Flýtilyklar
Caroline Anderson
Slysalæknirinn
Lýsing
–Laura?
Röddin var dimm, mjúk og undarlega kunnugleg. Hún hafði ekki heyrt hana árum saman, en enn fór hjartað
kollhnís þegar hún heyrði hana.
Nei. Það er óhugsandi.
En hjartað hélt áfram að kútveltast og allt í einu varð hún ringluð og fann fyrir svima.
Enga vitleysu. Blóðsykurinn er bara lágur. Kannski ertu taugaóstyrk fyrir viðtalið. Og þetta getur hvort eð
er ekki verið hann. Ekki þarna.
Hægt, rólega og með tregðu leit hún upp og horfði í þessi ógleymanlegu, gráu augu. Augu sem höfðu strítt,
hlegið og einu sinni brunnið fyrir hana.
En ekki núna. Á þessu andartaki voru þau svolítið hissa.
Hún kannaðist við þá tilfinningu.
Hvað er hann að gera hér?
Viðtalið? Nei. En af hverju var hann þá í jakkafötum?
Og ef hann hafði sótt um starfið var hún ofurliði borin.
Hann var alltof fær og sannfærandi. Hann hefði átt að verða sölumaður en ekki læknir. Hann gat sannfært hvern
sem var um hvað sem vera skyldi og ráðningarnefndin myndi falla fyrir því eins og allir aðrir. Til dæmis hún.
Næstum því. En hún hafði ekki gert honum auðvelt fyrir.
Hún hafði hafnað honum æ ofan í æ á meðan þau voru í læknanáminu og höfnunin hafði verið nýmæli fyrir hinn
vinsæla Tom Stryker, sem sýndi engin merki um uppgjöf og í kjölfarið hafði orðið til eins konar leikur. Hann spurði
og hún sagði nei.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók