Of óþolinmóð til að geta beðið eftir því að þyrlan stöðvaðist, stökk Carolyn Carlisle út, beygði sig niður og hljóp með fartölvuna í annarri hendi og skjalatöskuna í hinni. Moldryk og dauð laufblöð þyrluðust upp í kringum hana. Sítt, svart hárið slóst í andlitið á henni. Þegar hún var sloppin gaf hún flugmanninum merki um að hann mætti fara og þyrlan tók á loft og sveif í átt að Klettafjöllunum, eins og risavaxin, hvít drekafluga.