Flýtilyklar
Brauðmolar
Cassie Miles
-
Áleitin fortíð
Tunglið óð í skýjum og draugalegir skuggar fóru á stjá, en Vanessa Whitman stóð óhrædd fyrir utan kirkjugarðinn. Hún var sátt við liðna tíð, þar á meðal föður sinn sem hafði verið jarðsunginn fyrir tæpri viku. Ekki veitti henni af aðstoð við að henda reiður á arfleifð sinni, hvort sem það væri frá framliðnum eða lögfræðingum. Hún smeygði sér í gegnum þröngt gat á gerðinu umhverfis garðinn sem var staðsettur skammt vestur af Denverborg í Coloradoríki. Stóru kirkjugarðshliðinu hafði verið læst fyrir klukkustund. Samkvæt reglum garðsins áttu gestir sem komu eftir myrkur að láta vita af sér en þá reglu var Vanessa neydd til að brjóta. Grafkyrr virti hún fyrir sér óreglulegar raðir legsteina og krossa. Hún var alein í garðinum. Vindurinn þaut í laufi trjánna. Tunglið braust fram og sendi geisla sem vísaði Vanessu veginn. Hún hélt á niðursuðukrukku sem innihélt hluta af ösku föður hennar sem hún hafði tekið úr duftkerinu hans.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Launráð og leyndarmál
Hitaneminn var ekki það eina sem hana vantaði.
Hún var ekki með sjónauka, engan hlerunarbúnað og vopnin voru ekki til að hrópa húrra fyrir. Hnífurinn í beltinu var ágætur í návígi en byssan var klunnaleg og ekki til að treysta á.Hún vildi frekar vopn eins og hún hafði notað í Afganistan.
Það sama gilti um fötin sem hentuðu tilefninu alls ekki. Hún hafði verið á leiðinni á há degisfund á flottum stað í Denver og var í svörtum leðurjakka, ólívugrænni silkiblússu, svörtum síðbuxum og reimuðum sandölum með 5 cm hælum. Sem einnarkonuárásarsveit hefði hún átt að vera í fatnaði í felulitunum og skóm með stáltá.
Adrenalínið fór að flæða þegar annar vörðurinn leit í áttina til hennar. Hún faldi sig bak við tréð og vonaði að dökkur klæðnaðurinn hyrfi í skuggunum. Ljósa hárið var falið undir mynstruðum klút og hún hafði brett kragann upp til að
skyggja á andlitið. Bláu augun voru það eina sem sást vel. Hún pírði þau og fylgdist með verðinum sem sneri höfðinu og hélt áfram.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stúlkan sem engu gleymir
Brooke stökk út úr bílnum og flýtti sér eftir gangstéttinni. Dauðu tóbakshornin voru ills viti...
ekki nóg til að hún fengi felmturskast en nálægt því. Hún fann fyrir einkennum því hún átti meðal annars erfitt með andardrátt, fann fyrir skjálfta og hröðum púlsi. Hægðu á þér, slakaðu á. Hún hægði á sér að leiðinni að útidyrunum á litlu íbúðinni sem vinkona hennar bjó í á endanum á L-laga fjölbýlishúsinu.
Hún hefði aldrei átt að reikna með því að Franny myndi sjá um blómin. Líf vinkonu hennar var endalaus þeytingur og hún myndi aldrei breytast. Af hverju ætti hún að gera það? Ef hún var sátt við ringulreiðina varð svo að vera.
Brooke þótti vænt um þessa léttgeggjuðu vinkonu sína sem var eins og yngri systir sem hún hafði aldrei átt. Þær voru líkar í útliti.
Auðvitað erum við líkar í útliti. Hann valdi okkur út af svarta hárinu og bláu augunum.
Það voru 12 ár liðin en hún mundi eftir hverju smáatriði. Hún gat aldrei losnað við fortíðina.
Þegar hún gekk upp steinsteyptu tröppurnar varð henni litið á ofurnákvæma úrið sitt.
Fyrir 27 mínútum síðan hafði Franny hringtEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífsþorsti
Hún var máttfarin en glöð yfir því að vera á lífi, þakklát og líka svolítið undrandi. Undanfarin ár hafði hún svo oft fundið fyrir andlegri vanlíðan að hún var farin að reikna með því allra versta. Samt hafði litið út fyrir það undanfarið að gæfan væri að snúast henni í vil. Hún var ánægð með leiguíbúð ina sína í Denver og vinnan gaf henni mikið. Svo var hún nýbúin að komast að því að kannski var hún orðin vellauðug. Ég get ekki gefist upp. Það þurfti eitthvað meira til að drepa hana en að aka gegnum vegahandrið á mjóum fjallavegi í grennd við Aspen og hrapa niður bratta fjallshlíð.
Ennið var rakt og þegar hún ýtti hártoppnum frá og snerti blautan blett ofan við hárlínuna varð sársaukinn skerandi. Hver einasta hreyfing framkallaði nýjan sársauka. Höndin varð blóðug.
Mamma hennar, sem var dáin fyrir mörgum árum... reið kona sem trúði ekki á heppni eða óvænt ævintýri eða ást, alls ekki á ást... spratt fram í hugann. Úfið platínuljóst hár og fötin öll í óreiðu.
Mamma hennar fékk sér sopa úr vodkaflöskunni og tautaði eitthvað gremjulega, orð sem Emily heyrði ein. Þú átt þessi auðævi ekki skilið. Þess vegna ertu dauð núna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Duldar minningar
Kræklóttar trjágreinar rifu í ermarnar á peysunni hennar og rispuðu berar hendur hennar er hún flýtti sér út úr þéttri trjáþyrpingu í fjallshlíðinni. Nýfallinn snjór þakti jörðina og síðdegissólin gægðist út á milli skýja. Samt greindi hún ekki vel trén hinu megin við rjóðrið. Hún hríðskalf. Þótt hún myndi skilja eftir sig slóð þrammaði hún rakleitt yfir rjóðrið. Þeir myndu koma á hæla henni.
Hvaða menn voru þetta með skotvopnin?
Hún leit um öxl en sá þá ekki koma á eftir sér.
Hún lagði við hlustir en heyrði ekki til þeirra.
Þeir höfðu skilið hana eftir í sendlabílnum, liggjandi á gólfinu aftur í. Hún hafði ekki hreyft sig, ekki opnað augun. Þeir héldu þá líklega að hún væri meðvitundarlaus. Einn þeirra hafði ýtt við henni með fætinum en hún hafði ekki sýnt nein merki um að vera með rænu. Þeir höfðu rætt um að taka hana með inn í bjálkahúsið en horfið frá því ráði. Þeir höfðu ekki viljað halda á henni. Þeim var sama þótt hún yrði úti þarna í bílnum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óveður
Planið hennar í kvöld var að finna einkatölvu James Wynter og hala innihaldi hennar niður á minnislykil. Hún hafði læðst úr afmælisveislunni sem haldin var fyrir einn af æðstu yfirmönnum í Wyntersamsteypunni. Gestirnir höfðu hellt í sig kampavíni og dáðust hástöfum að útsýninu yfir Golden Gatebrúna sem bar við næturhimininn. Sumir höfðu kvartað yfir að hafa þurft að láta frá sér farsímann sinn og Emily var sammála því. Það hefði verið gott að geta tekið myndir af háttsettum stjórnmálamönnum að skemmta sér með óþokkum Wynters.
Undir þiljum gekk hún að annarri hurð til hægri. Henni hafði verið sagt að þetta væri skrifstofa James Wynters. Fægður látúnshúnninn snérist auðveldlega í hönd hennar. Engin þörf á að dírka upp lásinn.
Hjarta hennar barðist hratt þegar hún fór inn.
Það var slökkt á skrifborðslampanum en í tunglskininu sem barst inn um kýraugað, greindi hún opna fartölvuna. Það tæki ekki nema nokkrar mínútur að færa gögn Wynters yfir á minnislykilinn og þá væri hún loksins með sönnunargögnin sem hún þurfti fyrir mansalsgreinina sína.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eldur
–Stuttbuxur eru fyrir börn og íþróttamenn.
Ætlarðu að kippa mér út úr verkefninu ef ég fer ekki í þær?
Thomas lokaði brúnu möppunni þar sem verkefni Wills var útlistað. Hugsanlegt verkefni. En verra gat það verið, hugsaði Thomas með sér.
Þeir gætu verið að þrátta um þetta í viðurvist annarra en ekki inni á skrifstofunni hans. Hann vissi ekki hvort Will var alvara eða ekki. Óvissan og óróleikinn settu viðvörunarbjöllur í gang í huga hans. Stuttbuxurnar voru greinilega mikið mál en hann afréð að spyrja ekki hvers vegna. Í áranna rás hafði Thomas unnið með fjölda manna og kvenna sem gerðu ótrúlega hluti á vettvangi og fólk sem studdi þau úr höfuðstöðvunum.
Lánið gat ekki leikið við hann að eilífu varðandi ráðningar. Það var líklega kominn tími til að setjast í helgan stein og láta einkalífið ganga fyrir vandamálum þjóðarinnar. En þjóðin þarfnaðist hans og hafði farið fram á sérþekkingu hans einu sinni enn. Ef hann setti saman rétta hópinn gæti hann kvatt starfið sáttur og sæll.
–Ég hef skipt um skoðun, Will. Þú ert ekki rétti maðurinn í þetta starf.
–Af því að ég vil ekki bera út póst í þessum fáránlegu stuttbuxum?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skíðahótelið
Ef hinn níutíu og tveggja ára skjólstæðingur
og stórlax, Virgil P. Westfield, hefði ekki dáið
kvöldið áður við grunsamlegar kringumstæður
hefði Söshu Campbell, aðstoðarmanni lögmanns, aldrei verið treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni í Arcadia í Colorado, sem var
að verða vinsæll ferðamannabær. Hún lagði
klæðapokann yfir stólbak og gekk þvert yfir
þykka teppið í nýtískulegu, rúmgóðu og spánnýju íbúðinni sem var í eigu vinnuveitanda
hennar, lögmannsstofunnar Samuels, Sorenson og Smith. Stofan var stundum kölluð 3S,
eða jafnvel Þrír asnar. Það fór eftir afstöðu
manna til hennar. Þessa stundina var hún í
náðinni hjá fyrirtækinu, ekki síst yfirmanni
sínum, Damien Loughlin, lögmanni og trúnaðarvini hennar í Denver. Hún hugðist halda
því þannig. Með því að leysa þetta verkefni
gæti hún sannað að hún væri fagmaður og
verðskuldaði stöðuhækkun. Einn góðan veðurdag hugðist hún afla sér meiri þjálfunar og
gerast sáttasemjari.
–Hvar á ég að setja ferðatöskuna? spurði
Alex, bróðir hennar. Hann var lágt settur lögfræðingur á 3S og hafði ekið henni hingað frá
Denver. Hann bar farangurVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Bylurinn
–Hægðu á þér, Sarah. Fallið hérna megin er ferlega hátt.
–Þetta eru bara fimm metrar. Sarah Bentley hikaði og beindi
geisla vasaljóssins fram af brúninni þar sem myrkrið gleypti geislann. Það var skýjað þessa nótt og engin birta frá tunglinu. Hún
yppti öxlum og gekk áfram. Það marraði í frosnum snjó undir
stígvélunum hennar. –Ég myndi ekki kalla þetta fall. Þetta er aflíðandi brekka. Þú hefur verið í brattari skíðabrekkum.
–Ekki um miðja nótt, sagði vinkona hennar, Emily Layton.
–Ekki án skíða.
Þessi skógarstígur lá frá Gistiheimili Bentley að borunarstað
Hackman Oil og stígurinn var nokkurn veginn bein lína, sem
þýddi að hann var stysta leiðin á milli staðanna tveggja. En það
þýddi ekki endilega fljótlegasta. Sarah velti fyrir sér hve gáfulegt
það hefði verið að fara þessa leið. Hún stansaði á stígnum og sneri
sér að vinkonu sinni. –Af hverju keyrðum við ekki?
–Í textaboðunum frá BAF var talað um að nota stíginn. Gufuský var við munninn á Emily, þar sem yfirleitt mátti finna bros.
–Stígurinn var sérstaklega nefndur.
–Ég tek ekki við skipunum frá þeim ösnum. Henni líkaði ekki
við BAF, öfgakenndan umhverfisverndarhóp sem gerði margt
heimskulegt. –Í hvaða rugli er ég að lenda?
–Ég var búin að segja þér það. Emily ranghvolfdi augunum og
stappaði niður fæti, hagaði sér eins og táningur en ekki tuttugu og
átta ára gömul kona sem yrði gift innan skamms. –Ég fékk textaboð um miðnættið þar sem stóð að BAF ætlaði að senda Hackman
Oil skilaboð. Þeir vilja að ég komi til þeirra og sögðu mér að hafa
hljótt og koma eftir skógarstígnum. Ég þurfti að hafa þig með tilVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Arfleifðin
Það var aldrei svona dimmt í Brooklyn. Ef hún hefði verið heima hjá sér hefði Gabby Rousseau getað treyst á götuljós eða bjarma frá búðarglugga, eða eilífan bjarmann frá Manhattan handan ár- innar. En hérna? Í fjöllunum í Colorado? Hún sá ekki þrjá metra fram fyrir sig, jafnvel þótt hún væri með háu ljósin á. Þung ský lokuðu á stjörnurnar og rigningin buldi á þreytta Fordinum hennar.
Hún velti fyrir sér að keyra út í kant og bíða þar til stormurinn gengi yfir en vogaði sér það ekki. Hvað ef dekkin sykkju í leðj- una við hliðina á þessum mjóa vegi sem var þakinn holum? Hvar yrði hún þá? Föst. Í rigningu. Og enginn leigubíll á stóru svæði.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.