Colleen Thompson

Tvíburarnir
Tvíburarnir

Tvíburarnir

Published Maí 2015
Vörunúmer 5. tbl. 2015
Höfundur Colleen Thompson
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Var til of mikils mælst að fá frið, fyrst hún gat
ekki endurheimt son sinn?
Spurningin ómaði í höfði hinnar sextíu og
átta ára gömlu Nancy Rayford, þrátt fyrir öflugu lyfin sem hún var nýbúin að taka. Áfram
var barið að dyrum. Hvað var klukkan eiginlega? Hvað hafði hún sofið lengi?
Hún reif af sér teppið, settist upp í sófanum
og leit á sjónvarpið, þar sem einhver grínisti
lét móðan mása. Hún skrúfaði niður í honum.
Áhorfendur hlógu óskaplega. Það var eitthvað
svo óviðeigandi, enda hafði yndislegi strákurinn hennar verið brenndur fyrir tveimur vikum. Öskuna geymdi hún í duftkeri.
Hún minnti sjálfa sig á að hann hefði ekki
verið strákur, heldur maður. Þeir höfðu báðir
verið fullvaxta menn, hann og Ian. En hún
hafði aldrei kynnst þeim á fullorðinsárum eða
sem hermönnum. Um var að kenna uppeldisaðferðum eiginmanns hennar. Nú var hann
farinn líka og hún ein eftir, einmana roskin
ekkja, umkringd þúsundum ekra af beitilandi,
sem þurrkar herjuðu á, og þyrstum nautgripum.
Höggin hófust á ný, hálfu harðari en áður.
Þau bergmáluðu í deyfðum huga hennar uns
henni varð að lokum ljóst að eitthvað hlaut að
vera að. Hún skalf við tilhugsunina um að
fleiri einkennisbúnir menn stæðu við dyrnar
hjá henni, menn sem tilkynntu henni að eini
eftirlifandi sonur hennar, frumburðurinn Zach,
væri dáinn líka.
Hún rak upp sársaukavein er hún

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is