymdarástand sitt fylgdist hún með vegfarendum á stéttinni. Hún var listamaður og hafði því ætíð áhuga á fólki, jafnvel baksvipnum á því. Beint fyrir framan hana gekk kona sem hafði bundið hárið í hnút og stungið í hnútinn rauðum prjónum af einhverju tagi. Þar fyrir framan örkuðu tveir kaupsýslumenn í jakkafötum og deildu um eitthvað sem var þeim greinilega mikið hjartans mál. Þarna var líka kona sem leiddi tvær litlar telpur, sem ef til vill voru tvíburar. Lengra í burtu sá Kinsey glitta í brúnan kúrekahatt. Eigandinn reyndist vera hávaxinn, dökkhærður maður, klæddur svörtu leður vesti, gallabuxum og svörtum stígvélum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.