Flýtilyklar
Brauðmolar
Caroline Anderson
-
Gagnkvæm þrá
Hún var of sein. Aftur.
Hún skundaði inn, þjökuð af sektarkennd og gremju eins og venjulega, og beint í flasið á James Slater, yfirlækni,
deildarklappstýru og heimsins stundvísasta manni.
Hann lyfti brún og brosti í kampinn. –Daginn, Emily.
Hver er afsökunin í dag?
Hún ranghvolfdi augunum. –Billy. Fyrirgefðu. Hann vildi ekki fara í skóna.
Þá hló James. –Farðu með hann berfættan í skólann.
Þá gerir hann þetta aldrei aftur. En ég er feginn að þú ert komin. Ég set þig inn á endurlífgun. Ég er svolítið
upptekinn á fundum í allan dag og þarf að biðja þig um að sinna nýja lækninum okkar.
Emily rak upp stór augu. –Þarf hann barnapíu?
Aftur skellti James upp úr. –Tæplega. Hann þarf bara að kynnast deildinni. Við erum mjög heppin að fá hann.
Hann vann hjá SKL.
Það kom henni á óvart. Stóráfallakerfi Lundúnaborgar var á heimsmælikvarða og eitt andartak velti hún því fyrir
sér hvers vegna í ósköpunum hann hefði kosið að koma til Yoxburgh. Spítalinn var frábær, en samt… Jæja, hann
hlaut að minnsta kosti að vera fær á sínu sviði. Það sama varð ekki sagt um síðasta afleysingalækninn þeirra.
–Allt í lagi. Ég þarf bara að skipta um föt. Hvað heitir hann?
–Oliver Cavendish.
Hún fékk áfall alveg ofan í tær, en hún hafði engan tíma til að staldra við og hugsa. Hún vissi ekki einu einni hvað
hún ætti að hugsa.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Slysalæknirinn
–Laura?
Röddin var dimm, mjúk og undarlega kunnugleg. Hún hafði ekki heyrt hana árum saman, en enn fór hjartað
kollhnís þegar hún heyrði hana.
Nei. Það er óhugsandi.
En hjartað hélt áfram að kútveltast og allt í einu varð hún ringluð og fann fyrir svima.
Enga vitleysu. Blóðsykurinn er bara lágur. Kannski ertu taugaóstyrk fyrir viðtalið. Og þetta getur hvort eð
er ekki verið hann. Ekki þarna.
Hægt, rólega og með tregðu leit hún upp og horfði í þessi ógleymanlegu, gráu augu. Augu sem höfðu strítt,
hlegið og einu sinni brunnið fyrir hana.
En ekki núna. Á þessu andartaki voru þau svolítið hissa.
Hún kannaðist við þá tilfinningu.
Hvað er hann að gera hér?
Viðtalið? Nei. En af hverju var hann þá í jakkafötum?
Og ef hann hafði sótt um starfið var hún ofurliði borin.
Hann var alltof fær og sannfærandi. Hann hefði átt að verða sölumaður en ekki læknir. Hann gat sannfært hvern
sem var um hvað sem vera skyldi og ráðningarnefndin myndi falla fyrir því eins og allir aðrir. Til dæmis hún.
Næstum því. En hún hafði ekki gert honum auðvelt fyrir.
Hún hafði hafnað honum æ ofan í æ á meðan þau voru í læknanáminu og höfnunin hafði verið nýmæli fyrir hinn
vinsæla Tom Stryker, sem sýndi engin merki um uppgjöf og í kjölfarið hafði orðið til eins konar leikur. Hann spurði
og hún sagði nei.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Örlagastormur
–Hvað...? Það eina sem Georgia sá í þessu slæma skyggni voru bremsu ljós, svo hún steig varlega á sínar bremsur og var þakklát fyrir að hafa haft gott bil í næsta bíl. Bíllinn stöðvaðist, hún kveikti hættuljósin og mjakaðist svo áfram, reyndi að sjá af hverju bílstjórinn á undan hafði stansað. Þótt það væri enn dagur sá hún varla neitt fyrir snjón um. Og útvarpið hafði ekki komið að gagni... mikið var talað um að snjórinn kæmi fyrr en reiknað hafði verið með en engar upplýsingar um umferðarteppur. Bara Chris Rea að syngja um að keyra heim fyrir jólin á meðan snjórinn límdist við þurrkublöðin svo erfitt var að sjá fram fyrir sig. Þau höfðu svo sem ekki verið á neinni hraðferð. Stöðugt hafði hægst á umferðinni vegna skyggnisins og nú var allt stopp. Hún hafði sungið með gömlu lögunum á meðan veðrið versnaði, hafði reynt að bæla niður kvíðann og láta sem allt yrði í lagi. Bjartsýni hennar lagði sig alla fram. Hvenær myndi hún læra að vera raunsæ? Svo dró aðeins úr snjókomunni og hún sá afturljós ótal bíla í röð sem teygði sig í fjarskann. Langt fyrir framan þau mátti sjá blá ljós skera mugguna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.