Caroline Anderson

Örlagastormur
Örlagastormur

Örlagastormur

Published Október 2016
Vörunúmer 369
Höfundur Caroline Anderson
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Hvað...? Það eina sem Georgia sá í þessu slæma skyggni voru bremsu ljós, svo hún steig varlega á sínar bremsur og var þakklát fyrir að hafa haft gott bil í næsta bíl. Bíllinn stöðvaðist, hún kveikti hættuljósin og mjakaðist svo áfram, reyndi að sjá af hverju bílstjórinn á undan hafði stansað. Þótt það væri enn dagur sá hún varla neitt fyrir snjón um. Og útvarpið hafði ekki komið að gagni... mikið var talað um að snjórinn kæmi fyrr en reiknað hafði verið með en engar upplýsingar um umferðarteppur. Bara Chris Rea að syngja um að keyra heim fyrir jólin á meðan snjórinn límdist við þurrkublöðin svo erfitt var að sjá fram fyrir sig. Þau höfðu svo sem ekki verið á neinni hraðferð. Stöðugt hafði hægst á umferðinni vegna skyggnisins og nú var allt stopp. Hún hafði sungið með gömlu lögunum á meðan veðrið versnaði, hafði reynt að bæla niður kvíðann og láta sem allt yrði í lagi. Bjartsýni hennar lagði sig alla fram. Hvenær myndi hún læra að vera raunsæ? Svo dró aðeins úr snjókomunni og hún sá afturljós ótal bíla í röð sem teygði sig í fjarskann. Langt fyrir framan þau mátti sjá blá ljós skera mugguna.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is