Flýtilyklar
Brauðmolar
Cassie Miles
-
Gíslataka
Sunnudagur, 21:57
Rafmagnið hafði verið tekið af byggingunni en neyðarljósin nægðu Kelly Evans þegar hún gekk að útgönguljósi sjöttu hæðar- innar. Hjarta hennar sló hratt og hendurnar skulfu. Hvert skref færði hana nær hættu en hún hafði ekki um neitt að velja. Hún varð að bjarga hinum gíslunum.Hún opnaði dyrnar undir útgönguljósinu og hélt þeim opnum. Þegar hún lokaði dyrunum myndu þær læsast á eftir henni og hún kæmist ekki inn um þær frá stigaganginum.
Hún hélt niðri í sér andanum og lagði við hlustir. Höfðu þeir sett vörð hérna? Var hún að ganga í gildru? Reykur frá sprenging- unni sem lokaði stigaganginum á jarðhæðinni mettaði loftið og erti hálsinn á henni. Hún klemmdi varirnar saman og kæfði hósta sem hefði getað komið upp um staðsetningu hennar.
Hún lokaði dyrunum svo varlega að smellurinn heyrðist varla. Hún steig frá veggnum, hallaði sér fram, greip í handriðið og horfði upp á við. Á hverri hæð var útgönguljós en skuggarnir skekktu allt svo stiginn virtist ná óendanlega langt. Kelly hóf gönguna.
Þegar hún var á milli sjöundu og áttundu hæðarinnar tók hún sér hvíld til að ná andanum. Níunda hæðin var sú hættulegasta. Trask var þar og byssumennirnir. Ef hún kæmist framhjá gæti hún náð alla leið upp á þak.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ljósmóðir í Montana
Rödd hennar titraði af kvíða, sem var skiljanlegt því hún var í þann veginn að eignast sitt fyrsta barn. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum höfðu Misty og Clinton ákveðið að fara í torfæruakstur og höfðu fest bílinn í gömlum árfarvegi sem var blautur eftir nýlega snjóbráð. Veðrið var ekki slæmt, miðað við að nóvember var byrjaður, en myrkrið var að nálgast. Með því kæmi meiri kuldi.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á öruggum stað
Olivia Loughton var köld og ein, á ráfi um dimmar götur Denver. Kaldur nóvembervindur reif í síðustu gulu laufin sem héngu á greinum og hún þurfti að halda peysunni að sér því rennilásinn var ónýtur. Dökkbláu peysuna hafði hún fundið í óskilamunum sjúkrahússins. Hún hafði skilið blóðugu úlpuna eftir.Hún gat ekki skilið minningarnar jafn auðveldlega við sig. Með hræðilegum smáatriðum mundi hún eftir bílslysinu í fjöllunum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Mansal
Því fyrr sem þessari rannsókn lyki, þeim mun betra. Eftir átta mánaða starf var Brady Masters alríkislögreglumaður að því kominn að missa þolinmæðina. Hann þráði að komast aftur til Quantico og hafði úr eigin vasa greitt fyrir sæti í leiguflugi frá Albequerque til flugvallarins í Grand-sýslu skammt frá Granby í Colorado.Hann laut höfði meðan hann gekk út úr litlu flugvélinni og niður á flughlaðið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ljósmóðir í lífshættu
Sum börn koma snögglega í heiminn með spörkum og öskrum. Önnur taka andköf. Svo eru börn sem opna faðminn og ná taki á manni. Hvert ungbarn er einstakt. Hver fæðing kraftaverk.Rachel Devon naut þess að vera ljósmóðir.Hún brosti til nýfædda barnsins í fangi sér. Litla stúlkan, sem var bara tveggja stunda gömul, starði á vetrarsólina fyrir utan gluggann. Hvað skyldi hún verða þegar hún yrði stór? Hvert myndi hún ferðast? Fyndi hún ástina? Gangi þér vel, litla stúlka. Ég er enn að leita.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heimtur úr helju
Fimm árum eftir dauða eiginmanns síns, ímyndaði Tess Donovan sér stundum enn að hún heyrði hlátur hans í mannmergð. Þegar hún sá landgönguliða í bláum einkennisbúningi, mundi hún hvernig Joe hafði staðið í réttstöðu... svo myndarlegur, með fullkominn vangasvip og laglegan krokk. Ef hann hefði ekki verið í svona mörgum leyniaðgerðum, hefði verið hægt að nota andlit hans á veggspjöld í innritunarskrifstofum hersins.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Sannur vinur
Tom Hawthorne skellti hurð Toyota-jeppans, skellti henni fast. Af hverju í fjandanum hafði hann ákveðið að stytta sér leið í stað þess að halda sig á þjóðveginum? Það var komið langt fram á kvöld og hann var fastur á hlykkjóttum malarvegi í dal. Engir aðrir bílar. Enginn kofi sjáanlegur. Aðeins stjörnurnar urðu vitni að reiði hans. –Fjandakornið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óvænt þungun
Það var óreiða á skrifborðinu á heimaskrifstofu Rays Jantzen... óopnaður ruslpóstur, bækur, hlaupaskór með slitna reim, möppur, rannsóknargögn fyrir ritgerð sem hann hafði birt í American Journal of Psychiatry og... byssa. Á bak við tímaritastafla fann hann innrammaða mynd af konu sinni heitinni, Annie, og syni þeirra, Blake.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Undir vernd kúrekans
Litli, skítugi glugginn við hliðina á útidyrahurðinni hleypti örlítilli skímu í gegn í þverrandi dagsbirtunni. Þetta var sjöundi dagurinn sem hún hafði verið innilokuð. Nicole Carlisle lá samanhnipruð á þunnri dýnunni í kjallaraholunni og starði á birtuslitrið skjálfandi af kulda í nöprum kuldanum sem lagði frá veggjunum. Fljótlega færi að snjóa. Jólin nálguðust á búgarðinum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lífvörður undir mistilteini
Hann var ekki enn dauður. Myrkrið á bak við augnalok hans þynntist. Hann fann hárin rísa á handleggjum sínum. Í höfði sínu heyrði hann hjartslátt sinn, hátt og stöðugt eins og í frumskógartrommum. Drungalegur takturinn kallaði hann aftur til lífsins. En hann heyrði líka annað hljóð. Bípiðí hjartalínuritanum. Hljóðlátt fótatak. Brak í stól. Hósta. Það var einhver annar þarna í herberginu hjá honum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.