Flýtilyklar
Colleen Thompson
Upprisan
Lýsing
Það var steikjandi hiti á veginum sem hann
hafði gengið klukkustundum saman, dögum
saman eða allt sitt líf. Hann var ekki viss og
það skipti engu. Það eina sem skipti máli var
ógreinilegi depillinn í fjarska, þar sem brennheitir geislar sólarinnar spegluðust í einhverju
sem hlaut að vera stöðuvatn. Hann verkjaði í
skraufþurran munninn þegar hann hugsaði um
vatn, ferskt og svalandi.
Hann staulaðist áfram. Fæturnir voru alsettir
blöðrum. Í huga hans kom upp minning um
fagurbláa sundlaug og íturvaxna konu með stór
sólgleraugu sem gekk til hans. Þegar hún
brosti fylltist hann girnd.
–Til í annan? spurði hún og rétti honum einhvern rjómakenndan, ískaldan drykk í glæru
plastglasi. Safarík ananassneið prýddi jaðar
þess. Minningin var svo ljóslifandi að hann gat
næstum fundið bragðið að vökvanum. Hann
fann líka næstum því bragðið að vörum hennar
og hvernig mjúkt, dökkt hárið var viðkomu.
Hann brosti og teygði sig í áttina til hennar.
Þá fann hann skorpnar varir sínar springa og í
stað sæta bragðsins fann hann salt blóðbragð í
munni sér. Hillingin stríddi honum í fjarska.
Hitinn og sólin villtu honum sýn. Þú kemst
aldrei til hennar aftur, jafnvel þótt þú gangir á
heimsenda.
Hann gat þó