Cyntia Eden

Játningar
Játningar

Játningar

Published Ágúst 2016
Vörunúmer 328
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Ertu... að fara? Scarlett Stone starði á manninn fyrir framan sig og fann til í hjartanu. Nei, þetta var ekki sársauki... hjartað var að bresta.
–Ég fékk ný verkefni, sagði Grant McGuire, djúp röddin var laus við sína venjulegu hlýju. –Ég fer á morgun og veit ekki hvenær ég kem aftur. Sólin var að setjast og endurspeglaðist í ljósu hári hans. Grant... hávaxinn, myndarlegur, fullkominn.
Hún hafði útskrifast úr framhaldsskóla fyrir nokkrum mánuðum. Háskólinn beið hennar. Dagarnir áður en skólinn byrjaði áttu að vera upphafið að nýju lífi. Nýju lífi sem hún vildi eyða með honum.
Grant var fjórum árum eldri en hún. Vinsæll, sjálfsöruggur, sterkur. Hann hafði verið í hernum í nokkur ár en komið að heimsækja hana. Í hvert sinn sem hann kom heim eyddi hann tímanum með henni.
En hann er að fara aftur...
Hann lyfti hendinni og siggrónir fingurgómarnir strukust yfir vanga hennar. Snertingin rak eitthvað af hrollinum burtu. Skrýtið. Ágústkvöld í Texas ætti ekki að vera svona kalt, af hverju var hún með gæsahúð á handleggjunum?
–Þú átt eftir að njóta þess að vera í háskólanum, sagði Grant með þessari lágværu rödd sem fékk magann í henni til að taka smádýfu. –Þetta verður skemmtilegasti tími ævi þinnar. Hönd hans féll niður. –En ég þarf að fara aftur.
Hann var alltaf að fara. –Af hverju?
–Búgarðurinn... staðurinn er ekki fyrir mig, Scarlett. Ég þarf eitthvað meira.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is