Flýtilyklar
Brauðmolar
Colleen Thompson
-
Upprisan
Það var steikjandi hiti á veginum sem hann
hafði gengið klukkustundum saman, dögum
saman eða allt sitt líf. Hann var ekki viss og
það skipti engu. Það eina sem skipti máli var
ógreinilegi depillinn í fjarska, þar sem brennheitir geislar sólarinnar spegluðust í einhverju
sem hlaut að vera stöðuvatn. Hann verkjaði í
skraufþurran munninn þegar hann hugsaði um
vatn, ferskt og svalandi.
Hann staulaðist áfram. Fæturnir voru alsettir
blöðrum. Í huga hans kom upp minning um
fagurbláa sundlaug og íturvaxna konu með stór
sólgleraugu sem gekk til hans. Þegar hún
brosti fylltist hann girnd.
–Til í annan? spurði hún og rétti honum einhvern rjómakenndan, ískaldan drykk í glæru
plastglasi. Safarík ananassneið prýddi jaðar
þess. Minningin var svo ljóslifandi að hann gat
næstum fundið bragðið að vökvanum. Hann
fann líka næstum því bragðið að vörum hennar
og hvernig mjúkt, dökkt hárið var viðkomu.
Hann brosti og teygði sig í áttina til hennar.
Þá fann hann skorpnar varir sínar springa og í
stað sæta bragðsins fann hann salt blóðbragð í
munni sér. Hillingin stríddi honum í fjarska.
Hitinn og sólin villtu honum sýn. Þú kemst
aldrei til hennar aftur, jafnvel þótt þú gangir á
heimsenda.
Hann gat þóVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Tvíburarnir
Var til of mikils mælst að fá frið, fyrst hún gat
ekki endurheimt son sinn?
Spurningin ómaði í höfði hinnar sextíu og
átta ára gömlu Nancy Rayford, þrátt fyrir öflugu lyfin sem hún var nýbúin að taka. Áfram
var barið að dyrum. Hvað var klukkan eiginlega? Hvað hafði hún sofið lengi?
Hún reif af sér teppið, settist upp í sófanum
og leit á sjónvarpið, þar sem einhver grínisti
lét móðan mása. Hún skrúfaði niður í honum.
Áhorfendur hlógu óskaplega. Það var eitthvað
svo óviðeigandi, enda hafði yndislegi strákurinn hennar verið brenndur fyrir tveimur vikum. Öskuna geymdi hún í duftkeri.
Hún minnti sjálfa sig á að hann hefði ekki
verið strákur, heldur maður. Þeir höfðu báðir
verið fullvaxta menn, hann og Ian. En hún
hafði aldrei kynnst þeim á fullorðinsárum eða
sem hermönnum. Um var að kenna uppeldisaðferðum eiginmanns hennar. Nú var hann
farinn líka og hún ein eftir, einmana roskin
ekkja, umkringd þúsundum ekra af beitilandi,
sem þurrkar herjuðu á, og þyrstum nautgripum.
Höggin hófust á ný, hálfu harðari en áður.
Þau bergmáluðu í deyfðum huga hennar uns
henni varð að lokum ljóst að eitthvað hlaut að
vera að. Hún skalf við tilhugsunina um að
fleiri einkennisbúnir menn stæðu við dyrnar
hjá henni, menn sem tilkynntu henni að eini
eftirlifandi sonur hennar, frumburðurinn Zach,
væri dáinn líka.
Hún rak upp sársaukavein er húnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Logar
Skrýtinn félagsskapur myndaðist oft í pólitík en verra varð það í fangelsisflótta. Mac McCleary, sem hafði ekki notað sitt rétta nafn áratugum saman, hafði ekki fundið neina leið út nema með því að lofa hverjum þátttakanda verðlaunum. Og það loforð óttaðist hann að myndi kosta hann lífið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Háskalegur leiðangur
Hann hafði hana í sigtinu. Shannon Brandt áttaði sig á því að hún var að öllum líkindum dauðans matur þegar djúp rödd sagði aðvarandi fast við eyra hennar, „Hreyfðu þig ekki“ og grjóthart vopn var rekið á milli herðablaðanna á henni. Að öllum líkindum skammbyssuhlaup.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.