Flýtilyklar
Cassie Miles
Stúlkan sem engu gleymir
Lýsing
Brooke stökk út úr bílnum og flýtti sér eftir gangstéttinni. Dauðu tóbakshornin voru ills viti...
ekki nóg til að hún fengi felmturskast en nálægt því. Hún fann fyrir einkennum því hún átti meðal annars erfitt með andardrátt, fann fyrir skjálfta og hröðum púlsi. Hægðu á þér, slakaðu á. Hún hægði á sér að leiðinni að útidyrunum á litlu íbúðinni sem vinkona hennar bjó í á endanum á L-laga fjölbýlishúsinu.
Hún hefði aldrei átt að reikna með því að Franny myndi sjá um blómin. Líf vinkonu hennar var endalaus þeytingur og hún myndi aldrei breytast. Af hverju ætti hún að gera það? Ef hún var sátt við ringulreiðina varð svo að vera.
Brooke þótti vænt um þessa léttgeggjuðu vinkonu sína sem var eins og yngri systir sem hún hafði aldrei átt. Þær voru líkar í útliti.
Auðvitað erum við líkar í útliti. Hann valdi okkur út af svarta hárinu og bláu augunum.
Það voru 12 ár liðin en hún mundi eftir hverju smáatriði. Hún gat aldrei losnað við fortíðina.
Þegar hún gekk upp steinsteyptu tröppurnar varð henni litið á ofurnákvæma úrið sitt.
Fyrir 27 mínútum síðan hafði Franny hringt
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók