Flýtilyklar
Brauðmolar
Cyntia Eden
-
Ógnin
Josh Duvane kom upp úr sjónum, dró munnstykkið út úr sér og ýtti grímunni upp. –Við fundum hana, kallaði hann til hópsins í bátnum.
Hann heyrði að einhver blótaði. Sennilega lögreglustjórinn á staðnum. Josh vissi að hann hafði vonast til að finna fórnarlambið á lífi. Það var ekki svo gott. Josh synti að bátnum. Sjórinn gjálfraði í kringum hann, dökkur og úfinn því það var farið að hvessa. Ef heppnin væri með þeim gætu þeir náð fórnarlambinu upp áður en stormurinn skylli á.
Stórt ef.
Hann greip í stigann aftan á bátnum og hífði sig upp.
–Ertu viss um að þetta sé Tonya? spurði Hayden Black lögreglustjóri og rétti höndina til Josh.
Tonya Myers, 22 ára gamall háskólanemi sem hafði horfið fyrir viku. Jú, hann var því miður viss. –Þetta er hún.
Hann leit aftur ofan í sjóinn. Öldurnar vögguðu bátnum.
Hann þurfti iðulega að fara niður á mikið dýpi starfsins vegna, sem einn af meðlimum úrvalshópsins USERT sem var skammstöfun fyrir neðansjávarleitar- og gagnasöfnunarteymið. Hann leitaði að vísbendingum, sönnunargögnum og á slæmum dögum, eins og í dag, leitaði hann að hinum látnu.
–Þá eru líkin orðin þrjú, sagði Hayden og gnísti tönnum. Það glampaði á ljósa hárið í dvínandi dagsbirtunni. –Þrjú lík á
undanförnum þremur vikum.
Þess vegna var Josh þarna. FBI vissi að þau þurftu að leita raðmorðingja í rólega strandbænum og Josh hafði verið sendur
til að aðstoða liðsmenn FBI á staðnum... og lögreglustjórann.
Leiðir Josh og Hayden höfðu áður legið saman. Einu sinniEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífsháski
–Haltu þig í burtu frá honum, Jill, sagði amma Jillian West og bandaði höfðinu í átt að löngu timburbryggjunni. Á bryggjukantinum stóð unglingspiltur og horfði út yfir hafið. Hann leit út fyrir að vera á svipuðum aldri en þó líklega ívið eldri en Jill.
−Hann boðar ekkert nema vandræði.
Í augum Jill leit ungi pilturinn ekki út fyrir að boða nein vandræði. Hann var með ljóst, sítt hár og víður stuttermabolur
hans bærðist rólega í golunni.
−Ég skrepp inn í smá stund, sagði amma hennar og klappaði á öxlina á Jill. –Vertu kyrr hérna á meðan.
Amma hennar hvarf inn í litlu minjagripaverslunina skammt frá timburbryggjunni og Jill heyrði hana heilsa vinkonu sinni
áður en hurðin lokaðist á hæla hennar. Amma hennar átti endalaust af vinum í bænum Hope í Flórída. Það var sama hvert
þær fóru, alltaf hitti hún einhvern sem hún kannaðist við. Fótatak Jillian á sandölunum heyrðist varla þegar hún gekk út á
timburbryggjuna og áfram í átt til ljóshærða stráksins. Hún hafði flutt til ömmu sinnar nokkrum vikum áður en hafði þó
ekki fengið tækifæri til að kynnast öðrum unglingum í bænum.
Amma hennar þekkti heil ósköp af fólki en enga á aldri við Jillian. Hún hafði því ekki getað spjallað við aðra þrettán til
fjórtán ára unglinga á meðan hún var að venjast þeim skyndilegu og erfiðu breytingum sem orðið höfðu í lífi hennar eftir að
foreldrar hennar létust.
Skyndilega leit ljóshærði pilturinn um öxl. Jill staðnæmdist í sömu sporum en píndi sjálfa sig til að lyfta hendinni og veifa
klaufalega. Síðan fetaði hún nokkur skref áfram en staðnæmdist aftur þegar hann einblíndi áfram á hana og hallaði undir flattEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Tryggð
–Halló Sullivan. Sullivan leit snöggt upp þegar hann heyrði lága, hása röddina sem hann hafði heyrt allt of oft... í draumum sínum. Hann deplaði augunum, var viss um að hann væri að ímynda sér konuna sem stóð í gættinni að skrifstofunni. Hristi meira að segja höfuðið eins og hreyfingin myndi duga til að láta konuna hverfa. Hún hvarf ekki. Hún hló og við það straukst stuttklippt, rautt hárið við fíngerðan kjálkann. –Nei, fyrirgefðu, þú getur ekki deplað mér burtu eða óskað þess að ég sé ekki hérna, ég er hér. Celia James gekk inn og lokaði á eftir sér. Hann stóð snöggt á fætur. –Ég myndi ekki óska mér þess að þú værir ekki hér. Reyndar þveröfugt. Röddin hafði verið heldur hrjúf svo hann ræskti sig. Vildi ekki hræða hana burtu því hann var með áætlun sem snerist um hana. Hún var þarna, í raun og veru. –Ættir þú að vera hér? Þú varðst fyrir skoti. Celia bandaði því frá sér. –Smáskeina. Ég hef fengið þær verri. Það vottaði fyrir depurð í augnaráðinu. –Það var Elizabeth sem fékk kúlu í sig. Ég var hrædd um hana um tíma en ég frétti að henni liði betur núna. Hann kinkaði kolli og gekk aðeins nær. Elizabeth Snow var konan sem Mac bróðir hans ætlaði að giftast eins fljótt og hægt væri. Hún hafði líka orðið fyrir skoti fyrir stuttu, þegar hún stóð frammi fyrir morðingja sem var ákveðinn í að myrða hana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skuggi fortíðar
Hún hefði átt að vera ein. Elizabeth Snow var á seinni vaktinni á litla bókasafninu í útjaðri Austin, Texas. Hún átti að sjá um að loka húsinu og setja kerfið á. Hún ætti að vera sú eina þarna inni. Af hverju hafði hún þá heyrt lágvært fótatak bakatil? Elizabeth stirðnaði upp rétt hjá útidyrunum. Hún var með handtöskuna sína á öxlinni og fingurnir héldu ansi þétt um ólina. Skuggar þungra bókahillna gnæfðu yfir henni, eins og þeir væru að teygja sig í hana. Alla jafna var bókasafnið eins og athvarf í hennar augum. Öruggt. Tryggt. En... Það var orðið framorðið. Skuggarnir voru svartir og... Hún heyrði greinilegan dynk eins og bók hefði fallið af hillu eða verið hent af henni. Elizabeth kyngdi og kallaði, –er einhver þarna? Bókasafnið er lokað. Þú verður að fara. Hún reyndi að tala eins ákveðið og hún gat. Þögn. Kannski var ímyndaraflið aðeins of auðugt. Hún hafði notað síðustu helgi til að horfa á hryllingsmyndamaraþon í sjón varpinu. Kannski var hún... Dynkur. Jæja, þetta hljómaði eins og bók sem lendir á gólfinu. Einhver var að leika sér að henni. Þau höfðu aldrei lent í vandræðum með öryggismálin fyrr en nú. Stundum sofnaði fólk á bókasafninu, lét fara vel um sig við eitt borðanna og missti af tilkynningunni um að nú ætti að fara að loka. Þegar hún fór síðustu ferðina um safnið var hún vön
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skuldadagar
Allir elska brúðkaup. Það var allavega gengið út frá því að allir elskuðu brúðkaup og nýyfirstaðið brúðkaup hafði vissulega verið fallegt. Brúðurin, Ava McGuire hafði hreint og beint geislað þegar hún tók um hönd eiginmanns síns, Mark Montgomery, að athöfninni lokinni. Hávær fagnaðarlæti brutust út á meðal gestanna þegar presturinn lýsti því yfir að þau væru núna hjón. Já, gengið var að því sem vísu að allir elskuðu brúðkaup en síðasta klukkutímann hafði Jamie Myers hugsað um það eitt að grípa rétta tækifærið til að lauma sér í burtu. Að sjálfsögðu líkaði henni mjög vel við Övu og Mark sem bæði voru yndislegar manneskjur. Það var bara... Mannmergðin. Allur þessi hávaði. Raddirnar. Fólkið. Sömuleiðis að verða vitni að einhverju sem ég á aldrei eftir að öðlast sjálf. Að tilheyra stórfjölskyldu. Þessi auðveldu samskipti þeirra á milli. Það varð henni hreinlega ofviða að verða vitni að því... vegna þess að það minnti hana á fjölskyldulífið sem hún hafði sjálf glatað. −Það er kominn tími til að kasta brúðarvendinum! Jamie kveinkaði sér í hljóði. Scarlett McGuire hafði hrópað þetta háum róm og brosti síðan skelmislega til Jamie... eins og hún áttaði sig á að Jamie myndi fremur vaða eld og reyk en að gera tilraun til að grípa þennan fjandans brúðarvönd. Scarlett þekkti Jamie sennilega betur en nokkur annar þarna í brúðkaupinu. Jamie gerði heiðarlega tilraun til að olnboga sig í burtu en átti sér engrar undankomu auðið. Mannmergðin þrengdi að og hún færðist nær og nær brúðinni. Nei! Jamie fórnaði höndum og reyndi að slá brúðarvöndinn í burtu þegar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
hann stefndi beint til hennar.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Grunsemdir
–Hjálpaðu mér! Ópið var hátt, langvinnt, sársaukafullt í nóttinni. Mark Montgomery stóð á pallinum framan við húsið hjá sér og starði upp í stjörnubjartan himininn en sneri sér snöggt við þegar hann heyrði hræðsluöskrið. Hann sá hana ekki strax, það var of dimmt. Svo heyrðist greinilegt hófatak nálægt honum. Einhver kom ríðandi og stefndi hratt til hans. Hann stökk niður af pallinum. –Hjálpaðu mér! Ópið var ennþá hærra og greinilega kona sem æpti. Það voru engar konur á búgarðinum þetta kvöld. Mamma hans hafði dáið fyrir nokkrum árum og engar konur í hópi vinnu mannanna sem voru á vakt núna. Svo sá hann hestinn sem ruddist inn í rjóðrið við húsið. Stór og falleg svört meri sem hann þekkti... Lady. Merin tilheyrði McGuire-fjölskyldunni, nágrönnum hans sem bjuggu í 15 kílómetra fjarlægð. Hvað gengur eiginlega... Lítil vera sat í hnipri á bakinu á Lady og hélt fast í hestinn. Hrossið titraði, rennsveitt eftir reiðferðina sem virtist hafa verið erfið. Reiðtúr seint að kvöldi? –Mark?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Leynd og lygar
Hann hafði bjargað henni frá helvíti.
Jennifer Wesley sneri sér aðeins til og leit á manninn í rúminu við hliðina á sér. Hann var sakleysislegur sofandi, hættulaus, en hún vissi að það var blekking.
Það var ekkert sakleysislegt við Brodie McGuire. Maðurinn var vel þjálfaður hermaður. Hættulegur. Banvænn. Afl sem þurfti
að gera ráð fyrir.
Hún hafði verið viss um að henni yrði aldrei bjargað. Fangarar hennar höfðu verið nógu öruggir með sig, vissir um að hún
slyppi aldrei. Svo hafði Brodie birst.
Hún strauk yfir harðan kjálkann á honum, yfir dökka skeggbroddana. Grænu augun opnuðust við snertingu hennar, alveg
með á nótunum.
Hann var nakinn. Hún líka. Eftir björgunina, þegar þau voru sloppin undan föngurum hennar og komin í nokkuð öruggt
skjól, hafði adrenalínið og hræðslan sem hafði fyllt hana svo lengi breyst í eitthvað allt annað. Ástríðan var svo sterk að það
hafði komið Jennifer á óvart.
Hann hafði ekki dregið hana á tálar. Ekki notfært sér aðstæður, það hafði verið hún sem var svo ákveðin í að kyssa hann.
Finna einhverja ánægju til að bægja martröðum og hræðslu frá sér.
Hann renndi augunum rólega yfir andlitið á henni. Hún fann fyrir skrítinni tilfinningu um að hann væri að reyna að leggja andlitsdrættina á minnið.
–Þakka þér fyrir, hvíslaði Jennifer.
Hann lyfti dökkum augabrúnum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Játningar
–Ertu... að fara? Scarlett Stone starði á manninn fyrir framan sig og fann til í hjartanu. Nei, þetta var ekki sársauki... hjartað var að bresta.
–Ég fékk ný verkefni, sagði Grant McGuire, djúp röddin var laus við sína venjulegu hlýju. –Ég fer á morgun og veit ekki hvenær ég kem aftur. Sólin var að setjast og endurspeglaðist í ljósu hári hans. Grant... hávaxinn, myndarlegur, fullkominn.
Hún hafði útskrifast úr framhaldsskóla fyrir nokkrum mánuðum. Háskólinn beið hennar. Dagarnir áður en skólinn byrjaði áttu að vera upphafið að nýju lífi. Nýju lífi sem hún vildi eyða með honum.
Grant var fjórum árum eldri en hún. Vinsæll, sjálfsöruggur, sterkur. Hann hafði verið í hernum í nokkur ár en komið að heimsækja hana. Í hvert sinn sem hann kom heim eyddi hann tímanum með henni.
En hann er að fara aftur...
Hann lyfti hendinni og siggrónir fingurgómarnir strukust yfir vanga hennar. Snertingin rak eitthvað af hrollinum burtu. Skrýtið. Ágústkvöld í Texas ætti ekki að vera svona kalt, af hverju var hún með gæsahúð á handleggjunum?
–Þú átt eftir að njóta þess að vera í háskólanum, sagði Grant með þessari lágværu rödd sem fékk magann í henni til að taka smádýfu. –Þetta verður skemmtilegasti tími ævi þinnar. Hönd hans féll niður. –En ég þarf að fara aftur.
Hann var alltaf að fara. –Af hverju?
–Búgarðurinn... staðurinn er ekki fyrir mig, Scarlett. Ég þarf eitthvað meira.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.