Cyntia Eden

Leynd og lygar
Leynd og lygar

Leynd og lygar

Published September 2016
Vörunúmer 329
Höfundur Cynthia Eden
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Hann hafði bjargað henni frá helvíti.
Jennifer Wesley sneri sér aðeins til og leit á manninn í rúminu við hliðina á sér. Hann var sakleysislegur sofandi, hættulaus, en hún vissi að það var blekking.
Það var ekkert sakleysislegt við Brodie McGuire. Maðurinn var vel þjálfaður hermaður. Hættulegur. Banvænn. Afl sem þurfti
að gera ráð fyrir.
Hún hafði verið viss um að henni yrði aldrei bjargað. Fangarar hennar höfðu verið nógu öruggir með sig, vissir um að hún
slyppi aldrei. Svo hafði Brodie birst.
Hún strauk yfir harðan kjálkann á honum, yfir dökka skeggbroddana. Grænu augun opnuðust við snertingu hennar, alveg
með á nótunum.
Hann var nakinn. Hún líka. Eftir björgunina, þegar þau voru sloppin undan föngurum hennar og komin í nokkuð öruggt
skjól, hafði adrenalínið og hræðslan sem hafði fyllt hana svo lengi breyst í eitthvað allt annað. Ástríðan var svo sterk að það
hafði komið Jennifer á óvart.
Hann hafði ekki dregið hana á tálar. Ekki notfært sér aðstæður, það hafði verið hún sem var svo ákveðin í að kyssa hann.
Finna einhverja ánægju til að bægja martröðum og hræðslu frá sér.
Hann renndi augunum rólega yfir andlitið á henni. Hún fann fyrir skrítinni tilfinningu um að hann væri að reyna að leggja andlitsdrættina á minnið.
–Þakka þér fyrir, hvíslaði Jennifer.
Hann lyfti dökkum augabrúnum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is