Flýtilyklar
BRANDS of Montana
Þrumuklettur
Lýsing
–Ég er að leita að Dallas Dalton. Nick Brand stóð í dyrunum á einum bragganum sem smalarnir höfðu til afnota á búgarðinum Bogna tré.
–Dally! kallaði einn kúrekinn svo hátt að hann yfirgnæfði hávært spjall félaga sinna. Kúrekinn var í stígvélum og með handklæði um sig miðjan. –Gestur!
Nick tók af sér speglasólgleraugun og stakk þeim í brjóstvasann á bláa jakkanum sínum. Hann stakk í stúf í jakkafötunum á búgarði föðurbróður síns. En hann var ekki þangað kominn til að taka sér frí frá lögmannsstörfunum í Chicago.
Hann var þarna í viðskiptaerindum.
Annar smali, stuttur og nokkuð digur, kallaði á hana aftur.
–Jeremías Jósepsson, hvað gengur eiginlega á? Dallas settist upp leiftursnöggt eins og kassatrúður.
Smalinn benti á Nick. –Þessi stífi þarna.
Dallas barðist við að taka óstýriláta, dökka hárið frá augunum. Hún stundi af gremju, sparkaði af sér sænginni og stökk svo niður úr kojunni. Berfætt, í rifnum gallabuxum og snjáðum Johnny Cash-bol gekk hún til Nicks.
–Ég er að leita að Dallas Dalton, sagði Nick ringlaður.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Dallas neri stírurnar úr augunum og geispaði hástöfum áður
en hún svaraði. –Þú ert búinn að finna hana.
Nick starði steinhissa á svartlakkaðar neglurnar á konunni.
–Ert þú Dallas Dalton?